Filtering by: TÓNLEIKAR
SETNING MYRKRA MÚSÍKDAGA 2026 // Opening of Dark Music Days 2026
Jan
29
6:00 PM18:00

SETNING MYRKRA MÚSÍKDAGA 2026 // Opening of Dark Music Days 2026

Setning Myrkra músíkdaga 2026 fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu. Við setningu hátíðarinnar flytur Kammerkórinn Huldur fjölbreytta efnisskrá eftir meðlimi kórsins, en kórinn, sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 18-26 ára, hefur að marki að virkja eigin meðlimi til tónsmíða.
//
The opening event of Dark Music Days 2026 will take place in Hörpuhorn, opposite Eldborg Hall on the 2nd floor of Harpa. At the festival’s opening, the chamber choir Huldur will perform a diverse program featuring works by members of the choir. The choir, which consists of young people aged 18–26, aims to encourage its own members to compose music.

View Event →
MACMILLAN Á MYRKUM – SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS // MacMillan at Dark Music Days –Iceland Symphony Orchestra
Jan
29
7:30 PM19:30

MACMILLAN Á MYRKUM – SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS // MacMillan at Dark Music Days –Iceland Symphony Orchestra

Eldborg, Harpa

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum er einn af fastapunktum í starfsári hljómsveitarinnar og jafnframt mikið tilhlökkunarefni fyrir unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á hátíðinni í ár leikur sveitin fjölbreytta efnisskrá nýrra og nýlegra verka höfunda af ólíkum kynslóðum og úr ólíkum áttum tónlistarlífsins. Það er skoska tónskáldið Sir James MacMillan sem stjórnar sveitinni á tónleikum sveitarinnar í ár og stýrir þar flutningi á eigin básúnukonsert (2017) í túlkun sveitarinnar og Jóns Arnars Einarssonar, básúnuleikara og leiðara básúnudeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Frumflytur sveitin tvö ný tónverk tónskáldanna Báru Gísladóttur og Kjartan Sveinsson, ásamt því að leika Hljómsveitarkonsert nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson.

//

The Iceland Symphony Orchestra's Dark Music Days concert is one of the focal points of the orchestra's operating year and also a source of great anticipation for lovers of Icelandic and international contemporary music. At this year's festival, the band will play a diverse repertoire of new and recent works by authors of different generations and from different walks of life. Scottish composer Sir James MacMillan conducts the orchestra's concerts this year, conducting his own trombone concerto interpreted by the orchestra and Jón Arnar Einarsson, trombonist and leader of the Iceland Symphony Orchestra's trombone section. The orchestra will premiere two new compositions by composers Bára Gísladóttir and Kjartan Sveinsson, as well as playing Snorri Sigfús Birgisson's Orchestral Concerto No. 2.

View Event →
SÓLÓ - Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir
Jan
29
10:30 PM22:30

SÓLÓ - Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

Áheyrendum er boðið til sætis á Eldborgarsviði Hörpu og deila þar sviðinu með þremur framúrskarandi einleikurum sem flytja verk höfunda sem þau bindast nánum böndum. Söngkonan Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir flytur verk Finns Karlssonar, Ingólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari flytur einleiksverk Hauks Þórs Harðarsonar og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari, flytur tvö einleiksverka móður sinnar Karólínu Eiríksdóttur.

//
In this concert, the audience may share the stage of the Eldborg concert hall with three outstanding soloists. There they will perform works by composers they have worked closely with. The singer Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir will perform a work by Finnur Karlsson; Ingólfur Vilhjálmsson on clarinet will perform a solo piece by Haukur Þór Harðarson and Tinna Þórsteinsdóttir will perform two solo piano pieces by her mother Karólina Eiríksdóttir. 

