MYRKIR MÚSÍKDAGAR
29.–31. JANÚAR 2026 DRÖG AÐ DAGSKRÁ
(MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR)
//
Innsetningar, hljóðganga og ókeypis viðburðir í gangi alla hátíðina
Á meðan hátíðin stendur yfir gefst gestum tækifæri til að upplifa fjölbreytta viðburði þar sem hljóð, list og tækninýjungar mætast á ólíkan og skapandi hátt.
Í Hörpu sýna nemendur úr 10. bekk Hagaskóla tónlistartölvuleiki sem þeir hafa hannað undir handleiðslu listafólksins Steinunnar Eldflaugar og Gunnars Gunnsteinssonar, en í K2 í Hörpu verður útbúið sérstakt hlustunarherbergi þar sem flutt verður fjölbreytt raftónlist.
Í kringum Hallgrímskirkju býðst fólki að ganga eigin leið í gegnum hljóðheim listamannanna Julie Zhu og Victors Shepardson með hjálp QR kóða sem virkja samspil hljóða úr umhverfinu og lifandi tónlistar. Að auki verða settar upp tvær innsetningar á völdum stöðum í borginni: Hidden Trails eftir Lilju Maríu Ásmundsdóttur, og marglaga hljóðinnsetning Jespers Pedersen,þar sem áhorfendur taka virkan þátt í upplifuninni.
Allir viðburðirnir eru ókeypis og opnir daglega á meðan hátíðinni stendur.
//
Fimmtudagur 29. janúar
16:00-18:00 Vísa
Tónlist í formi tölvuleikjar
Aðgangur ókeypis
Tölvuleikjainnsetning nemenda í 9. og 10. bekk Hagaskóla þar sem gestum gefst kostur á að upplifa tónlist í formi tölvuleikjar. Verkefnið var unnið undir handleiðslu Gunnars Gunnsteinssonar og Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur.
18:00 Hörpuhorn
Opnun Myrkra músíkdaga
Aðgangur ókeypis
Ungmennakórinn Huldur flytur verk eftir meðlimi kórsins.
19:30 Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Báru Gísladóttur, James MacMillan, Kjartan Sveinsson og Snorra Sigfús Birgisson.
Hljómsveitarstjóri: Sir James MacMillan
Einleikari: Jón Arnar Einarsson
21:30-22:00 Almannarými Hörpu
Hljóðgjörningur
Aðgangur ókeypis
Haraldur Jónsson, myndlistarmaður, leiðir nemendur sviðslistadeildar LHÍ í hljóðgjörningi.
22:00 Harpa
Sóló-tríó
Áheyrendur og flytjendur deila sviðinu þar sem leikin verða þrjú nýleg einleiksverk í einstakri nánd á milli flytjenda og áheyrenda.
//
Föstudagur 30. janúar
12:00 Kaldalón
Tónsmíðadeild LHÍ
Málmblásarahópurinn Ensemble Apparat frá Berlín leikur ný verk eftir tónsmíðanemendur við Listaháskóla Íslands.
16:00-18:00 Vísa
Tónlist í formi tölvuleikjar
Aðgangur ókeypis
Tölvuleikjainnsetning nemenda í 9. og 10. bekk Hagaskóla þar sem gestum gefst kostur á að upplifa tónlist í formi tölvuleikjar. Verkefnið var unnið undir handleiðslu Gunnars Gunnsteinssonar og Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur.
17:00-18:00 Kaldalón
Magnús Jóhann
Magnús Jóhann Ragnarsson flytur ný verk fyrir Ondes Martenot eftir Tuma Árnason, Ingibjörgu Turchi og Báru Gísladóttur.
19:00-20:00 Norðurljós
Apparat
Málmblásarahópurinn Ensemble Apparat frá Berlín frumflytur nýtt verk Bergrúnu Snæbjörnsdóttur.
19:00- 21:00 Almannarými Hörpu
Þórhildur Magnúsdóttir
Aðgangur ókeypis
Þórhildur Magnúsdóttir flytur tónverk S. Gerup.
20:30 - 23:00 Kaldalón
Geimdýragarðurinn
Aðgangur ókeypis
Gestum gefst kostur á að spila og upplifa tónlistartölvuleik Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, Geimdýragarðinn, á stóra tjaldinu í Kaldalóni.
20:30-21:30 Norðurljós
Caput
Caput hópurinn flytur verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Veronique Vöku, Gísla Magnússon, Huga Guðmundsson, Masaya Ozaki og Ronju Jóhannsdóttur
Einleikarar eru Jónas Ásgeir Ásgeirsson og Gerður Gunnarsdóttir.
22:00 Norðurljós
Duplum Duo ásamt M. Alberto
Duplum Duo og M. Alberto flytja sönglagaflokkinn MIRA ZUMBI eftir M. Alberto fyrir rödd, víólu og rafhljóð.
//
Laugardagur 31. janúar
11:00-13:00 Silfurberg
Hljóðbað
Aðgangur ókeypis
Barnatónleikar fyrir yngstu börnin í samstarfi við barnadagskrá Hörpu.
13:00 Kaldalón
MÍT
Nemendur Menntaskóla í Tónlist flytja fjölbreytta dagskrá af nýrri tónlist.
15:00 Norðurljós
Strokkvartettinn Siggi
Strokkvartettinn Siggi frumflytur verk eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Pétur Eggertsson.
16:00 Kaldalón
Quantongue Lessons
Ragnar Árni Ólafsson og Luke Deane flytja eigið verk sem dansar á mörkum tónlistar, hlaðvarps og hversdagsins.
16:00-18:00 Vísa
Tónlist í formi tölvuleikjar
Aðgangur ókeypis
Tölvuleikjainnsetning nemenda í 9. og 10. bekk Hagaskóla þar sem gestum gefst kostur á að upplifa tónlist í formi tölvuleikjar. Verkefnið var unnið undir handleiðslu Gunnars Gunnsteinssonar og Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur.
17:00 Norðurljós
Píanókvartettinn Negla
Nýir píanókvartettar eftir þau Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, Arngerði Maríu Árnadóttur og Huga Guðmundsson í flutningi píanókvartettsins Neglu.
19:00 Norðurljós
Steinalda og Stelkur
Tónlistarhóparnir Steinalda og Stelkur deila sviðsljósinu þar sem heyra má frumflutning Steinöldu á nýju verki eftir Guðmund Stein Gunnarsson og flutning Stelks á nýlegum verkum eftir Charles Ross og fleiri.
21:00 Norðurljós
Kammersveit Reykjavíkur
Kammersveit Reykjavíkur býður gestum upp á fjölbreytta dagskrá nýlegra verka eftir hérlenda höfunda.
//
Sunnudagur 1. febrúar
16:00 - 16:45 Hallgrímskirkja
Tónskáldaspjall
Rætt við Hildigunni Rúnarsdóttur um verk hennar og feril.
17:00 Hallgrímskirkja
Cantoque Ensemble
Kammerkórinn Cantoque Ensemble flytur verk Hildigunnar Rúnarsdóttur.