Back to All Events

Kammersveitin á Myrkum 2024

  • HARPA CONCERT HALL 2 Austurbakki RVK, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

Kammersveitin á Myrkum 2024
27. janúar 2024 kl. 21
Harpa - Norðurljós

EFNISSKRÁ MEÐ LJÓÐATEXTA ( smellið hér)

Eins og undanfarin á þá mun Kammersveit Reykjavíkur bjóða uppá spennandi dagskrá á Myrkum músikdögum. Í þetta sinn mun hún frumflytja tvö ný íslensk verk eftir Finn Karlsson og Áskel Másson auk þess að leika Sex lög fyrir strengjakvartett frá árinu 1983 eftir Karólínu Eiríksdóttur.

Efnisskrá:
Kaija Saariaho (1952 - 2023)

Oi Kuu fyrir bassaklarinett og selló (1990)

Karólína Eiríksdóttir (1951)

Sex lög fyrir strengjakvartett (1983)

Áskell Másson (1953)

Norðurljós, hornkonsert (2021) (Frumflutningur)

Finnur Karlsson (1988)

Ljóð: Ásta Fanney Sigurðardóttir (1987)

HÝENA SEM HEITIR GÆRDAGUR (2023) fyrir mezzósópran og kammersveit (Frumflutningur)

Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 og hefur síðan haldið reglulega tónleika með kammertónlist, allt frá barokktímanum til nútímans. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Óhætt er að fullyrða Kammersveitinni hafi tekist ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síðan. Kammersveit Reykjavíkur kemur fram í misstórum hópum, allt frá 3 til 40 manns, en stærð hópsins ræðst af þörfum tónverkanna hverju sinni. Félagar í Kammersveitinni eru virkir þátttakendur í tónlistarlífi Íslendinga, margir þeirra meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum hljómsveitum auk þess að stunda tónlistarkennslu. Rut Ingólfsdóttir hefur lengst af verið leiðari sveitarinnar og listrænn stjórnandi. Nú hefur Una Sveinbjarnardóttir tekið við sem konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur.

Nýlega kom út geislaplata á vegum Sono Luminus, Windbells, þar sem Kammersveitin leikur verk eftir Huga Guðmundsson. Geislaplatan hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022.

Tónleikarnir verða um klukkustund og án hlés.

. . . . .

The Reykjavík Chamber Orchestra premieres two pieces written by Icelandic composers Finnur Karlsson and Áskell Másson in addition to a string quartet from 1983 by Karólína Eiríksdóttir.

Programme:
Finnur Karlsson: Hyena called Yesterday (premiere)
Poet: Ásta Fanney Sigurðardóttir
Mezzo Soprano: Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

Áskell Másson: Northern Light, concerto for french horn and chamber orchestra (premiere)
Soloist: Stefán Jón Bernharðsson

Karólína Eiríksdóttir: Six Movements, sfor string quartet

Founded in 1974 under Rut Ingólfsdóttir, the Reykjavík Chamber Orchestra initially comprised a dozen young musicians who had returned to Iceland after advanced music studies abroad to perform with the Iceland Symphony Orchestra and teach at the Reykjavík College of Music. The ensemble was founded with the dual objectives of giving regular public performances of chamber music from the Baroque era to the 20th century, and providing musicians with varied and challenging opportunities to perform live. The orchestra is renowned for the range of its repertoire and the excellence of its live performances, including the highly popular Christmas Baroque concerts. It has commissioned and premièred many of the most significant works by contemporary Icelandic composers, many of which were composed especially for the ensemble. The Reykjavík Chamber Orchestra has released numerous CDs. Its recording of Bach’s Brandenburg Concertos received the Icelandic Music Awards in 2004. The orchestra has twice been nominated for the Nordic Council Music Prize.