Lóðrétt hljómekra / Vertical Resonance Fields - Jesper Pedersen
Jan
25
to Feb 1

Lóðrétt hljómekra / Vertical Resonance Fields - Jesper Pedersen

  • Borgarbókasafn Reykjavíkur - Grófinni (map)
  • Google Calendar ICS

Lóðrétt hljómekra er fjölrása hljóðinnsetning fyrir hátalara og söngskálar sem staðsett er í stigagangi Grófarhúss. Hljóðinnsetningin teygir sig yfir allan stigaganginn og myndar hljóðrænar tengingar á milli hæða hússins. Hlustendur fá tækifæri á að upplifa rýmið á nýjan hátt, í formi lóðréttrar hljómekru, sem býður gestum sínum til einstakrar nærveru og djúprar hlustunar.

Verkefnið var styrkt af KODA Kultur og OpenDays-hátíðinni.

//

Vertical Resonance Fields is a multi-channel sound installation for loudspeakers and singing bowls, conceived specifically for stairwells. The sound of the singing bowls activates the space and guides the sound up and down between the floors, allowing the listener to experience the architecture in a new way. The work invites deep listening and presence.

The piece was supported by KODA Kultur and the OpenDays Festival.

View Event →
Hidden Trails - Lilja María Ásmundsdóttir
Jan
25
to Feb 1

Hidden Trails - Lilja María Ásmundsdóttir

  • Borgarbókasafn Reykjavíkur - Grófinni (map)
  • Google Calendar ICS

Innsetning Lilju Maríu Ásmundsdóttur, Hidden Trails (ísl. Huldar slóðir), samanstendur af lágstemmdri hljóðmynd og mörgum ólíkum áþreifanlegum skúlptúrum sem framkalla hljóð við snertingu og meðhöndlun. Bæði hljóð- og hugmyndaheimur innsetningarinnar sækir innblástur til bókasafna og þætti þeirra í hversdeginum. Þar sem bókasöfn eru íverustaðir sem bjóða upp á að rannsaka, uppgötva og verja tíma innan um og með bókum, í smágerðum og fínlegum hljóðheimi bókasafnanna.

Gestir eru hvattir til þess að nálgast innsetninguna á sama hátt, út frá forvitni og könnun þar sem þeir geta tekið þátt og rannsakað hljóðheim sýningarinnar með því að leika á skúlptúrana.

Verkið var pantað af hátíðinni Donaueschinger Musiktage og var upprunalega sett upp í Galerie im Turm áDonaueschinger Musiktage 2024.

//

Lilja María Ásmundsdóttir's installation, Hidden Trails (Icelandic: Huldar slóðir), consists of a subtle soundscape and many different tactile sculptures that produce sounds when touched and handled. Both the sonic and conceptual world of the installation draws inspiration from libraries and their role in everyday life. Libraries are places of dwelling that offer the opportunity to explore, discover, and spend time among and with books, in the miniature and delicate sound world of libraries.

Visitors are encouraged to approach the installation in the same way, from curiosity and exploration where they can participate and investigate the sound world of the exhibition by playing these particular sculptures that can be found throughout the exhibition space.

The work was commissioned by Donaueschinger Musiktake and originally set up at Galerie im Turm at Donaueschinger Musiktage 2024.

View Event →
Ævintýri Bobba & Engin engin – Nemendur Hagaskóla
Jan
29
to Jan 31

Ævintýri Bobba & Engin engin – Nemendur Hagaskóla

Frá síðastliðnu hausti hefur hópur nemenda við Hagaskóla, undir handleiðslu Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Gunnars Gunnsteinssonar, tónskálds, kafað ofan í tölvuleikjagerð út frá sjónarhorni tónlistarsköpunar. Útkoman eru tveir nýir tölvuleikir, Ævintýri Bobba og Engin engin, sem nemendur bjuggu til í sameiningu og hverfist um tónlistarlega upplifun í sýndarrými tölvuleiksins. Spilarar í leikjunum eru þar virkir þátttakendur í upplifun tónlistarinnar og myndheimi þeirra. Við sköpun leikjanna hafa nemendur tekist á við forvitnilegar og áhugaverðar spurningar um sameiginleg frásagnarform tónlistar og tölvuleikja, samband hljóð- og myndheims sem og samband spilarans við tónlistina sjálfa.

Leikirnir tveir verða til sýnis í Stemmu í Hörpu þar sem gestir fá tækifæri til þess að spila og upplifa leikina. Á opnunardegi verða höfundar leikjanna til staðar og segja frá sköpun og tilurð þeirra.
//
Since last autumn, students in 8th–9th grade at Hagaskóli, under the guidance of Steinunn Eldflaug Harðardóttir, composer and video game designer, and Gunnar Gunnsteinsson, composer, have been exploring video game creation from a musical perspective.
Together, the students have created two new video games centered on a musical experience, where players encounter music through the game’s virtual environment. In developing the games, the students have engaged with intriguing questions about the shared narrative forms of music and video games, the relationship between sound and visual worlds, and the connection between the player and the music itself — with the audience becoming active participants who largely control their own experience.

The games will be on display in Stemma at Harpa, where visitors can play it. The game’s creators will also be present during the opening day to discuss its creation and development.

View Event →
SETNING MYRKRA MÚSÍKDAGA 2026 // Opening of Dark Music Days 2026
Jan
29
6:00 PM18:00

SETNING MYRKRA MÚSÍKDAGA 2026 // Opening of Dark Music Days 2026

Setning Myrkra músíkdaga 2026 fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu. Við setningu hátíðarinnar flytur Kammerkórinn Huldur fjölbreytta efnisskrá eftir meðlimi kórsins, en kórinn, sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 18-26 ára, hefur að marki að virkja eigin meðlimi til tónsmíða.
//
The opening event of Dark Music Days 2026 will take place in Hörpuhorn, opposite Eldborg Hall on the 2nd floor of Harpa. At the festival’s opening, the chamber choir Huldur will perform a diverse program featuring works by members of the choir. The choir, which consists of young people aged 18–26, aims to encourage its own members to compose music.

