Back to All Events

HLAÐ // CAST Haraldur Jónsson

Hlað - Haraldur Jónsson
Cast - Haraldur Jónsson

Fimmtudagur 29. janúar 2026
21:30-22:00
Almannarými Hörpu / Harpa’s open spaces
Ókeypis aðgangur / Free admission


Í verkum Haraldar fléttast ólíkar efniskenndir, tungumál og hljóðmyndir saman á margslunginn hátt og birtast áhorfendum sem rýmisverk, hljóðinnsetningar og gjörningar. Þau taka mið af aðstæðum hverju sinni og leitast við að vekja staðaranda með fjölbreyttum inngripum og aðferðum. Verk hans eiga sér stað á stefnumóti ólíkra miðla og bjóða gjarnan upp á virka þátttöku sýningargesta í síbreytilegri merkingarsköpun.


Á Myrkum músíkdögum í ár frumflytur Haraldur Jónsson í samstarfi við nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands verkið Hlað í almannarými Hörpu.

//

In Haraldur’s works, different materials, languages, and soundscapes are intricately interwoven, appearing to audiences as spatial installations, sound works, and performances. His pieces respond to their surroundings and seek to evoke a sense of place through diverse interventions and methods. They exist at the crossroads of various media and often invite active participation from visitors, who contribute to an ever-shifting creation of meaning.

At Dark Music Days this year, Haraldur Jónsson, in collaboration with students from the Department of Performing Arts at the Iceland University of the Arts, will premiere the work Cast in the public spaces of Harpa.

Flytjendur / Performers

Haraldur Jónsson

Nemendur í sviðslistadeild Listaháskóla Íslands / Students from the performing arts department of Iceland University of the Arts


Efnisskrá / Programme

Haraldur Jónsson: Hlað / Cast

Haraldur Jónsson nam við MHÍ í Reykjavík, Kunstakademie í Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi og við Institut des Hautes Études en Arts Plastiques í París, Frakklandi. Árið 2018 var haldin yfirlitssýningin Róf á Kjarvalsstöðum. þar sem verk hans frá síðasta aldarfjórðungi voru sett í samhengi. 2019 var hann valinn Borgarlistamaður og árið 2020 var einkasýningin Ljósavél í BERG Contemporary tilnefnd til Íslensku Myndlistarverðlaunanna. Haraldur hefur meðal annars unnið rýmisverk fyrir tónlistarröðina Hljóðön og verið í samstarfi við Ensemble Mosaik  í Berlín.

//

Haraldur studied at the Reykjavík College of Arts and Crafts, Kunstakademie in Düsseldorf, West Germany and at the Institut des Hautes Études en Arts Plastiques in Paris, France. In 2018, the retrospective Spectrum was held at Kjarvalsstaðir. where his works from the last quarter of a century were put into context. In 2019 he was chosen Urban Artist and in 2020 his solo exhibition Light Machine at BERG Contemporary was nominated for the Icelandic Art Award. Haraldur has, among other things, created spatial works for the music series Phonemes in Hafnarborg Museum and collaborated with Ensemble Mosaik in Berlin.