Back to All Events

CANTOQUE SYNGUR ÞORKEL | CANTOQUE SINGS THORKELL

  • HALLGRÍMSKIRKJA RVK, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

Cantoque syngur Þorkel
28. janúar kl 17.00
Hallgrímskirkja

Cantoque Ensemble flytur efnisskrá með kórverkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Hallgrímskirkju.

Efnisskrá:

Upphaf (1978) – Hannes Pétursson (1931)
Englar hæstir (1973) – John S. Blackie (1809-1895), þýð. Matthías Jochumsson (1835-1920)
Fararsnið (1980) – Þorgeir Sveinbjarnarson (1905-1971)
Til þín, Drottinn hnatta og heima (1974) – Páll V.G. Kolka (1895-1971)
121. Davíðssálmur (1984)
Heyr himna smiður (1973) – Kolbeinn Tumason (1171-1208)
Missa brevis (1993)

Kyrie
Gloria
Sanctus
Agnus Dei
 

Maríukvæði (1974) – Jón Arason (1484-1550)
Vorið, það dunar! (1986) – Hannes Pétursson
Kvöldbænir (1983) – Hallgrímur Pétursson (1614-1674)

Cantoque Ensemble er átta til tólf radda atvinnusönghópur sem inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu. Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir söng sinn.

Cantoque Ensemble var stofnað 2017 út frá samstarfi við barokk-hljómsveitirnar Höör Barock og Camerata Öresund þegar þær voru með tónleika á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð. Tónleikarnir hlutu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2017. Árið eftir hélt Cantoque Ensemble ferna tónleika með útsetningum á íslenskum þjóðlögum. Einnig flutti hópurinn kantötur eftir J. S. Bach á Sumartónleikum í Skálholti, með Bachsveitinni í Skálholti undir stjórn hins rómaða barokkstjórnanda Andreas Spering.

Árið 2019 hófst samstarf Cantoque Ensemble við Steinar Loga Helgason. Fyrsta verkefnið með honum var að flytja Jóhannesarpassíu J. S. Bach ásamt barokkbandinu Brák. Árið eftir hélt hópurinn tvenna tónleika með nýrri íslenskri söngtónlist á Sumartónleikum í Skálholti og einnig á Sönghátíð í Hafnarborg undir stjórn Steinars Loga.

Hópurinn hélt samstarfi sínu við Camerata Öresund áfram árið 2021, en einnig starfaði með þeim barokkhópurinn Ensemble Nylandia frá Svíþjóð í tónlistarverkefni sem fram fór á Íslandi og í Danmörku og var tónleikum hópsins sjónvarpað á barokkhátíðinni BarokkiKuopio í Finnlandi. Þeir tónleikar hlutu tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Cantoque hélt jafnframt tónleika á Myrkum músíkdögum 2022 þar sem kórtónlist Jóns Nordal var í öndvegi. Tónleikarnir voru undir stjórn Steinars Loga Helgasonar og lofaðir í hástert, jafnt af gagnrýnendum sem tónleikagestum. Í framhaldi tók Cantoque þátt í PODIUM, kynningardagskrá Íslenskrar tónverkamiðstöðvar á Myrkum músíkdögum 2023.

Árið 2023 hóf Cantoque samstarf við Ensemble Choeur3 og listræna stjórnandann Abéliu Nordmann sem er með aðsetur í Sviss en starfar yfir landamæri til Frakklands og Þýskalands. Saman fluttu hóparnir hina þekktu messu Frank Martin í nýjum búningi ásamt íslenskum verkum og endurfluttu síðan efnisskrána á lokatónleikum Sönghátíðar í Hafnarborg. Í Sviss flutti Cantoque einnig alíslenska efnisskrá til kynningar á þekktum íslenskum kórverkum ásamt því að halda masterklass fyrir stjórnendur og kórsöngvara á Basel-svæðinu.

Steinar Logi Helgason lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og tók þar kirkjuorganistapróf en lauk síðar bakkalárgráðu af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Steinar Logi stundaði stjórnandanám til meistaraprófs við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í lok árs 2020. Hann hefur stjórnað fjölda kóra og starfað víða sem organisti, píanóleikari og stjórnandi. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 ásamt Cantoque Ensemble sem tónlistarhópur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Steinar Logi tók við stöðu kórstjóra Hallgrímskirkju haustið 2021.