View Event →
MACMILLAN Á MYRKUM – SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS // MacMillan at Dark Music Days –Iceland Symphony Orchestra
Jan
29
7:30 PM19:30

MACMILLAN Á MYRKUM – SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS // MacMillan at Dark Music Days –Iceland Symphony Orchestra

Eldborg, Harpa

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum er einn af fastapunktum í starfsári hljómsveitarinnar og jafnframt mikið tilhlökkunarefni fyrir unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á hátíðinni í ár leikur sveitin fjölbreytta efnisskrá nýrra og nýlegra verka höfunda af ólíkum kynslóðum og úr ólíkum áttum tónlistarlífsins. Það er skoska tónskáldið Sir James MacMillan sem stjórnar sveitinni á tónleikum sveitarinnar í ár og stýrir þar flutningi á eigin básúnukonsert (2017) í túlkun sveitarinnar og Jóns Arnars Einarssonar, básúnuleikara og leiðara básúnudeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Frumflytur sveitin tvö ný tónverk tónskáldanna Báru Gísladóttur og Kjartan Sveinsson, ásamt því að leika Hljómsveitarkonsert nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson.

//

The Iceland Symphony Orchestra's Dark Music Days concert is one of the focal points of the orchestra's operating year and also a source of great anticipation for lovers of Icelandic and international contemporary music. At this year's festival, the band will play a diverse repertoire of new and recent works by authors of different generations and from different walks of life. Scottish composer Sir James MacMillan conducts the orchestra's concerts this year, conducting his own trombone concerto interpreted by the orchestra and Jón Arnar Einarsson, trombonist and leader of the Iceland Symphony Orchestra's trombone section. The orchestra will premiere two new compositions by composers Bára Gísladóttir and Kjartan Sveinsson, as well as playing Snorri Sigfús Birgisson's Orchestral Concerto No. 2.

View Event →
HLAÐ // CAST Haraldur Jónsson
Jan
29
9:30 PM21:30

HLAÐ // CAST Haraldur Jónsson

Í verkum Haraldar fléttast ólíkar efniskenndir, tungumál og hljóðmyndir saman á margslunginn hátt og birtast áhorfendum sem rýmisverk, hljóðinnsetningar og gjörningar. Þau taka mið af aðstæðum hverju sinni og leitast við að vekja staðaranda með fjölbreyttum inngripum og aðferðum. Verk hans eiga sér stað á stefnumóti ólíkra miðla og bjóða gjarnan upp á virka þátttöku sýningargesta í síbreytilegri merkingarsköpun.


Á Myrkum músíkdögum í ár frumflytur Haraldur Jónsson í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands verkið Hlað í almannarými Hörpu.

//

In Haraldur’s works, different materials, languages, and soundscapes are intricately interwoven, appearing to audiences as spatial installations, sound works, and performances. His pieces respond to their surroundings and seek to evoke a sense of place through diverse interventions and methods. They exist at the crossroads of various media and often invite active participation from visitors, who contribute to an ever-shifting creation of meaning.

At Dark Music Days this year, Haraldur Jónsson, in collaboration with students from the Department of Performing Arts at the Iceland University of the Arts, will premiere the work Cast in the public spaces of Harpa.

View Event →
SÓLÓ - Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir
Jan
29
10:30 PM22:30

SÓLÓ - Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

Áheyrendum er boðið til sætis á Eldborgarsviði Hörpu og deila þar sviðinu með þremur framúrskarandi einleikurum sem flytja verk höfunda sem þau bindast nánum böndum. Söngkonan Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir flytur verk Finns Karlssonar, Ingólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari flytur einleiksverk Hauks Þórs Harðarsonar og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari, flytur tvö einleiksverka móður sinnar Karólínu Eiríksdóttur.

//
In this concert, the audience may share the stage of the Eldborg concert hall with three outstanding soloists. There they will perform works by composers they have worked closely with. The singer Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir will perform a work by Finnur Karlsson; Ingólfur Vilhjálmsson on clarinet will perform a solo piece by Haukur Þór Harðarson and Tinna Þórsteinsdóttir will perform two solo piano pieces by her mother Karólina Eiríksdóttir. 

View Event →
APPARAT og Listaháskóli Íslands / APPARAT & Iceland University of the Arts
Jan
30
12:15 PM12:15

APPARAT og Listaháskóli Íslands / APPARAT & Iceland University of the Arts

Í tengslum við tónleika þýska málmblásarahópsins APPARAT á Myrkum músíkdögum í ár hefur hópurinn haldið vinnusmiðjur við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Þar hafa tónsmíðanemendur fengið að starfa með hópnum að mótun nýrra verka sem nemendur hafa samið fyrir hópinn undir leiðsögn Matthiasar Engler, slagverksleikara. Á tónleikunum fá að hljóma ný verk nemenda í hljóðfæratónsmíðum.

//

As part of this year’s Dark Music Days festival, the German brass ensemble APPARAT has been collaborating with composition students from the Iceland University of the Arts in a series of creative workshops. Under the guidance of percussionist Matthias Engler, the students have developed new works written especially for the ensemble.

This concert presents the premiere performances of these fresh and inventive compositions, showcasing the next generation of Icelandic composers and their dialogue with one of Europe’s most adventurous brass groups.

