Filtering by: ÓKEYPIS AÐGANGUR
Lóðrétt hljómekra / Vertical Resonance Fields - Jesper Pedersen
Jan
25
to Feb 1

Lóðrétt hljómekra / Vertical Resonance Fields - Jesper Pedersen

  • Borgarbókasafn Reykjavíkur - Grófinni (map)
  • Google Calendar ICS

Lóðrétt hljómekra er fjölrása hljóðinnsetning fyrir hátalara og söngskálar sem staðsett er í stigagangi Grófarhúss. Hljóðinnsetningin teygir sig yfir allan stigaganginn og myndar hljóðrænar tengingar á milli hæða hússins. Hlustendur fá tækifæri á að upplifa rýmið á nýjan hátt, í formi lóðréttrar hljómekru, sem býður gestum sínum til einstakrar nærveru og djúprar hlustunar.

Verkefnið var styrkt af KODA Kultur og OpenDays-hátíðinni.

//

Vertical Resonance Fields is a multi-channel sound installation for loudspeakers and singing bowls, conceived specifically for stairwells. The sound of the singing bowls activates the space and guides the sound up and down between the floors, allowing the listener to experience the architecture in a new way. The work invites deep listening and presence.

The piece was supported by KODA Kultur and the OpenDays Festival.

View Event →
Hidden Trails - Lilja María Ásmundsdóttir
Jan
25
to Feb 1

Hidden Trails - Lilja María Ásmundsdóttir

  • Borgarbókasafn Reykjavíkur - Grófinni (map)
  • Google Calendar ICS

Innsetning Lilju Maríu Ásmundsdóttur, Hidden Trails (ísl. Huldar slóðir), samanstendur af lágstemmdri hljóðmynd og mörgum ólíkum áþreifanlegum skúlptúrum sem framkalla hljóð við snertingu og meðhöndlun. Bæði hljóð- og hugmyndaheimur innsetningarinnar sækir innblástur til bókasafna og þætti þeirra í hversdeginum. Þar sem bókasöfn eru íverustaðir sem bjóða upp á að rannsaka, uppgötva og verja tíma innan um og með bókum, í smágerðum og fínlegum hljóðheimi bókasafnanna.

Gestir eru hvattir til þess að nálgast innsetninguna á sama hátt, út frá forvitni og könnun þar sem þeir geta tekið þátt og rannsakað hljóðheim sýningarinnar með því að leika á skúlptúrana.

Verkið var pantað af hátíðinni Donaueschinger Musiktage og var upprunalega sett upp í Galerie im Turm áDonaueschinger Musiktage 2024.

//

Lilja María Ásmundsdóttir's installation, Hidden Trails (Icelandic: Huldar slóðir), consists of a subtle soundscape and many different tactile sculptures that produce sounds when touched and handled. Both the sonic and conceptual world of the installation draws inspiration from libraries and their role in everyday life. Libraries are places of dwelling that offer the opportunity to explore, discover, and spend time among and with books, in the miniature and delicate sound world of libraries.

Visitors are encouraged to approach the installation in the same way, from curiosity and exploration where they can participate and investigate the sound world of the exhibition by playing these particular sculptures that can be found throughout the exhibition space.

The work was commissioned by Donaueschinger Musiktake and originally set up at Galerie im Turm at Donaueschinger Musiktage 2024.

View Event →
Ævintýri Bobba & Engin engin – Nemendur Hagaskóla
Jan
29
to Jan 31

Ævintýri Bobba & Engin engin – Nemendur Hagaskóla

Frá síðastliðnu hausti hefur hópur nemenda við Hagaskóla, undir handleiðslu Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Gunnars Gunnsteinssonar, tónskálds, kafað ofan í tölvuleikjagerð út frá sjónarhorni tónlistarsköpunar. Útkoman eru tveir nýir tölvuleikir, Ævintýri Bobba og Engin engin, sem nemendur bjuggu til í sameiningu og hverfist um tónlistarlega upplifun í sýndarrými tölvuleiksins. Spilarar í leikjunum eru þar virkir þátttakendur í upplifun tónlistarinnar og myndheimi þeirra. Við sköpun leikjanna hafa nemendur tekist á við forvitnilegar og áhugaverðar spurningar um sameiginleg frásagnarform tónlistar og tölvuleikja, samband hljóð- og myndheims sem og samband spilarans við tónlistina sjálfa.

