BUY TICKETS
Dark Music Days

INNSÝN

Aulos Flute Ensemble

Norræna húsið

5. mars

Kl. 17:00

 Aulos Flute Ensemble flytur nýja og spennandi tónlist eftir norræn og japönsk kventónskáld sem hluti af verkefninu Innsýn / Insight.

Efnisskrá tónleikanna

  • This is not a political piece eftir Birgit Djupedal (Frumflutningur)

  • Dispersal for contrabass flute and loopstation eftir Hafdísi Bjarnadóttur

    • Pamela De Sensi, flauta

  • Triplet I eftir Tomoko Fukui (Frumflutningur)

  • Corridors of light II eftir Mari Takano (Frumflutningur)

  • Trio eftir Agnes Ida Pettersen (Frumflutningur)

  • There Are Forests eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur (Frumflutningur)

Um flytjendur

Pamela De Sensi tók einleikarapróf á flautu og lauk "Perfection Flutistic" frá "Accademia di Musica Fiesole" í Florens árið 2000 og útskrifaðist frá "S. Cecilia" í Róm árið 2002 með meistaragráðu með hæstu einkunn í kammertónlist. Einnig hefur hún sótt tíma hjá heimskunnum flautuleikurum s.s. C.Klemm, M.Ziegler, F.Reengli, T.Wye, M.Larrieu og J.Galway. Pamela hefur komið fram á tónleikum víðs vegar bæði sem einleikari sem og í kammertónlist og má þar nefna Frakklandi, Spáni, Englandi, Kasakstan, Mexíkó, Íslandi, Færeyjum, Finnlandi, Kína, Japan, í Bandaríkjunum og víðsvegar á Ítalíu, ásamt því að koma reglulega fram hér á Íslandi, m.a. á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Tibra í Salnum,Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics,15:15 tónleikaröðinni og Listahátið. Árið 2009 var henni boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York og International Flute Festival Flautissimo í Róm árið 2010-15 og International Low Flute Festival í Washington 2018 og 19.

Þó svo að Aulos Flute Ensemble (Aulos) hafi ekki verið stofnað formlega fyrr en árið 2019 hafa þær Pamela De Sensi, Petrea Óskarsdóttir og Karen Karólínudóttir leikið saman um árabil og komið fram m.a. á Myrkum músíkdögum og Listahátíð í Reykjavík, en einnig í Bandaríkjunum og Róm. Aulos var stofnað með það að markmiði að stuðla að nýsköpun í tónlist fyrir djúpar flautur, þ.e. altflautu, bassaflautu og kontrabassaflautu, en auk þess að kafa alhliða ofan í flautubókmenntirnar. Aulos hefur nú þegar frumflutt ný verk íslenskra og erlendra tónskálda sem hafa skrifað sérstaklega fyrir Aulos og tileinkað þeim verkin. Á árinu 2020 kom Aulos Flute Ensemble fram á Sumartónleikum í Skálholti og voru tónleikarnir hljóðritaðir af Ríkisútvarpinu. Aulos hefur undanfarið komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikaröðum á Íslandi eins og 15:15 tónleikaröðinni, WindWorks, tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar, Sumartónleikum á Hólum og Sumartónleikum í Saurbæjarkirkju. Haustið 2021 frumflutti Aulos ný tónverk á þrennum tónleikum í Færeyjum m.a. í Norrænahúsinu, auk þess að koma fram í færeyska sjónvarpinu og útvarpinu. Framundan á árinu 2022 eru tónleikaferðir til New York og Japan þar sem Aulos hefur verið boðið að flytja nýja íslenska tónlist.

INSIGHT

Aulos Flute Ensemble

Nordic House

March 5th

5:00 PM

Aulos Flute Ensemble will perform exciting new music by Nordic and Japanese female composers as a part of the project Innsýn / Insight.

The project revolves around the vision and voice of female composers from the past, through the present to the future. A world premiere of pieces by the Japanese composers Mari Takano and Tomoko Fukui accompany other premiere performances of works by Agnes Ida Pettersen, Birgit Djupedal and Ragnheiður Erla Björnsdóttir. The pieces are played on flutes from the whole flute family, from piccolo to the contrabass flute. A Nordic and Japanese kinship in perfect female harmony.

The programme

  • This is not a political piece by Birgit Djupedal (World premiére)

  • Dispersal for contrabass flute and loop station by Hafdís Bjarnadóttir, Pamela De Sensi, flute

  • Triplet I by Tomoko Fukui (World premiére)

  • Corridors of light II by Mari Takano (World premiere)

  • Trio by Agnes Ida Pettersen (World premiére)

  • There Are Forests by Ragnheiður Erla Björnsdóttir (World premiére)

The Performers

Pamela De Sensi, is an italian-icelandic flutist. She has been very active in Icelandic music life, both as a performer and as organizer of musical activities. She has performed as a soloist, chamber musician and orchestral player at major halls and festivals throughout Italy and Iceland, as well as in numerous European countries, Mexico, America, China, Japan and Scandinavia. An advocate for new music for flute and low flutes, Pamela has premiered many new works written especially for her, introducing new Iceland music in Japan, Europe and the USA. Pamela is the first prize winner of various competitions, has toured extensively as a soloist in America, Mexico, Europe, Japan and Iceland, and has frequently appeared on radio and television. In addition to her musical activities as a performer, Pamela has held flute and chamber music master classes in America, Mexico and regularly in Italy at Umbria Classica.