View Event →
Ondes Martenot - Magnús Jóhann Ragnarsson
Jan
30
5:00 PM17:00

Ondes Martenot - Magnús Jóhann Ragnarsson

Flytjandinn, upptökustjórinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson hefur síðustu misseri tekið ástfóstri við einu elsta rafhljóðfæri tónlistarsögunnar, Ondes Martenot, hannað af franska tónlistarfræðingnum Maurice Martenot árið 1928. Á tónleikum sínum frumflytur Magnús Jóhann ný verk eftir tónskáldin Ingibjörgu Elsu Turchi og Tuma Árnasonar, ásamt því að þau Magnús Jóhann og Bára Gísladóttir, tónskáld og kontrabassaleikari, flytja verk af væntanlegri plötu þeirra beggja sem inniheldur spunaverk fyrir Ondes Martenot og kontrabassa.
//

The performer, record producer and composer Magnús Jóhann Ragnarsson has in recent years fallen in love with one of the oldest electronic instruments in music history, the Ondes Martenot, designed by the French musicologist Maurice Martenot in 1928. At this concert, Magnús Jóhann will premiere new works by composers Ingibjörg Elsa Turchi and Tumi Árnason. Magnús Jóhann and composer and double bassist Bára Gísladóttir will also perform works from their upcoming album, featuring improvisations for Ondes Martenot and double bass.

View Event →
How to Ruin someone's Career as a Violist - S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir
Jan
30
6:15 PM18:15

How to Ruin someone's Career as a Violist - S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir

Verkið How to Ruin Someone’s Career as a Violist (ísl. Hvernig skal skemma feril víóluleikara) eftir danska tónskáldið S. Gerup er afrakstur samstarfs þeirra S. Gerup og Þórhildar Magnúsdóttur, víóluleikara. 

Um verkið segir S. Gerup: „Sem tónskáld hef ég lagt upp með að vinna með þjáningu sem getur almennt verið lama­ndi fyrir hvern sem er — svo sem sambandsslit, fósturlát og alvarleg veikindi. How to Ruin Someone’s Career as a Violist hverfist um ólíkar birtingarmyndir innri sársauka og viljum viðvarpa ljósi á hversu lamandi áhrif innri sársauka getur haft á getu okkar til framkvæmdar.
Innblástur verksins er fenginn úr orðum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt: „til að vera til þarf að fela suma veruleika, á meðan aðra veruleika, þvert á móti, verður að opinbera.“

Verkið var pantað af Myrkum músíkdögum og Klang Festival í Danmörku og er hluti af samstarfsverkefni á milli Norðurlandanna og Skotlands, Northern Connection.
//

How to Ruin Someone’s Career as a Violist by Danish composer S. Gerup is the result of a collaboration between S. Gerup and violist Þórhildur Magnúsdóttir.

S. Gerup writes: “As a composer, I have set out to work with suffering that can generally be disabling for anyone — such as break up, miscarriage, and severe illness. In How to Ruin Someone's Career as a Violist we want to expose the lack of ability to perform, that these conditions bring, through a classically trained violist. The work revolves around those various forms of internalized pain. It’s inspiration comes from the German philosopher Hannah Arendt who writes that “in order to exist, some realities must be kept hidden, while others, on the contrary, must be made public.”

The work was commissioned by Dark Music Days and Klang Festival in Denmark and is part of the Nordic–Scottish collaborative project Northern Connection.

View Event →
Intraloper - Apparat & Bergrún Snæbjörnsdóttir
Jan
30
7:00 PM19:00

Intraloper - Apparat & Bergrún Snæbjörnsdóttir

Þýski málmblásarakvartettinn APPARAT frumflytur nýtt verk Bergrúnar Snæbjörnsdóttur, Intraloper. Verkið er afrakstur samstarfs Bergrúnar og hópsins og samið sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. 
//
The German brass quartet APPARAT will premiere a new workby Bergrún Snæbjörnsdóttir, Intraloper –the result of a collaboration between the composer and the ensemble, written especially for the occasion of the festival.

View Event →
GeimDýragarðurinn - Steinunn Eldflaug Harðardóttir og Jon Arthur Marrable
Jan
30
8:00 PM20:00

GeimDýragarðurinn - Steinunn Eldflaug Harðardóttir og Jon Arthur Marrable

GeimDýragarðurinn er tölvuleikur þeirra Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Jon Arthur Marrable, tölvuleikjahönnuðar og byggir á hljóð- og myndheimi Steinunnar sem mætti lýsa sem litríkum og fullum af gáska og leikgleði. Iðkendur leiksins ferðast þar um GeimDýragarðinn og safna hljóðbútum úr lögum Steinunnar sem finna má vítt og breitt um heim leiksins. Útgáfa leiksins ber vott um nýstárlega leið tónlistarútgáfu í samtímanum, jafnframt því að vera fullkominn samruni þess mynd- og tónheims og leikgleði sem einkennir list Steinunnar.

Gestum Myrkra músíkdaga býðst að spila leik Steinunnar og Jon Arthur á stórum skjá í Kaldalóni, Hörpu.

//

SpaceSafari is a computer game, developed by composer and developer Steinunn Eldflaug Harðardóttir and developer Jon Arthur Marrable. The game is founded on Steinunn Eldflaug’s, colorful, fun and playful audio and visual world. Players of the game travel through the Space Zoo and collect audio clips from Steinunn's songs that can be found far and wide throughout the game's world. The game's release is a testament to the innovative way of music publishing in the contemporary era, while also being a perfect fusion of the visual and musical world and the joy of play that characterizes Steinunn's art.

Dark Music Days’ guests have the unique opportunity to play the game on a big screen in Harpa’s Kaldalón Hall.

View Event →
Eyland  |  Iland Caput Ensemble
Jan
30
8:30 PM20:30

Eyland | Iland Caput Ensemble

Tónleikar Caput hópsins á Myrkum músíkdögum er einn af árlegum fastapunktum hátíðarinnar og býður hópurinn að þessu sinni upp á fimm spennandi verk, þar af tvo konserta þar sem þau Gerður Gunnarsdóttir og Jónas Ásgeir Ásgeirsson eru í einleikshlutverki. Jafnframt verða flutt nýleg kammerverk eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Gísla Magnússon, ásamt frumflutningi á nýju verki eftir tónskáldatvíeykið「ronju」& Masaya Ozaki.