View Event →
APPARAT og Listaháskóli Íslands / APPARAT & Iceland University of the Arts
Jan
30
12:15 PM12:15

APPARAT og Listaháskóli Íslands / APPARAT & Iceland University of the Arts

Í tengslum við tónleika þýska málmblásarahópsins APPARAT á Myrkum músíkdögum í ár hefur hópurinn haldið vinnusmiðjur við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Þar hafa tónsmíðanemendur fengið að starfa með hópnum að mótun nýrra verka sem nemendur hafa samið fyrir hópinn undir leiðsögn Matthiasar Engler, slagverksleikara. Á tónleikunum fá að hljóma ný verk nemenda í hljóðfæratónsmíðum.

//

As part of this year’s Dark Music Days festival, the German brass ensemble APPARAT has been collaborating with composition students from the Iceland University of the Arts in a series of creative workshops. Under the guidance of percussionist Matthias Engler, the students have developed new works written especially for the ensemble.

This concert presents the premiere performances of these fresh and inventive compositions, showcasing the next generation of Icelandic composers and their dialogue with one of Europe’s most adventurous brass groups.

View Event →
Ondes Martenot - Magnús Jóhann Ragnarsson
Jan
30
5:00 PM17:00

Ondes Martenot - Magnús Jóhann Ragnarsson

Flytjandinn, upptökustjórinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson hefur síðustu misseri tekið ástfóstri við einu elsta rafhljóðfæri tónlistarsögunnar, Ondes Martenot, hannað af franska tónlistarfræðingnum Maurice Martenot árið 1928. Á tónleikum sínum frumflytur Magnús Jóhann ný verk eftir tónskáldin Ingibjörgu Elsu Turchi og Tuma Árnasonar, ásamt því að þau Magnús Jóhann og Bára Gísladóttir, tónskáld og kontrabassaleikari, flytja verk af væntanlegri plötu þeirra beggja sem inniheldur spunaverk fyrir Ondes Martenot og kontrabassa.
//

The performer, record producer and composer Magnús Jóhann Ragnarsson has in recent years fallen in love with one of the oldest electronic instruments in music history, the Ondes Martenot, designed by the French musicologist Maurice Martenot in 1928. At this concert, Magnús Jóhann will premiere new works by composers Ingibjörg Elsa Turchi and Tumi Árnason. Magnús Jóhann and composer and double bassist Bára Gísladóttir will also perform works from their upcoming album, featuring improvisations for Ondes Martenot and double bass.

View Event →
How to Ruin someone's Career as a Violist - S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir
Jan
30
6:15 PM18:15

How to Ruin someone's Career as a Violist - S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir

Verkið How to Ruin Someone’s Career as a Violist (ísl. Hvernig skal skemma feril víóluleikara) eftir danska tónskáldið S. Gerup er afrakstur samstarfs þeirra S. Gerup og Þórhildar Magnúsdóttur, víóluleikara. 

Um verkið segir S. Gerup: „Sem tónskáld hef ég lagt upp með að vinna með þjáningu sem getur almennt verið lama­ndi fyrir hvern sem er — svo sem sambandsslit, fósturlát og alvarleg veikindi. How to Ruin Someone’s Career as a Violist hverfist um ólíkar birtingarmyndir innri sársauka og viljum viðvarpa ljósi á hversu lamandi áhrif innri sársauka getur haft á getu okkar til framkvæmdar.
Innblástur verksins er fenginn úr orðum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt: „til að vera til þarf að fela suma veruleika, á meðan aðra veruleika, þvert á móti, verður að opinbera.“

Verkið var pantað af Myrkum músíkdögum og Klang Festival í Danmörku og er hluti af samstarfsverkefni á milli Norðurlandanna og Skotlands, Northern Connection.
//

How to Ruin Someone’s Career as a Violist by Danish composer S. Gerup is the result of a collaboration between S. Gerup and violist Þórhildur Magnúsdóttir.

S. Gerup writes: “As a composer, I have set out to work with suffering that can generally be disabling for anyone — such as break up, miscarriage, and severe illness. In How to Ruin Someone's Career as a Violist we want to expose the lack of ability to perform, that these conditions bring, through a classically trained violist. The work revolves around those various forms of internalized pain. It’s inspiration comes from the German philosopher Hannah Arendt who writes that “in order to exist, some realities must be kept hidden, while others, on the contrary, must be made public.”