Um tónskáldið
Þorkell Sigurbjörnsson (16. júlí 1938 – 30. janúar 2013) er eitt af höfuðtónskáldum Íslands. Verkasafn hans telur vel yfir 300 tónverk og hafa mörg þeirra verið hljóðrituð og gefin út. Verkasafn Þorkels er afar fjölbreytt en hann samdi hljómsveitarverk, kammerverk, einleikskonserta, barnaóperur, kammeróperu, raf- og tölvutónlist ásamt fjölda kórverka og sálmalaga. Þorkell nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum þar sem tónsmíðar urðu hans aðalnámsgrein. Þorkell stundaði nám við tónlistardeildir Hameline-háskólans í Minnesota og Illinois-háskóla. Auk þess sótti hann námskeið í tónsmíðum í Darmstadt í Þýskalandi og Nice í Frakklandi.
Þorkell kom margoft fram sem píanóleikari og var mikilsvirtur kennari, tónlistargagnrýnandi og dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu um árabil. Þorkell var einnig ötull í félagsstörfum; var formaður Tónskáldafélags Íslands um árabil, formaður Musica Nova 1964-67 og forseti Bandalags íslenskra listamanna 1982-86. Árið 1968 stofnaði hann Íslenska tónverkamiðstöð ásamt fleiri tónskáldum og var stjórnarformaður frá stofnun hennar til ársins 1981. Þorkell sat í stjórn STEFs um árabil og var einnig framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Listahátíðar í Reykjavík um skeið. Þorkell var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Hameline-háskólann árið 1999 og var meðlimur Konunglegu sænsku akademíunnar.

. . . . .
Cantoque sings Thorkell

Cantoque Ensemble performs a programme with Þorkell Sigurbjörnsson's choral works at Dark Music Days 2024, at a concert in Hallgrímskirkja on 28 January at 5 pm. Conductor is Steinar Logi Helgason.

Cantoque Ensemble, founded in 2017, is a chamber choir of eight to twelve singers based in Reykjavík, Iceland. All singers are professional singers, many of whom have sung with orchestras around the world, performed on the stage of eg the Icelandic Opera and received various awards for their singing.

Cantoque Ensemble was founded from a Nordic collaboration with the baroque orchestras Höör Barock and Camerata Öresund with their concert being nominated for the Icelandic Music Awards as Musical Event of the Year 2017. The Cantoque Ensemble performed JS Bach's cantatas at the Summer Concert in Skálholt with the Bach Orchestra in Skálholt under the baton of the renowned conductor Andreas Spering. The choir has held numerous concerts with Icelandic folk songs and prides itself in performing new Icelandic music. Cantoque Ensemble collaborates with conductor Steinar Logi Helgason and recently performed JS Bach's Passion with the Baroque band Brák under his direction, as well as performing new Icelandic vocal music at the Summer Concert in Skálholt and at the Song Festival in Hafnarborg.

Cantoque Ensemble's recent projects include the continued collaboration with Camerata Öresund in 2021, but also the baroque ensemble Ensemble Nylandia from Sweden. The project took place in Iceland and Denmark, with the concert being televised to the baroque festival BarokkiKuopio in Finland. That concert was nominated as Musical Event of the Year at the Icelandic Music Awards. Cantoque also held a concert at Dark Music Days 2022, under Helgason's direction, where Icelandic composer Jón Nordal's choral music was at the forefront. The concert was highly praised by critics and concertgoers alike.

In 2023, Cantoque began a collaboration with Ensemble Choeur3 and the artistic director Abélia Nordmann, who is based in Switzerland but works across borders to France and Germany. Together, the groups performed Frank Martin's well-known Mass for Double Choir along with Icelandic works. The programme was also performed at the final concert of the Song Festival in Hafnarborg in July 2023. In Switzerland, Cantoque also performed an all-Icelandic repertoire to introduce Icelandic choral works as well as holding a masterclass for conductors and choral singers in the Basel area.

The conductor
Steinar Logi Helgason
studied the piano at the the Reykjavík Music School, the New Music School and the Reykjavík College of Music. He studied the organ at the Music School of the National Church of Iceland and later with organist Björn Steinar Sólbergsson at the Iceland University of the Arts. Steinar went on to study Church music at The Royal Danish Academy under the tutelage of Hans Davidsson and finished a master’s degree in ensemble conducting in 2010. He has performed widely as an organist, pianist and a conductor and was nominated for the Icelandic Music Awards in 2021 with Cantoque Ensemble as Music Ensemble of the Year in contemporary music. Steinar took over the post of choir director in Hallgrímskirkja in August 2021 and is the founder and conductor of The Choir of Hallgrímskirkja.

About the composer
Þorkell Sigurbjörnsson (July 16, 1938 – January 30, 2013) is one of Iceland's leading composers. His catalogue is extremely diverse and includes well over 300 compositions, many of which have been recorded and published. He composed orchestral works, chamber works, solo concertos, children's operas, chamber operas, electronic and computer music, as well as numerous choral works and hymns. Þorkell studied piano at the Reykjavík College of Music and then went to graduate school in the United States, where composition became his main subject. Þorkell studied at the music departments of Hameline University in Minnesota and the University of Illinois. In addition, he attended courses in composition in Darmstadt, Germany and Nice, France.

Þorkell frequently performed as a pianist and was a highly respected teacher, music critic and programmer for RÚV, the National Broadcasting Service. He was chairman of the Icelandic Composers Society for several years, chairman of Musica Nova 1964-67 and chairman of the Icelandic Artists Association 1982-86. In 1968 he founded the Iceland Music Information Center together with other composers and was chairman of the board from its foundation until 1981. Þorkell was on the board of STEF (Composers’ Rights Society of Iceland) for a number of years. He was also executive director and director of the Reykjavík Arts Festival. Þorkell was awarded an honorary doctorate at Hameline University in 1999 and was a member of the Royal Swedish Academy.