//

The Caput Ensemble's annual concert at Dark Music Days is a festival highlight, and this year they present five exciting works. The program includes chamber pieces by Gunnar Andreas Kristinsson, Gísi Magnússon, a premiere of a work by「ronja」& Masaya Ozaki, as well as two solo concertos by Hugi Guðmundsson and Veronique Vaka.

 

View Event →
MIRA ZUMBI Dúplum dúó x M Alberto
Jan
30
10:00 PM22:00

MIRA ZUMBI Dúplum dúó x M Alberto

Í sönglagaflokki sínum sækir M. Alberto innblástur víða að og má þar finna fjölbreyttar tilvísanir í ólíkar áttir, allt frá andlegri naumhyggju (e. spiritual minimalism), afró-karabískri helgitónlist til íslenskra þjóðlaga. Verkinu er ætlað að draga fram dulda og forboðna þræði sem finna má sameiginlega í trúar- og helgilífi samfélaga eyja Karíbahafsins og Íslands. Í flutningi verksins skapast nokkurs konar helgirými sem nýtist til ígrundunar á þessum tengingum á milli þessara menningarsvæða. Til hugleiðingar um áhrif evrópskrar nýlendustefnu á menningar- og trúarlíf þessara svæða en í senn er verkið nokkurs konar lofgjörð um seiglu þessara samfélaga, minningar þeirra og því að upphefja hið helga í daglegu lífi.
//
MIRA ZUMBI by M.Alberto reimagines the traditional song cycle through spoken word, song, and live electronics. Drawing on spiritual minimalism, Afro-Caribbean ritual music, and folk traditions, the work uncovers hidden and often forbidden stories linking Caribbean and Icelandic spiritual heritage. Through field research and sound exploration, Dúplum Duo creates a ritual space for reconnection—reflecting on the impact of European colonialism while celebrating resilience, memory, and the sacred within everyday life.

View Event →
MÍT á Myrkum Menntaskóli í Tónlist / Reykjavík College of Music
Jan
31
1:00 PM13:00

MÍT á Myrkum Menntaskóli í Tónlist / Reykjavík College of Music

Samstarf Menntaskóla í Tónlist og Myrkra Músíkdaga er ætlað að veita nemendum skólans tækifæri á að kafa ofan í fjölbreyttan heim samtímatónlistarinnar. Sér í lagi tónlist starfandi tónskálda í samtímanum og fá þar liðsauka frá höfundunum sjálfum við að kanna þær ólíku birtingarmyndir sem tónlist tekur sér í samtímanum. 
//
The collaboration between the College of Music and Dark Music Days is intended to give the school’s students the opportunity to explore the varied world of contemporary music. Furthermore they get  into the music of contemporary composers and receive support from the composers themselves in exploring the diverse forms that music takes in the present day.

View Event →
Samleið / Strokkvartettinn Siggi
Jan
31
3:00 PM15:00

Samleið / Strokkvartettinn Siggi

Allt frá stofnun hópsins árið 2012 hefur Strokkvartettinn Siggi lagt ríka áherslu á náið samstarf við tónskáld og listafólk við sköpun nýrra verka og hefur kvartettinn frumflutt fjölda nýrra verka sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn. 

Á tónleikum Strokkvartettsins Sigga á Myrkum músíkdögum frumflytur hópurinn tvö ný verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn að þessu tilefni. Verk Arngerðar Maríu Árnadóttur, Strengjakvartett nr. 2, er verk í tveimur þáttum sem bera nöfnin Undir kvöldhimni og Síðasti litur sumarsins. Í nýju verki Péturs Eggertssonar, Samleið, stíga flytjendur inn í leikjaheim Péturs þar sem leikreglur stýra útkomu verksins. Ákvarðanatökur flytjenda í augnabliki flutningsins hafa þar áhrif á útkomu verksins og getur meðal annars leitt til þess að verkið sjálft reynist sigurvegari síns eigins leiks.

//

Siggi String Quartet was founded in 2012 and has, since then, placed great emphasis on collaborating closely with composers and artists in the creation of new works, resulting in numerous premieres of works composed specifically for the group. For this year’s Dark Music Days, Siggi String Quartet premieres two new works, composed specifically for the group for this occasion. Arngerður María Árnadóttir's String Quartet No. 2 features two distinct movements with evocative titles. The first movement is called Under the Evening Sky, and the second is named The Last Color of Summer, suggesting a poetic and atmospheric approach to the composition. In Pétur Eggertsson's innovative work Samleið, performers enter a game-like world where the rules dynamically shape the outcome. The performers’ spontaneous decisions can transform the work, potentially allowing the piece itself to become the victor of its own intricate musical game.

View Event →
Skýin eru skuggar /  Píanókvartettinn Negla
Jan
31
5:00 PM17:00

Skýin eru skuggar /  Píanókvartettinn Negla

Píanókvartettinn Negla flytur þrjá nýja píanókvartetta eftir tónskáldin Arngerði Maríu Árnadóttur, Huga Guðmundsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Efnisskráin endurspeglar fjölbreyttan blæ- og áferðaríkan hljóðheim píanókvartettsformsins. Í verkunum hafa tónskáldin sótt innblástur víða að, þar á meðal í íslenskan þjóðlagaarf og úr þeim skapað ólíka hljóðheima, þar sem oft á tíðum leynast djúpar tilfinningar undir friðsælu yfirborði tónlistarinnar.

//

The piano quartet Negla performs three new piano quartets by composers Arngerður María Árnadóttir, Hugi Guðmundsson and Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. The repertoire reflects the diverse, nuanced and textured soundscape of the piano quartet form. In their works, the composers have drawn inspiration from many places, including Icelandic folk music, and from them they have created different soundscapes, where deep emotions often lurk beneath the peaceful surface of the music.

