Back to All Events

R • O • R | Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson

  • HARPA CONCERT HALL 2 Austurbakki RVK, Reykjavíkurborg, 101 Iceland (map)

R • O • R
Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson

27. janúar kl. 16.00
Harpa, Kaldalón

R • O • R er samstarfsverkefni Gyðu Valtýsdóttur og Úlfs Hanssonar. Þau flytja frumsamda tónlist leikna á selló og hljóðgervil, þar sem þau tvinna saman ólíka hljóðheima í sterka og áhrifaríka upplifun. Nafnið R • O • R á rætur sínar að rekja til nóteringu efnasambandsins Ether.

Gyða Valtýsdóttir hefur komið víða við á tónlistarferlinum. Hún var einn af meðlimum hljómsveitarinnar múm frá táningsaldri en yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi. Hún lauk tveimur mastersgráðum frá Tónlistarháskólanum í Basel, Sviss, í klassískum sellóleik og frjálsum spuna. Hún hefur unnið með fjölmörgu listafólki, samið fyrir leikrit, dansverk, kvikmyndir og
leikið inn á fjölda hljómplatna. Gyða hefur gefið út fjórar breiðskífur sem sýna þá miklu vídd sem hún býr yfir sem tónlistarmaður. Þrjár þeirra hafa unnið “plata ársins í opnum flokki” á íslensku tónlistarverðlaunum og sú fjórða vann “upptökustjórn ársins”. Fyrir plöturnar Evolution og Ox hefur Gyða verið tilnefnd til Norrænu Tónlistarverðlaunanna. Gyða hlaut norrænu tónlistarverðlaunin árið 2019 fyrir “tónlistarflutning þar sem „sköpunarkrafturinn brýst fram með afgerandi rödd, frumlegum hljóðfæraleik og miklum persónutöfrum“.

Úlfur Hansson er tónskáld og hljóðlistamaður sem hefur gefið út fjórar sóló plötur auk þess að hafa unnið með fjölda annarra tónlistamanna ýmist sem hljóðfæraleikari, útsetjari eða upptökustjóri. Má þar nefna Jónsa (Sigur Rós), Bendik Giske, Anna Von Hauswolff, Kaki King, Dustin O ́Halloran, Skúla Sverrison ofl. Úlfur hefur líka lagt áherslu á hönnun og smíði rafhljóðfæra.
Hann hefur samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect og L'Orchestre De Radio France.

. . . . . .
R • O • R
Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson

January 27, 4pm
Harpa, Kaldalón

R • O • R is a collaboration between Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson. With Cello & a custom made synthesiser they create a unique soundscape that is transcendental & ethereal. R • O • R refers to the chemical compound of Ether, when two elements come together to create entirely different matter.

Gyda Valtysdottir is an Icelandic cellist, vocalist & a producer. She has been active as a musician since her early teens as a founding member of the experimental pop-group múm. Classically trained, Gyda has made music for films, theater, dance, among many other creative ventures. She has released 4 solo albums and in 2019 she received the prestigious Nordic Council Music Prize 2019 for her music & performance, describing her distinct vocals & instrumental inventiveness ”highly unique & captivating”

Úlfur Hansson is a composer, music producer, and electronic musician. He has released four solo records that feature intricate string arrangements, electronic textures, and concrete sounds. Úlfur’s collaborations with musicians and visual artists such as Jónsi of Sigur Rós, Hildur Guðnadottir, Dustin O'Halloran, Anna Von Hauswolff, Skúli Sverrisson, Zeena Parkins, Alex Somers, Bendik Giske, Ólafur Elíasson, Roni Horn, and Elín Hansdóttir have allowed him to create soundscapes that are both innovative and evocative. Úlfur’s work has been commissioned by prominent musicians such as The Icelandic Symphonic Orchestra, Nordic Affect, and L'Orchestre De Radio France.

Earlier Event: January 27
MÍT á Myrkum
Later Event: January 27
S.L.Á.T.U.R. - Rímnadans