‘+’

Nordic Affect

Harpa Norðurljós

20:30

25. janúar

Sem leið til að skapa ný tengsl gegnum tónsköpun, fékk listrænn stjórnandi Nordic Affect fjögur tónskáld til að vinna út frá þemanu ‘+‘. Útkoman er fjögur spennandi verk eftir Davíð Brynjar Franzson (IS), Lilju Maríu Ásmundsdóttir (IS), rebecca bruton (CA) og Úlf Hansson (IS) en þau takast á við áskorunina gegnum m.a. gervigreind, yfirtöku hljóðfæra, tengsl hluta og umhverfis og einnig gegnum opna raddskrá sem ljær öðrum en mannfólkinu gerendahæfni.

Efnisskrá:
Spor
- Lilja María Ásmundsdóttir
The word ‘plum’; the thought of a glow-worm - Rebecca Bruton
fragments, work in progress, wandering - Davíð Brynjar Franzson
Stoicheia - Úlfur Hansson

Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur. Gagnrýnendur innan lands og utan hafa hælt hópnum í hástert, m.a. fyrir ‘ineffable synergy between the performers’ (San Francisco Classical Voice), lýst honum sem ‘multi-disciplinary force of nature’ (A Closer Listen) og sem gersemi í íslensku tónlistarlífi (Fréttablaðið). Starf Nordic Affect einkennist af nýstárlegri nálgun og frumleika í verkefnavali en hópurinn hefur frá upphafi flutt allt frá danstónlist 17.aldar til raftónlistar okkar tíma. Nordic Affect hefur frá stofnun 2005 komið fram á fjölda hátíða, þar á meðal TRANSIT Festival (BE), Dark Music Days (IS), November Music (NL), Skaņu Mežs Festival (LV), Iceland Airwaves (IS), Ensems Festival (SP), North Atlantic Flux (UK) KLANG Festival (DK), Imago Dei (AU) og Estonian Music Days (EE). Leik Nordic Affect er að finna á geisladiskum frá Deutsche Grammophon, Smekkleysu, Musmap og Brilliant Classics og hafa útgáfurnar hlotið Íslensku Tónlistarverðlaunin og Kraumsverðlaunin ásamt frábærum viðtökum í erlendum tónlistarblöðum og miðlum á borð við The Wire, The New Yorker, I Care if You Listen, NPR og BBC Music. Jafnframt hefur Nordic Affect verið valinn Tónlistarhópur ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum, verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs og valinn Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar. Hópurinn hefur jafnframt tvisvar haldið í tónleikaferð um Bandaríkin en Nordic Affect hefur m.a. komið fram í Constellation í Chicago, Spectrum í New York, Reykjavik festival LA Philharmonic, UC Berkeley Art Museum í Berkeley og National Sawdust í New York. Árið 2018 sendi Nordic Affect frá sér He(a)r, þriðju plötu sína hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Sono Luminus en hún var valin inn á lista yfir bestu plötur ársins hjá m.a. The Boston Globe, I Care if You Listen, Morgunblaðinu, Yahoo Entertainment og Second Inversion. Fylgdi hún því í kjölfar Raindamage (2017) plötunnar sem hópurinn hljóðritaði með Valgeiri Sigurðssyni og Clockworking (2015) sem rataði m.a. á Songs We Love lista NPR í Bandaríkjunum og í uppgjör The New Yorker yfir það besta á plötuárinu 2015. Meðal verkefna hópsins á næstunni er útgáfa á nýrri plötu með norsku radd- og raftónlistarkonunni Maja S. K. Ratkje. Listrænn stjórnandi Nordic Affect frá upphafi er Halla Steinunn Stefánsdóttir. Hópurinn er styrktur af Tónlistarsjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborg.

www.nordicaffect.com

www.instagram.com/nordicaffect

www.facebook.com/nordicaffect