THE CARTOGRAPHY OF TIME
John McCowen og Matthias Engler (Ensemble Adapter)
Harpa Kaldalón kl. 19:30
4. mars
Um viðburðinn
Efnisskráin
the Cartography of Time (2015) for bowed cymbal and live electronics, ‘20
the Cartography of Time (2014) for contrabass clarinet and live electronics, ‘15
the Cartography of Time (2017) for bass drum and live electronics, ‘15
Um tónskáldin
Davíð Brynjar Franzson er sjálfstætt starfandi tónskáld búsettur í Los Angeles. Á meðal nýlegri verkefna Davíðs er an Urban Archive as an English Garden - sem þróað var í samstarfi við Höllu Steinunni Stefánsdóttur, Russell Greenberg (Yarn/Wire), Matt Barbier (Gnarwhallaby) og nú síðast Júlíu Mogensen, sellóleikara, í ameiginlegu listrannsóknaverkefni við stofnanirnar IRCAM í París og Zenter fur Kunst und Medientechnology í Þýskalandi. Verkið var til sýnis á vegum Hljóðanar í Hafnarborg haustið 2020. Á meðal annarra verka Davíðs má nefna sellókonsertinn on Matter and Materiality, pantað af BBC Scottish Symphony Orchestra og tónskáldasjóði RÚV og var lýst af gagnrýnanda The Guardian sem „strickingly static“. Einleiksverkaröðin the Cartography of Time er tileinkuð skynrænni upplifun tímanns og hafa verkin verið unnin í samstarfi við fjölda alþjóðlegra flytjenda á borð við Gnarwhallaby, Vicky Chow (Bang on a Can), Mariel Roberts, Matt Barbier og Weston Olencki (RAGE thromboses), Matthias Engler og Ingólf Vilhjálmsson (Ensemble Adapter). Platan the Negotiation of Context með verkum skrifuðum fyrir tónlistarhópinn Yarn / Wire, hlaut lofsamlegar móttökur, m.a. Í NY Times sem sagði verkið „engagingly tactile“, Gramophone kallaði það „sonic art that is clearly going places” og The Wire sagði verkið „compelling“ ásamt því sem platan rataði inná topp 10 lista yfir samtímatónlistarútgáfu ársins 2014 að mati The Wire. Haustið 2019 kom út diskurinn longitude hjá Bedroom Community og rataði platan inn á fjölda árslista yfir bestu útgáfum ársins. Gagnrýnandi 5:4 lýsti tónlistinni sem "gorgeous and somewhat terrifying in equal measure". Nýjasta plata Davíðs er unnin í samstarfi við Stephanie Aston og wasteLAnd og inniheldur verkið "voice fragments" sem gagnrýnendur hafa kallað 'töfrandi' og eitthvað sem ekki má missa af. Davíð rekur tilrauna- og samtímatónlistar plötuútgáfuna Carrier Records ásamt Sam Pluta og Jeff Snyder. Heimasíða: http://franzson.com