The work was commissioned by Dark Music Days and Klang Festival in Denmark and is part of the Nordic–Scottish collaborative project Northern Connection.

View Event →
Intraloper - Apparat & Bergrún Snæbjörnsdóttir
Jan
30
7:00 PM19:00

Intraloper - Apparat & Bergrún Snæbjörnsdóttir

Þýski málmblásarakvartettinn APPARAT frumflytur nýtt verk Bergrúnar Snæbjörnsdóttur, Intraloper. Verkið er afrakstur samstarfs Bergrúnar og hópsins og samið sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. 
//
The German brass quartet APPARAT will premiere a new workby Bergrún Snæbjörnsdóttir, Intraloper –the result of a collaboration between the composer and the ensemble, written especially for the occasion of the festival.

View Event →
MIRA ZUMBI Dúplum dúó x M Alberto
Jan
30
10:00 PM22:00

MIRA ZUMBI Dúplum dúó x M Alberto

Í sönglagaflokki sínum sækir M. Alberto innblástur víða að og má þar finna fjölbreyttar tilvísanir í ólíkar áttir, allt frá andlegri naumhyggju (e. spiritual minimalism), afró-karabískri helgitónlist til íslenskra þjóðlaga. Verkinu er ætlað að draga fram dulda og forboðna þræði sem finna má sameiginlega í trúar- og helgilífi samfélaga eyja Karíbahafsins og Íslands. Í flutningi verksins skapast nokkurs konar helgirými sem nýtist til ígrundunar á þessum tengingum á milli þessara menningarsvæða. Til hugleiðingar um áhrif evrópskrar nýlendustefnu á menningar- og trúarlíf þessara svæða en í senn er verkið nokkurs konar lofgjörð um seiglu þessara samfélaga, minningar þeirra og því að upphefja hið helga í daglegu lífi.
//
MIRA ZUMBI by M.Alberto reimagines the traditional song cycle through spoken word, song, and live electronics. Drawing on spiritual minimalism, Afro-Caribbean ritual music, and folk traditions, the work uncovers hidden and often forbidden stories linking Caribbean and Icelandic spiritual heritage. Through field research and sound exploration, Dúplum Duo creates a ritual space for reconnection—reflecting on the impact of European colonialism while celebrating resilience, memory, and the sacred within everyday life.

View Event →
MÍT á Myrkum Menntaskóli í Tónlist / Reykjavík College of Music
Jan
31
1:00 PM13:00

MÍT á Myrkum Menntaskóli í Tónlist / Reykjavík College of Music

Samstarf Menntaskóla í Tónlist og Myrkra Músíkdaga er ætlað að veita nemendum skólans tækifæri á að kafa ofan í fjölbreyttan heim samtímatónlistarinnar. Sér í lagi tónlist starfandi tónskálda í samtímanum og fá þar liðsauka frá höfundunum sjálfum við að kanna þær ólíku birtingarmyndir sem tónlist tekur sér í samtímanum. 
//
The collaboration between the College of Music and Dark Music Days is intended to give the school’s students the opportunity to explore the varied world of contemporary music. Furthermore they get  into the music of contemporary composers and receive support from the composers themselves in exploring the diverse forms that music takes in the present day.

View Event →
Samleið / Strokkvartettinn Siggi
Jan
31
3:00 PM15:00

Samleið / Strokkvartettinn Siggi

Allt frá stofnun hópsins árið 2012 hefur Strokkvartettinn Siggi lagt ríka áherslu á náið samstarf við tónskáld og listafólk við sköpun nýrra verka og hefur kvartettinn frumflutt fjölda nýrra verka sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn. 