View Event →
Quantongue Lessons /  Luke Deane & Ragnar Árni Ólafsson
Jan
31
6:00 PM18:00

Quantongue Lessons /  Luke Deane & Ragnar Árni Ólafsson

Quantongue Lessons eftir Ragnar Árna Ólafsson og Luke Deane er eins konar þáttaröð sem tekur á sig ólík form eftir tilefnum og getur þar tekið á sig form vídeólistar jafnt sem lifandi flutnings. Fyrsti þáttur raðarinnar var frumsýndur á Myrkum músíkdögum 2025 í formi stuttmyndar, en að þessu sinni tekur Quantongue Lessons á sig form lifandi flutnings með nærveru Ragnars og Luke.

Í þáttum Quantongue Lessons spinnur Ragnar á gítarinn, með röddinni og hvers kyns hlutum eða myndefni og Luke syngur fallega og stundum á vísvitandi ljótan hátt. Þeir tala líka hreinskilnislega saman um það sem þeim dettur í hug og stundum er þetta skrítið og afhjúpandi.

Quantongue Lessons vekur okkur, á óvæntan hátt, til umfjöllunar um hina sameiginlegu nútíð sem flytjendur og áhorfendur deila sín á milli. Því hefur verið lýst sem „hreinu brjálæði“, „næsta stigi“ og „spennandi blöndu af algjöru frelsi og nákvæmni“.
//
Ragnar Árni Ólafsson and Luke Deane have created odd and surprising compositions together consistently over the past decade, beginning with seminal work In Hail (2016) which explored notions of reversed-time both musically, audibly and on-stage, and Ænd (2020), a composition which took place across a 30 year extended present, and therefore was both an initial research, and something that was already finished. Their joint fascination with time, relativity and what constitutes the "present moment" has led them to create a unique part-improvised TV Show. Ragnar improvises using his guitar, voice and any objects or subjects in the room, and Luke sings beautifully and sometimes in a suddenly deliberately ugly way. They also talk candidly to each other about whatever comes up at the front of their minds, and sometimes this is strange and revealing. This work wakes us up, in an unexpected way, and shows us unique impressions of our shared present as performers and viewers. It's been described as "pure insanity", "next-level" and "a thrilling combination of total freedom and meticulous precision".

The project is a kind of series consisting of different improvised elements, video art, dialogues and more. The first episode of the series premiered at Dark Music Days in 2025.

View Event →
Edgelands / Steinalda & Stelkur
Jan
31
7:00 PM19:00

Edgelands / Steinalda & Stelkur

Millirými er rýmið milli manns og náttúru, þar sem byggt land og umhverfi mætast. Á byggðarmörkum má gjarnan finna nýbyggingar og hálfkláraða grunna, en jafnframt stundum hús í niðurníðslu og yfirgefin iðnaðarrými.

Tónlistarhóparnir Stelkur og Steinalda eiga það sameiginlegt að vera tónskáldaleiddir flytjendahópar sem sérhæfa sig í flutningi tónlistar forsprakka hópanna. Guðmundur Steinn Gunnarsson leiðir hópinn Steinöldu sem mun koma til með að flytja verk hans Hugleiðingar um nýtingu afganga sem er hljómhviða tengd Esso bensín- og smurstöðinni sem var eitt sinn á Hörpureitnum. Charles Ross leiðir tónlistarhópinn Stelk sem mun flytja 2 ný verk eftir hann, New Forest og Ditch Grmphn. Að endingu munu sveitirnar leiða saman hesta sína og flytja verk þar sem Charles Ross hefur samið tónlist ofan á einn kafla úr Landvættunum fjórum eftir Guðmund Stein.
//

Edgelands is the space between the man made and its environment. It is where you find half built houses, abandoned houses and ditches that might one day become something.

The music groups Stelkur and Steinalda are both composer-led groups of performers who specialize in performing the music of the group's leaders. Guðmundur Steinn Gunnarsson leads the group Steinalda which will perform his work, Contemplations on the utilization of leftovers, which is a memorial of sorts for a gas station that used to be right around where Harpa is. Charles Ross leads the ensemble Stelkur and they will premiere two new pieces his, namely New Forest og Ditch Grmphn. Also he has written music on top of a movement from Guðmundur Steinn's Landvættirnar fjórar and in this both ensembles and both composers will join forces.

View Event →
Himdalen - Knut Olaf Sunde
Jan
31
8:00 PM20:00

Himdalen - Knut Olaf Sunde

Kvikmynd Knut Olaf Sunde, Himdalen, er um klukkustundarlöng skrásetning á 13 tíma tónlistargjörningi sem Knut Olaf stóð fyrir Himdalen í Suðaustur-Noregi í nóvember 2018.

//

Knut Olaf Sunde's film, Himdalen, is an hour-long documentary of a 13-hour musical performance that Knut Olaf staged at Himdalen in southeastern Norway in November 2018.

View Event →
Kammersveitin á Myrkum / Reykjavík Chamber Orchestra at DMD
Jan
31
9:00 PM21:00

Kammersveitin á Myrkum / Reykjavík Chamber Orchestra at DMD

Kammersveit Reykjavíkur frumflytur tvö verk eftir Hauk Þór Harðarson og Tryggvar M. Baldvinsson ásamt verki eftir Þuríði Jónsdóttur. Einsöngvari er Herdís Anna Jónasdóttir og stjórnandi er Hjörtur Páll Eggertsson.

//
Reykjavík Chamber Orchestra premieres two new works by Haukur Þór Harðarson and Tryggvi M. Baldvinsson along with a chamber work by Þuríður Jónsdóttir. Soloist is soprano Herdís Anna Jónasdóttir, and Hjörtur Páll Eggertsson conducts.

View Event →
Hljóðbað / Sound Bath
Feb
1
12:00 PM12:00

Hljóðbað / Sound Bath

Fjölskyldudagskrá Hörpu býður, í samvinnu við Myrka músíkdaga, upp á opna tónlistarsmiðju fyrir börn og fjölskyldur í Hörpuhorni. Þar gefst tækifæri til að baða sig í tónlist, leika sér með hljóð og tóna og finna hvernig ólíkir tónar og tíðnir geta haft áhrif á líkamann. 
Hægt er að koma og fara að eigin vild. Viðburðurinn krefst ekki séstakrar tungumálaþekkingar, en hægt verður að spyrja spurninga á íslensku og ensku.

