MYRKIR MÚSÍKDAGAR

DARK MUSIC DAYS

26.1 - 2.2 2019

MYRKIR MÚSÍKDAGAR

  Gunnar Karel Másson   Listrænn stjórnandi

Gunnar Karel Másson
Listrænn stjórnandi

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. 

Gunnar Karel Másson, tónskáld er listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga 2019.  Gunnar Karel lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Gunnar Karel hefur rekið tónlistarhátíðina Sonic Festival í Kaupmannahöfn með góðum árangri og hann er einnig einn af listrænum stjórnendum tónlistarhópsins Jaðarbers.

 

TEYMI MYRKRA MÚSÍKDAGA

Gunnar Karel Másson - Listrænn stjórnandi                                                                                                                  

Valdís Þorkelsdóttir - Framkvæmdastjóri          

Særún Ósk Pálmadóttir - Kynningar- og markaðsstjóri

Valgerður Pétursdóttir - Grafískur hönnuður
 

myrkirmusikdagar@gmail.com

Fjölmiðlafyrirspurnir: saerunosk@gmail.com

 

STJÓRN MYRKRA MÚSÍKDAGA

Þórunn Gréta Sigurðardóttir - formaður Tónskáldafélags Íslands
Páll Ragnar Pálsson -  gjaldkeri Tónskáldafélags Íslands
Þuríður Jónsdóttir - ritari  Tónskáldafélags Íslands   

 

STAÐSETNING

Myrkir músíkdagar 2018 verða haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu sem og á öðrum stöðum vítt og breitt um miðborgina.

Harpa - Austurbakki 2

Fríkirkjan í Reykjavík - Fríkirkjuvegur 5

Iðnó - Vonastræti 3

Safnahúsið - Hverfisgata 15

Listasafn Íslands - Fríkirkjuvegur 7

Mengi - Óðinsgata 2

Húrra - Tryggvagata 22

Gallerí Port - Laugavegur 23

 

STYRKTAR- OG SAMSTARFSAÐILAR