Á tónleikum Strokkvartettsins Sigga á Myrkum músíkdögum frumflytur hópurinn tvö ný verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn að þessu tilefni. Verk Arngerðar Maríu Árnadóttur, Strengjakvartett nr. 2, er verk í tveimur þáttum sem bera nöfnin Undir kvöldhimni og Síðasti litur sumarsins. Í nýju verki Péturs Eggertssonar, Samleið, stíga flytjendur inn í leikjaheim Péturs þar sem leikreglur stýra útkomu verksins. Ákvarðanatökur flytjenda í augnabliki flutningsins hafa þar áhrif á útkomu verksins og getur meðal annars leitt til þess að verkið sjálft reynist sigurvegari síns eigins leiks.

//

Siggi String Quartet was founded in 2012 and has, since then, placed great emphasis on collaborating closely with composers and artists in the creation of new works, resulting in numerous premieres of works composed specifically for the group. For this year’s Dark Music Days, Siggi String Quartet premieres two new works, composed specifically for the group for this occasion. Arngerður María Árnadóttir's String Quartet No. 2 features two distinct movements with evocative titles. The first movement is called Under the Evening Sky, and the second is named The Last Color of Summer, suggesting a poetic and atmospheric approach to the composition. In Pétur Eggertsson's innovative work Samleið, performers enter a game-like world where the rules dynamically shape the outcome. The performers’ spontaneous decisions can transform the work, potentially allowing the piece itself to become the victor of its own intricate musical game.

View Event →
Skýin eru skuggar /  Píanókvartettinn Negla
Jan
31
5:00 PM17:00

Skýin eru skuggar /  Píanókvartettinn Negla

Píanókvartettinn Negla flytur þrjá nýja píanókvartetta eftir tónskáldin Arngerði Maríu Árnadóttur, Huga Guðmundsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Efnisskráin endurspeglar fjölbreyttan blæ- og áferðaríkan hljóðheim píanókvartettsformsins. Í verkunum hafa tónskáldin sótt innblástur víða að, þar á meðal í íslenskan þjóðlagaarf og úr þeim skapað ólíka hljóðheima, þar sem oft á tíðum leynast djúpar tilfinningar undir friðsælu yfirborði tónlistarinnar.

//

The piano quartet Negla performs three new piano quartets by composers Arngerður María Árnadóttir, Hugi Guðmundsson and Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. The repertoire reflects the diverse, nuanced and textured soundscape of the piano quartet form. In their works, the composers have drawn inspiration from many places, including Icelandic folk music, and from them they have created different soundscapes, where deep emotions often lurk beneath the peaceful surface of the music.

View Event →

NÝTT OG NÝRRA / Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
Jan
25
4:00 PM16:00

NÝTT OG NÝRRA / Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir

Þær Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari, hafa í meira en áratug kafað ofan í sögu sönglagsins hér á landi og komið ítrekað að þessu margslungna tjáningarformi. Á Myrkum músíkdögum blása þær Hildigunnur og Guðrún Dalía til veislu til heiðurs sönglaginu og veita innsýn í heim þess hér á landi í samtímanum.

View Event →
VENTUS / Eyjólfur Eyjólfsson & Berglind María Tómasdóttir
Jan
25
1:00 PM13:00

VENTUS / Eyjólfur Eyjólfsson & Berglind María Tómasdóttir

Sumarið 2021 hófu þau Berglind María og Eyjólfur að kanna í sameiningu hljóðheim náttúruflauta smíðaðar úr hvönn og rabbabara, efnivið sem finna má víða í íslenskri náttúru yfir sumartímann. Ventus er afrakstur þessarar könnunar og skírskotar til latneska heitisins yfir vind, sem ekki eingöngu er innblástur að tónheimi verksins, heldur hefur hann átt þátt í að móta efnivið þeirra hljóðfæra sem leikið verður á.

View Event →
Sinfónían á Myrkum / ISO at Dark Music Days
Jan
24
6:00 PM18:00

Sinfónían á Myrkum / ISO at Dark Music Days

Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum eru tilhlökkunarefni fyrir alla unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á tónleikunum, sem eru opnunartónleikar hátíðarinnar í ár, hljóma nýleg og athyglisverð verk frá Íslandi og Brasilíu.

View Event →