//

In collaboration with Dark Music Days, Harpa invites you to an open music workshop for children and families. This is a unique opportunity to bathe in sound – experience through play with sounds and tones how different tones and frequencies can affect the body.

You can come and go as you please during the workshop. The event does not require special language knowledge, but questions can be asked in Icelandic and English.

View Event →
Tónskáldaspjall - Hildigunnur Rúnarsdóttir
Feb
1
4:00 PM16:00

Tónskáldaspjall - Hildigunnur Rúnarsdóttir

Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2026 eru helgaðir kórtónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur. Á undan tónleikunum ræðir tónskáldið um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum. 

//
Cantoque Ensemble’s concert at Dark Music Days 2026 is dedicated to the choral works by Hildigunnur Rúnarsdóttir. Prior to the performance, the composer gives insight into her career and the creation of the works featured in the concert.

View Event →
Cantoque syngur Hildigunni / Cantoque Ensemble & Hildigunnur Rúnarsdóttir
Feb
1
5:00 PM17:00

Cantoque syngur Hildigunni / Cantoque Ensemble & Hildigunnur Rúnarsdóttir

Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2026 eru helgaðir kórtónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur. Á undan tónleikunum ræðir Hildigunnur um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum. Tónskáldaspjallið hefst kl. 16. Báðir viðburðir eru haldnir í samstarfi við Hallgrímskirkju.

//

Cantoque Ensemble’s concert at the 2025 Dark Music Days festival is dedicated to the choral music of Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ahead of the performance, Hildigunnur will discuss the works featured in the program and her career in general. Both events are held in collaboration with Hallgrímskirkja.

View Event →

KAMMERSVEITIN Á MYRKUM / Kammersveit Reykjavíkur - Reykjavík Chamber Orchestra
Jan
26
9:00 PM21:00

KAMMERSVEITIN Á MYRKUM / Kammersveit Reykjavíkur - Reykjavík Chamber Orchestra

Kammersveit Reykjavíkur fagnar sínu fimmtugasta starfsári í ár. Sveitin hefur allt frá stofnun sinnt fjölbreyttu starfi og flutt í bland tónlist sem spannar 400 ár, allt frá tónlist barokktímans til samtímans þar sem sveitin hefur frumflutt fjölda lykilverka hér á landi og mörg þeirra á Myrkum músíkdögum. Á Myrkum músíkdögum í ár fagnar hópurinn áfanganum með óvæntu endurliti þar sem flutt verður eldri verk Þuríðar Jónsdóttur, Þorkels Sigurbjörnssonar og Hauks Tómassonar ásamt því að frumflytja nýtt verk Tuma Árnasonar.

View Event →
ÞJÓÐSÖGUR FYRIR HLJÓMBORÐ OG STRENGI / GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR OG HELEEN VAN HAEGENBORGH
Jan
26
7:00 PM19:00

ÞJÓÐSÖGUR FYRIR HLJÓMBORÐ OG STRENGI / GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR OG HELEEN VAN HAEGENBORGH

Samstarf þeirra Guðrúnar Óskarsdóttur, semballeikara og Heleen Van Haegenborgh, tónskálds og píanóleikara sækir innblástur í heim þjóðsagna og sér í lagi í þann eiginleika þjóðsagna að geta umfaðmað flókin viðfangsefni úr mannlegri tilveru og umbreytt í einfalda og skýra mynd.

View Event →
FOR BOYS AND GIRLS / Skerpla
Jan
26
3:00 PM15:00

FOR BOYS AND GIRLS / Skerpla

Frá síðastliðnu hausti hafa meðlimir Skerplu, undir handleiðslu Berglindar Maríu Tómasdóttur, prófessors við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, kafað ofan í feril og list nokkurra meðlima hins svokallaða SÚM-hóps, sem starfræktur var hér á landi á árunum 1965-1972. SÚM-hópurinn samanstóð af myndlistarfólki sem deildu ekki endilega sömu sýn á list sína en áttu þó sameiginlegt að vilja víkka mörk listarinnar og leiða inn á nýjar, ókannaðar slóðir. Þrátt fyrir fjölbreyttar nálganir meðlima mátti finna sameiginlegan þráð í sýn þeirra að vilja gera listsköpunina sjálfa að hversdagslegri athöfn sem væri jafn eðlilegur hluti af hversdeginum líkt og hvað annað. Efniviður listarinnar mætti vera úr hugmyndum líkt og hvað annað og að ekki þyrfti forsögu listasögunnar til að njóta þeirra.

View Event →
PÍPUMESSA / Iðunn Einarsdóttir og Þórður Hallgrímsson
Jan
26
1:00 PM13:00

PÍPUMESSA / Iðunn Einarsdóttir og Þórður Hallgrímsson

Pípumessa, tónverk Iðunnar Einarsdóttur og Þórðar Hallgrímssonar, er hljóðrænt ferðalag í gegnum efnisheim pípa í öllum sínum fjölbreyttustu myndum. Fyrir bregður ólíkum hljóðfærum allt frá hefðbundnum tré- og málmblásturshljóðfærum yfir í blokkflautur gerðum úr niðurfallsrörum úr plasti, orgelpípur, drykkjarör úr gleri og margt fleira.

View Event →
SOLO / John McCowen
Jan
25
10:00 PM22:00

SOLO / John McCowen

Á einleikstónleikum sínum frumflytur tónskáldið og kontrabassaklarínettuleikarinn John McCowen eigin verk fyrir kontrabassaklarínett sem öll voru samin síðla árs 2024. Í tónlist sinni þenur John út hljóðheim hljóðfæris síns til hins ítrasta svo að í ljós kemur, að því er virðist, smásær og iðandi lífheimur sem samsettur er úr sindrandi áferð og smágerðum hreyfingum hljóðanna.

