BIRTING

Nordic Affect

Harpa Norðurljós

kl. 21:30

1. mars

Áhugi kammerhópsins Nordic Affect á ‘tilfinningalegri landafræði’, sem leið til að nema á nýtt og hugsa þvert á vistkerfi markaði útgangspunktinn fyrir samstarfsverkefnið ’Birting’ en afrakstur þess verður fluttur á Myrkum Músíkdögum. Í ’Birtingu’ á hópurinn stefnumót við tónskáldin Lilju Maríu Ásmundsdóttur (IS), Davíð Brynjar Franzson (IS), Ida Lundén (SE) og Juliana Hodkinson (GB). Útkoman er fjölbreytt en meðal þess sem tengist verkunum er borgarhljóðvist, skoðun á tónleikarýminu og tengslum innan þess, auk þróunar birkis á Íslandi. Sérstakir gestaflytjendur á tónleikunum með Nordic Affect eru Lilja María Ásmundsdóttir (ljós- og hljóðskúlptúrinn ’Hulda’), Ida Lundén (rafhljóð) og gervigreind.

Efnisskrá tónleikanna

  • Surfacing (frumflutningur) Lilja María Ásmundsdóttir

  • Violin fragments (Frumflutningur) Davíð Brynjar Franzson

  • Himlen viftade molnen bort (Frumflutningur) - Ida Lundén

  • Nothing breaking the losing: necessary places - (Frumflutningur) - Juliana Hodkinson

Surfacing sækir innblástur sinn til þess sem liggur undir yfirborði jarðar. Verkið er skrifað fyrir Nordic Affect, hljóð- og ljósskúlptúrinn Huldu og rafpart. Hljóð- og ljósskúlptúrinn Hulda er strengjahljóðfæri með innbyggðum ljósabúnaði sem stýrist af því
hvernig spilað er á hljóðfærið. Þegar leikið er á strengina fyllist rýmið umhverfis Huldu af hljóðum, munstrum og litum sem breytast í sífellu. Lilja María Ásmundsdóttir

Efniviður verksins Violin fragments er samtvinnaður úr jöfnu framlagi flytjanda og tónskálds. Flytjandi leitar í gegnum efniviðinn og uppgvötvar verkið í rauntíma. Hlutverk flytjanda og hlustanda skarast í leit hljóðfæraleikarans að verkinu í rýminu. Davíð Brynjar Franzson

Himlen viftade molnen bort
Titillinn (ísl: Himininn sópaði skýjunum í burtu) er tilvitnun í sænska 18.aldar rithöfundinn Bengt Lidner, notaður sem myndlíking yfir “horfnar sorgir”. Verkið byrjaði sem hugsun um enduruppbyggingu skógræktar á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og endaði sem könnun á því hvernig nota eigi sóp úr birki sem meðleikara.
Sópurinn getur bókstafega sópað í burtu leiðinlegum hlutum og við það framkallast sérstakt hljóð. Þetta er hversdagslegur hlutur en naktar birkigreinarnar gefa honum einskonar töfraútlit.
Verkið tvinnar saman sópa, hljóð, breytingar á umhverfi okkar og hversdagstöfra. Ida Lundén

Verkið Nothing breaking the losing: necessary places (2021) er fyrir fjóra hljóðfæraleikara og raddir þeirra, fyrirfram upptekið drón, virka áhorfendur, hluti, þræði og skæri. 
Nothing breaking the losing var upphaflega samið fyrir Sanna Krogh Goth árið 2016 og frumflutt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Það hafa verið gerðar nokkrar útgáfur af verkinu, meðal annars utandyra útgáfa, útgáfa í fyrirlestraformi og útgáfa fyrir tónlistarhóp.

Verkið sem hér er flutt er þróað í samvinnu við Nordic Affect. Hvernig verkið tekur á sig mynd er í höndum bæði flytjenda og áhorfenda og jafnframt leysist það upp meðan á flutningi stendur. Muninn á hverjum flutningi má því nánast rekja jafn mikið til áhorfenda sem flytjenda. Juliana Hodkinson