Back to All Events

SÓLÓ - Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

SÓLÓ / SOLO
Ingólfur Vilhjálmsson, Tinna Þorsteinsdóttir og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

Fimmtudagur 29. janúar 2026
22:30-23:30
Á sviðinu í Eldborg / Harpa – on the Eldborg stage


Áheyrendum er boðið til sætis á Eldborgarsviði Hörpu og deila þar sviðinu með þremur framúrskarandi einleikurum sem flytja verk höfunda sem þau bindast nánum böndum. Söngkonan Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir flytur verk Finns Karlssonar, Ingólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari flytur einleiksverk Hauks Þórs Harðarsonar og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari, flytur tvö einleiksverka móður sinnar Karólínu Eiríksdóttur.

//
In this concert, the audience may share the stage of the Eldborg concert hall with three outstanding soloists. There they will perform works by composers they have worked closely with. The singer Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir will perform a work by Finnur Karlsson; Ingólfur Vilhjálmsson on clarinet will perform a solo piece by Haukur Þór Harðarson and Tinna Þórsteinsdóttir will perform two solo piano pieces by her mother Karólina Eiríksdóttir. 


Flytjendur / Performers

Ingólfur Vilhjálmsson, klarínett
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, söngur
Tinna Þorsteinsdóttir, píanó


Efnisskrá / Programme
Haukur Þór Harðarson:
Anima (2019)

Finnur Karlsson:
Fjögur lög með millispilum (2018)

Karólína Eiríksdóttir:
Ferðalag fyrir fingur (1986)
Partíta (2005)

Ingólfur Vilhjálmsson er einn af afkastamestu flytjendum af nýjustu og framúrstefnulegri tónlist sem er í gangi. Hann byrjaði snemma á sýnum ferli að fá ný stykki samin fyrir sig og hefur frumflutt ógrynni verka fyrir klarinettur sínar. Árið 2017 kom út diskurinn "Ingólfur Vilhjálmsson, Solo Bass Clarinet, Contrabass Clarinet" með einleiksverkum eftir Alistair Zaldua, Jesper Pedersen, Jakob Diehl, Þráinn Hjálmarsson og tveimur verkum fyrir bassklarinett og kontrabassklarinett eftir Donatoni. Hann hefur unnið með mörgum þekktum tónskáldum, t.d. Helmut Lachenmann að einleiksstykkinu Dal Niente, og hefur gefið Masterklassa fyrir klarinettista og tónskáld. Ingólfur er fyrrum meðlimur í Adapter Ensemble og túraði og kom fram í USA, Japan, Evrópu og kom fram á festivölum eins og MärzMusik, Ultraschall (Berlin). Ingólfur hefur tekið upp öll einleiksverk fyrir klarínettur eftir Donatoni og Grammophone Magazine hefur lýst leik hans sem “fyrirmyndar, stundum ofsafengin klarinettutækni”.
 

Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir er klassískt menntuð söngkona sem syngur allt frá barokki til nútímatónlistar, en hefur undanfarin ár verið að skapa sér sérstöðu við frumflutning nýrra verka, bæði sem einsöngvari og sem meðlimur tónlistarhópsins KIMI ensemble. Hún hefur frumflutt yfir 25 verk - má þar nefna fimm óperur, leikhústónlist, óratoríu og fjölda kammerverka eftir íslensk og erlend tónskáld. Þórgunnur hefur komið fram sem einsöngvari m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, BIT20 Ensemble (NO), Ensemble Storstrøm (DK), Århus Sinfonietta (DK), Kammersveit Reykjavíkur og  Elju, og sungið á hátíðum svo sem Bang on a Can (BNA), Tête à Tête (BR), Feneyjartvíæringnum (IT), og víðar. Hún hefur sem dæmi túlkað óperuhlutverkin Dido og Ariodante og var hún tilnefnd sem „söngvari ársins“ á Grímunni árið 2025 fyrir hlutverk sitt í nýju íslensku óperunni Brím. Þórgunnur lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu dr. Þórunnar Guðmundsdóttur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og síðar bakkalár- og meistaragráðu frá Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn undir leiðsögn Hönnu Hjort og Marianne Rørholm.


Tinna Þorsteinsdóttir hefur verið liðtæk á sviði nýrrar tónlistar og frumflutt fjölda píanóverka sem samin hafa verið fyrir hana, þar af 6 einleikskonserta. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og masterklassa í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu með áherslu á samtímatónlist. Menntuð sem klassískur píanóleikari þá spilar Tinna allar aldir píanóbókmenntanna, þótt 21sta öldin sé hennar aðal ástríða. Undirbúið píanó, rafhljóð, dótapíanó, leikhúsverk og gjörningar rata gjarnan inn á efnisskrár hennar. Tinna hlaut Menningarverðlaun DV í flokki tónlistar árið 2013 og er bæjarlistamaður Garðabæjar 2025.

//

Ingólfur Vilhjálmsson is a prolific performer of the newest and most progressive genres of music. He started early in his career, commissioning and premiering many solo pieces for the instrument. Ingólfur recorded his solo album, “Ingólfur Vilhjálmsson, Solo Bass Clarinet, Contrabass Clarinet” in 2017, featuring works written for him by Alistair Zaldua, Jesper Pedersen, Jakob Diehl, Thrainn Hjalmarsson alongside the more recent modern repertoire from Franco Donatoni. He has collaborated with many famous composers including Helmut Lachenmann on his masterpiece Dal niente, whilst also frequently giving masterclasses and workshops for both instrumentalists and composers. As a former member of Adapter Ensemble, he toured to the US, Japan, Europe and played on many festivals like MärzMusik, Ultraschall (Berlin). Ingólfur has recorded all three of Donatoni's solo clarinet works and his playing has been described as “exemplary, at times fierce virtuosity” by the Grammophone Magazine.


Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir is an Icelandic vocalist and performer based between Copenhagen and Reykjavík. She is classically trained and performs in a wide range of early to contemporary music, but has found her niche in performing new music. She enjoys working closely with composers and has premiered well over twenty five pieces which comprise both operas, solo pieces, as well as chamber music composed for her trio KIMI ensemble. Þórgunnur has performed as a soloist with e.g. The Icelandic Symphony Orchestra, Århus Sinfonietta (DK), BIT20 Ensemble (NO) and at festivals such as Bang on a Can (US), Tête à Tête opera festival (UK), Venice Biennale (IT), et al.. She has interpreted operatic roles such as Dido and Ariodante, and was nominated as “Singer of the year“ in 2025 at Gríman, the Icelandic acting awards, for her role in the new Icelandic opera Brím. Þórgunnur has a Bachelor’s and Master’s degree from The Royal Danish Academy of Music where she studied with Marianne Rørholm, Hanna Hjort and Helene Gjerris.


Tinna Þorsteinsdóttir has been active in the field of new music and has premiered multiple piano works written for her, including 6 solo concertos. She has given numerous solo recitals and masterclasses in Europe, the United States and Asia with an emphasis on contemporary music. Trained as a classical pianist, Tinna plays all centuries of piano literature, although the 21st century is her main passion. Prepared piano, electronic sounds, toy piano, theater works and performances often find their way into her repertoire. Tinna received the DV Cultural Award in the music category in 2013 and is the Municipal Artist of Garðabær 2025.