Leikirnir tveir verða til sýnis í Stemmu í Hörpu þar sem gestir fá tækifæri til þess að spila og upplifa leikina. Á opnunardegi verða höfundar leikjanna til staðar og segja frá sköpun og tilurð þeirra.
//
Since last autumn, students in 8th–9th grade at Hagaskóli, under the guidance of Steinunn Eldflaug Harðardóttir, composer and video game designer, and Gunnar Gunnsteinsson, composer, have been exploring video game creation from a musical perspective.
Together, the students have created two new video games centered on a musical experience, where players encounter music through the game’s virtual environment. In developing the games, the students have engaged with intriguing questions about the shared narrative forms of music and video games, the relationship between sound and visual worlds, and the connection between the player and the music itself — with the audience becoming active participants who largely control their own experience.

The games will be on display in Stemma at Harpa, where visitors can play it. The game’s creators will also be present during the opening day to discuss its creation and development.

View Event →
SETNING MYRKRA MÚSÍKDAGA 2026 // Opening of Dark Music Days 2026
Jan
29
6:00 PM18:00

SETNING MYRKRA MÚSÍKDAGA 2026 // Opening of Dark Music Days 2026

Setning Myrkra músíkdaga 2026 fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu. Við setningu hátíðarinnar flytur Kammerkórinn Huldur fjölbreytta efnisskrá eftir meðlimi kórsins, en kórinn, sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 18-26 ára, hefur að marki að virkja eigin meðlimi til tónsmíða.
//
The opening event of Dark Music Days 2026 will take place in Hörpuhorn, opposite Eldborg Hall on the 2nd floor of Harpa. At the festival’s opening, the chamber choir Huldur will perform a diverse program featuring works by members of the choir. The choir, which consists of young people aged 18–26, aims to encourage its own members to compose music.

View Event →
HLAÐ // CAST Haraldur Jónsson
Jan
29
9:30 PM21:30

HLAÐ // CAST Haraldur Jónsson

Í verkum Haraldar fléttast ólíkar efniskenndir, tungumál og hljóðmyndir saman á margslunginn hátt og birtast áhorfendum sem rýmisverk, hljóðinnsetningar og gjörningar. Þau taka mið af aðstæðum hverju sinni og leitast við að vekja staðaranda með fjölbreyttum inngripum og aðferðum. Verk hans eiga sér stað á stefnumóti ólíkra miðla og bjóða gjarnan upp á virka þátttöku sýningargesta í síbreytilegri merkingarsköpun.


Á Myrkum músíkdögum í ár frumflytur Haraldur Jónsson í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands verkið Hlað í almannarými Hörpu.

//

In Haraldur’s works, different materials, languages, and soundscapes are intricately interwoven, appearing to audiences as spatial installations, sound works, and performances. His pieces respond to their surroundings and seek to evoke a sense of place through diverse interventions and methods. They exist at the crossroads of various media and often invite active participation from visitors, who contribute to an ever-shifting creation of meaning.

At Dark Music Days this year, Haraldur Jónsson, in collaboration with students from the Department of Performing Arts at the Iceland University of the Arts, will premiere the work Cast in the public spaces of Harpa.

View Event →
SÓLÓ - Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir
Jan
29
10:30 PM22:30

SÓLÓ - Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

Áheyrendum er boðið til sætis á Eldborgarsviði Hörpu og deila þar sviðinu með þremur framúrskarandi einleikurum sem flytja verk höfunda sem þau bindast nánum böndum. Söngkonan Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir flytur verk Finns Karlssonar, Ingólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari flytur einleiksverk Hauks Þórs Harðarsonar og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari, flytur tvö einleiksverka móður sinnar Karólínu Eiríksdóttur.

//
In this concert, the audience may share the stage of the Eldborg concert hall with three outstanding soloists. There they will perform works by composers they have worked closely with. The singer Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir will perform a work by Finnur Karlsson; Ingólfur Vilhjálmsson on clarinet will perform a solo piece by Haukur Þór Harðarson and Tinna Þórsteinsdóttir will perform two solo piano pieces by her mother Karólina Eiríksdóttir. 