View Event →
CAPUT ENSEMBLE /Sæunn Þorsteinsdóttir og Björg Brjánsdóttir
Jan
25
8:00 PM20:00

CAPUT ENSEMBLE /Sæunn Þorsteinsdóttir og Björg Brjánsdóttir

Tónleikar Caput-hópsins á Myrkum músíkdögum er einn af árlegum fastapunktum hátíðarinnar og býður hópurinn að þessu sinni upp á frumflutning fjögurra nýrra verka. Flutt verða ný kammerverk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Hauk Tómasson auk tveggja nýrra einleikskonserta. Annars vegar verður fluttur nýr sellókonsert Halldór Smárassonar með einleik Sæunnar Þorsteinsdóttur og hins vegar nýr flautukonsert Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur með einleik Bjargar Brjánsdóttur.

View Event →
RIOT ENSEMBLE
Jan
25
6:00 PM18:00

RIOT ENSEMBLE

Enski kammerhópurinn Riot Ensemble kom líkt og stormsveipur inn á svið evrópskrar samtímatónlistar árið 2012 og hefur allar götur síðan komið fram á tónleikum og hátíðum vítt og breitt um Evrópu og þar á meðal átt í farsælu samstarfi við Myrka músíkdaga en sveitin kom síðast fram á hátíðinni árið 2019. Stærð hópsins er breytileg og getur spannað allt frá einum meðlimi upp í fullvaxna kammersveit. Á Myrkum músíkdögum í ár er hópurinn skipaður þeim Sarah Saviet, fiðluleikara, Stephen Upshaw, víóluleikara, Louise McMonagle, sellóleikara og Pétri Jónassyni, gítarleikara. Frumflutt verður nýtt verk Guðmundar Steins Gunnarssonar í bland við eldri verk þeirra Edmund Finnis, Dobrinku Tabakovu, Lisu Streich og Önnu Þorvaldsdóttur.

View Event →
NÝTT OG NÝRRA / Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
Jan
25
4:00 PM16:00

NÝTT OG NÝRRA / Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir

Þær Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari, hafa í meira en áratug kafað ofan í sögu sönglagsins hér á landi og komið ítrekað að þessu margslungna tjáningarformi. Á Myrkum músíkdögum blása þær Hildigunnur og Guðrún Dalía til veislu til heiðurs sönglaginu og veita innsýn í heim þess hér á landi í samtímanum.

View Event →
MÍT / Menntaskóli í tónlist á Myrkum
Jan
25
2:00 PM14:00

MÍT / Menntaskóli í tónlist á Myrkum

Samstarf Menntaskóla í tónlist (MÍT) og Myrkra Músíkdaga er ætlað að veita nemendum skólans tækifæri á að kafa ofan í tónlist starfandi tónskálda í samtímanum og fá þar liðsauka frá höfundunum sjálfum við að kanna þær ólíku birtingarmyndir sem tónlist tekur sér í samtímanum. Á tónleikunum í ár koma fram fjölbreyttir samspilshópar skólans, líkt og flautukór skólans, sem og opnir samspilshópar.

View Event →
VENTUS / Eyjólfur Eyjólfsson & Berglind María Tómasdóttir
Jan
25
1:00 PM13:00

VENTUS / Eyjólfur Eyjólfsson & Berglind María Tómasdóttir

Sumarið 2021 hófu þau Berglind María og Eyjólfur að kanna í sameiningu hljóðheim náttúruflauta smíðaðar úr hvönn og rabbabara, efnivið sem finna má víða í íslenskri náttúru yfir sumartímann. Ventus er afrakstur þessarar könnunar og skírskotar til latneska heitisins yfir vind, sem ekki eingöngu er innblástur að tónheimi verksins, heldur hefur hann átt þátt í að móta efnivið þeirra hljóðfæra sem leikið verður á.

View Event →
HLJÓÐBAÐ / Fjölskyldudagskrá í Hörpu
Jan
25
11:00 AM11:00

HLJÓÐBAÐ / Fjölskyldudagskrá í Hörpu

Margar fjölskyldur hafa það fyrir sið að fara í sund á laugardögum en nú gefst þeim tækifæri til að breyta svolítið til og skella sér í hljóðbað í Hörpu!  

Laugardaginn 25. janúar verður opin tónlistarsmiðja fyrir börn og fjölskyldur í Hörpu þar sem þeim gefst tækifæri til að baða sig í tónlist, leika sér með hljóð og tóna og finna hvernig ólíkir tónar og tíðnir geta haft áhrif á líkamann. Smiðjan er opin öllum fjölskyldum og hægt er að koma og fara eins og hverjum og einum hentar.  

View Event →
BORDERLINE / Masaya Ozaki
Jan
24
8:15 PM20:15

BORDERLINE / Masaya Ozaki

Skilin á milli hversdagsins og listarinnar eru lítil sem engin í tónlist Masaya Ozaki og virðist sem tónlistin eigi sér stað og stund, fremur en að hún líði hjá í tíma og rúmi. Með verkum sínum beinir Ozaki sjónum okkar að því að tónlistarleg upplifun getur sprottið fram á ólíklegustu stöðum.

View Event →
BUSY & HALFWAY DOWN / Elín Gunnlaugsdóttir
Jan
24
7:15 PM19:15

BUSY & HALFWAY DOWN / Elín Gunnlaugsdóttir

Öróperur Elínar Gunnlaugsdóttur, Busy og Halfway Down, eru samdar við texta A.A. Milne, sem er hvað þekktastur fyrir sögur sínar um Bangsímon. Óperurnar taka hvor um sig ekki nema um 8 mínútur í flutningi en þrátt fyrir smæð sína umfaðma verkin stærri þætti tilverunnar og takast á við tilvistarkreppu mannsins á fjörlegan og gáskafullan hátt. Öróperurnar verða fluttar hvor á eftir annarri í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. hæð Hörpu. 

