Hidden trails / Lilja María Ásmundsdóttir
Borgarbókasafn Reykjavíkur - Grófinni
Reykjavík Municipal Library - Reykjavík City Center
Ókeypis aðgangur / Free admission
Innsetningin Hidden Trails eftir tónskáldið Lilju Maríu Ásmundsdóttur var pöntuð af hátíðinni Donaueschinger Musiktage. Upphaflega var verkið hannað fyrir Galerie im Turm, innblásið af arkitektúrnum og bókasafninu sem deilir rými með gallerýinu. Fyrir Myrka músíkdaga yrði innsetningin aðlöguð og sérsniðin að Borgarbóksafninu í Grófinni.
Innsetningin er samansett úr lágstemmdri hljóðmynd og ýmsum hljóðverkum sem hægt er að virkja til að framkalla hljóð sem blandast saman við hljóðmyndina. Áhorfendum er boðið að taka þátt í hljóðheimi sýningarinnar með því að leika á hljóðverkin sem eru staðsett á víð og dreif í rýminu.
Hljóðheimurinn var innblásinn af smáum og fínlegum hljóðum sem einkenna oft bókasöfn. Hljóðverkin voru þannig hönnuð með bókasafnsheimsóknir í huga, þar sem tækifæri gefast til að skoða, rannsaka, uppgötva og verja tímanum innan um og með bókum. Saman mynda hljóðverkin eins konar „bókasafnshljóðfæri“ sem geymir þekkingu sem áhorfandinn upplifir í gegnum mismunandi skynfæri.
Innsetningin var innblásin af því hvernig skynjun, innsæi og gagnrýnin hugsun mætast. Þar var leitað til hugmynda um hvernig líkaminn geymir þekkingu sem verður til í gegnum hversdagslegar athafnir.
//
The installation Hidden Trails by composer Lilja María Ásmundsdóttir, was commissioned by the Donaueschinger Musiktage. Originally, the piece was designed for Galerie im Turm, inspired by the architecture and the library that shares a space with the gallery. For Dark Music Days, the installation would be adapted and adapted to the Reykjavík Municipal Library in the city centre. The installation consists of a low-key soundscape and various sound works that can be activated to produce sounds that blend with the soundscape. The audience is invited to participate in the soundscape of the exhibition by playing the sound works that are scattered throughout the space. The soundscape was inspired by the small and subtle sounds that often characterize libraries. The sound works were thus designed with library visits in mind, where there are opportunities to explore, investigate, discover and spend time among and with books. Together, the sound works form a kind of "library instrument" that stores knowledge that the viewer experiences through different senses.
The installation was inspired by how perception, intuition and critical thinking meet. It sought ideas about how the body stores knowledge that is created through everyday activities.
Lilja María Ásmundsdóttir vinnur oft með skúlptúrísk einkenni hljóðs og efnis. Verk hennar taka á sig form innsetninga, hljóðskúlptúra, tónverka og sýninga þar sem ýmsar listgreinar mætast. Verkin eru hönnuð út frá því að skapa ferli sem varpa ljósi á hvernig hugmyndir verða til út frá því að vinna með mismunandi efnivið, í flæði á milli einstaklinga og í samhengi við umhverfi sitt.
Verk Lilju Maríu hafa m.a. verið sýnd á Myrkum músíkdögum, Donaueschinger Musiktage í Þýskalandi, Huddersfield Contemporary Music Festival, eavesdropping í London og Quinzena de Dança de Almada í Portúgal. Lilja María vinnur oft með hljóðskúlptúra í bland við hljóðfæri í verkum sínum. Þar má nefna hljóð- og ljósskúlptúrinn Huldu en skúlptúrinn var tilnefndur til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Einnig þróaði hún hljóðskúlptúrinn Lurking Creature í samstarfi við dansarann Inês Zinho Pinheiro.
Lilja María lauk doktorsnámi í tónsmíðum frá City, University of London árið 2024. Hún lauk meistaragráðu í tónsmíðum frá sama skóla og bakkalársgráðu í píanóleik frá Listaháskóla Íslands.
Lilja María Ásmundsdóttir is a sound and visual artist based in Iceland. Her artistic practice is centred on explorations of collaborative creativity. Working with sculptural elements of sound and matter, she creates installations, sound sculptures, audio-visual pieces, and performances. The works are actively designed to facilitate continuous processes that highlight how ideas surface from correspondences with materials, between individuals, and in context to one’s surroundings.
Lilja María’s works have been exhibited at the Dark Music Days Festival, Donaueschinger Musiktage in Germany, Huddersfield Contemporary Music Festival, eavesdropping in London, and Quinzena de Dança de Almada in Portugal. Her works include the sound and light sculpture Hulda which was nominated for the Icelandic President’s Student Innovation Award and the living sound sculpture Lurking Creature which she developed in collaboration with the dancer Inês Zinho Pinheiro.
In 2024, Lilja María completed a PhD in composition at City, University of London. She also holds an MA degree in composition from the same school and a BMus degree in piano performance from Iceland University of the Arts.