View Event →
How to Ruin someone's Career as a Violist - S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir
Jan
30
6:15 PM18:15

How to Ruin someone's Career as a Violist - S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir

Verkið How to Ruin Someone’s Career as a Violist (ísl. Hvernig skal skemma feril víóluleikara) eftir danska tónskáldið S. Gerup er afrakstur samstarfs þeirra S. Gerup og Þórhildar Magnúsdóttur, víóluleikara. 

Um verkið segir S. Gerup: „Sem tónskáld hef ég lagt upp með að vinna með þjáningu sem getur almennt verið lama­ndi fyrir hvern sem er — svo sem sambandsslit, fósturlát og alvarleg veikindi. How to Ruin Someone’s Career as a Violist hverfist um ólíkar birtingarmyndir innri sársauka og viljum viðvarpa ljósi á hversu lamandi áhrif innri sársauka getur haft á getu okkar til framkvæmdar.
Innblástur verksins er fenginn úr orðum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt: „til að vera til þarf að fela suma veruleika, á meðan aðra veruleika, þvert á móti, verður að opinbera.“

Verkið var pantað af Myrkum músíkdögum og Klang Festival í Danmörku og er hluti af samstarfsverkefni á milli Norðurlandanna og Skotlands, Northern Connection.
//

How to Ruin Someone’s Career as a Violist by Danish composer S. Gerup is the result of a collaboration between S. Gerup and violist Þórhildur Magnúsdóttir.

S. Gerup writes: “As a composer, I have set out to work with suffering that can generally be disabling for anyone — such as break up, miscarriage, and severe illness. In How to Ruin Someone's Career as a Violist we want to expose the lack of ability to perform, that these conditions bring, through a classically trained violist. The work revolves around those various forms of internalized pain. It’s inspiration comes from the German philosopher Hannah Arendt who writes that “in order to exist, some realities must be kept hidden, while others, on the contrary, must be made public.”

The work was commissioned by Dark Music Days and Klang Festival in Denmark and is part of the Nordic–Scottish collaborative project Northern Connection.

View Event →
GeimDýragarðurinn - Steinunn Eldflaug Harðardóttir og Jon Arthur Marrable
Jan
30
8:00 PM20:00

GeimDýragarðurinn - Steinunn Eldflaug Harðardóttir og Jon Arthur Marrable

GeimDýragarðurinn er tölvuleikur þeirra Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Jon Arthur Marrable, tölvuleikjahönnuðar og byggir á hljóð- og myndheimi Steinunnar sem mætti lýsa sem litríkum og fullum af gáska og leikgleði. Iðkendur leiksins ferðast þar um GeimDýragarðinn og safna hljóðbútum úr lögum Steinunnar sem finna má vítt og breitt um heim leiksins. Útgáfa leiksins ber vott um nýstárlega leið tónlistarútgáfu í samtímanum, jafnframt því að vera fullkominn samruni þess mynd- og tónheims og leikgleði sem einkennir list Steinunnar.

Gestum Myrkra músíkdaga býðst að spila leik Steinunnar og Jon Arthur á stórum skjá í Kaldalóni, Hörpu.

//

SpaceSafari is a computer game, developed by composer and developer Steinunn Eldflaug Harðardóttir and developer Jon Arthur Marrable. The game is founded on Steinunn Eldflaug’s, colorful, fun and playful audio and visual world. Players of the game travel through the Space Zoo and collect audio clips from Steinunn's songs that can be found far and wide throughout the game's world. The game's release is a testament to the innovative way of music publishing in the contemporary era, while also being a perfect fusion of the visual and musical world and the joy of play that characterizes Steinunn's art.

Dark Music Days’ guests have the unique opportunity to play the game on a big screen in Harpa’s Kaldalón Hall.

View Event →
Himdalen - Knut Olaf Sunde
Jan
31
8:00 PM20:00

Himdalen - Knut Olaf Sunde

Kvikmynd Knut Olaf Sunde, Himdalen, er um klukkustundarlöng skrásetning á 13 tíma tónlistargjörningi sem Knut Olaf stóð fyrir Himdalen í Suðaustur-Noregi í nóvember 2018.

//

Knut Olaf Sunde's film, Himdalen, is an hour-long documentary of a 13-hour musical performance that Knut Olaf staged at Himdalen in southeastern Norway in November 2018.

View Event →