View Event →
Sinfónían á Myrkum / ISO at Dark Music Days
Jan
24
6:00 PM18:00

Sinfónían á Myrkum / ISO at Dark Music Days

Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum eru tilhlökkunarefni fyrir alla unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á tónleikunum, sem eru opnunartónleikar hátíðarinnar í ár, hljóma nýleg og athyglisverð verk frá Íslandi og Brasilíu.

View Event →
OPNUN MYRKRA MÚSÍKDAGA / DMD OPENING EVENT
Jan
24
4:30 PM16:30

OPNUN MYRKRA MÚSÍKDAGA / DMD OPENING EVENT

Við setningu Myrkra músíkdaga 2025 frumflytja nemendur úr Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar, nýtt samsköpunarverk sem hópurinn hefur unnið að í vetur og samið sérstaklega í tilefni opnunar hátíðarinnar í ár. Setning hátíðarinnar fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu, og er viðburðurinn opinn öllum. 

View Event →
Gleðilegi geðrofsleikurinn / Lunacy: a Joyous Play | Ópera  – 2. sýning/2nd perf.
Jan
28
8:00 PM20:00

Gleðilegi geðrofsleikurinn / Lunacy: a Joyous Play | Ópera – 2. sýning/2nd perf.

Gleðilegi geðrofsleikurinn – ópera eftir Guðmund Stein Gunnarsson

Lunacy: a Joyous Play – opera by Guðmundur Steinn Gunnarsson

Frumsýning 24. janúar kl. 20.00 | Premiere January 24, 8pm
Söngskólinn í Reykjavík | Reykjavik Academy of Singing


Nauðsynlegt er að bóka miða á tix.is. Smellið hér!.

View Event →
contemporary piano currents / Junko Yamamoto og Oliver Frick
Jan
28
3:00 PM15:00

contemporary piano currents / Junko Yamamoto og Oliver Frick

Á tónleikum contemporary piano currents má heyra verk fyrir píanó og rafhljóð eftir Kolbein Bjarnason, Olgu Neuwirth, Kaiju Saariaho ásamt verkum eftir flytjendurna sjálfa Oliver Sascha Frick og Junko Yamamoto.

contemporary piano currents presents works for piano and electronics by Kolbeinn Bjarnason, Olga Neuwirth, Kaija Saariaho and works by the performers themselves, Oliver Sascha Frick and Junko Yamamoto.

View Event →
Kvikmynd/Movie: The Story of Pauline Oliveros – 2. sýning
Jan
28
1:00 PM13:00

Kvikmynd/Movie: The Story of Pauline Oliveros – 2. sýning

Kvikmynd:
DEEP LISTENING - The Story of Pauline Oliveros

Norræna húsið, 27. janúar kl. 13

. . . . .
Movie:
DEEP LISTENING - The Story of Pauline Oliveros (2023)
The Nordic House, January 27, 1pm

Daniel Weintraub's new feature-length film (2023), Deep Listening: The Story of Pauline Oliveros, is a documentary that traces the life and work of visionary composer, musician, teacher, technological innovator, and humanitarian Pauline Oliveros (1932–2016).

View Event →
Hlustið vel – Málþing um Pauline Oliveros // Listen Well - A seminar on Pauline Oliveros
Jan
28
10:00 AM10:00

Hlustið vel – Málþing um Pauline Oliveros // Listen Well - A seminar on Pauline Oliveros

Málþing um hlustun og arfleifð Pauline Oliveros.
Í samstarfi við RíT: Rannsóknastofa í tónlist, starfrækt við Listaháskóla Íslands (LHÍ).

A seminar on listening and the legacy of Pauline Oliveros.
In collaboration with CRiM; Centre for Research in Music, hosted at Iceland University of the Arts (IUA).

ÓKEYPIS AÐGANGUR / FREE ADMISSION

View Event →
Kammersveitin á Myrkum 2024
Jan
27
9:00 PM21:00

Kammersveitin á Myrkum 2024

Eins og undanfarin á þá mun Kammersveit Reykjavíkur bjóða uppá spennandi dagskrá á Myrkum músikdögum. Í þetta sinn mun hún frumflytja tvö ný íslensk verk eftir Finn Karlsson og Áskel Másson auk þess að leika Sex lög fyrir strengjakvartett frá árinu 1983 eftir Karólínu Eiríksdóttur.

The Reykjavík Chamber Orchestra premieres two pieces written by Icelandic composers Finnur Karlsson and Áskell Másson in addition to a string quartet from 1983 by Karólína Eiríksdóttir.

MIÐASALA Á TIX / CLICK HERE FOR TICKETS

View Event →
R • O • R  |  Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson
Jan
27
4:00 PM16:00

R • O • R | Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson

R • O • R er samstarfsverkefni Gyðu Valtýsdóttur og Úlfs Hanssonar. Þau flytja frumsamda tónlist leikna á selló og hljóðgervil, þar sem þau tvinna saman ólíka hljóðheima í sterka og áhrifaríka upplifun.

R • O • R is a collaboration between Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson. With Cello & a custom made synthesiser they create a unique soundscape that is transcendental & ethereal.

MIÐASALA Á TIX / CLICK HERE FOR TICKETS

View Event →
MÍT á Myrkum
Jan
27
2:00 PM14:00

MÍT á Myrkum

Nemendur Menntaskóla í tónlist flytja verk eftir Björk, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur. Efnisskráin er fjölbreytt og framsækin og á tónleikunum koma m.a. annars fram strengjasveit MÍT, klarínettukór og flautukór skólans.

Students of the Reykjavík College of Music perform contemporary music from Iceland. New and progressive works performed by the school's string orchestra, clarinet ensemble and a flute choir.

MIÐASALA Á TIX / CLICK HERE FOR TICKETS

View Event →