Back to All Events

SETNING MYRKRA MÚSÍKDAGA 2026 // Opening of Dark Music Days 2026

  • Harpa Concert Hall (map)

Setning Myrkra músíkdaga 2026 / Kammerkórinn Huldur
Opening of Dark Music Days 2026 / Huldur chamber choir

Fimmtudagur 29. janúar 2026
18:00-19:00
Hörpuhorn
Ókeypis aðgangur / Free admission

Setning Myrkra músíkdaga 2026 fer fram í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. Hæð Hörpu. Við setningu hátíðarinnar flytur Kammerkórinn Huldur fjölbreytta efnisskrá eftir meðlimi kórsins, en kórinn, sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 18-26 ára, hefur að marki að virkja eigin meðlimi til tónsmíða. Kórinn er því í senn vettvangur fyrir tónsköpun meðlima ásamt því að kynna fyrir ungu fólki strauma og stefnur nýrrar kórtónlistar.

Viðburðurinn er opinn öllum.

//

The opening event of Dark Music Days 2026 will take place in Hörpuhorn, opposite Eldborg Hall on the 2nd floor of Harpa. At the festival’s opening, the chamber choir Huldur will perform a diverse program featuring works by members of the choir. The choir, which consists of young people aged 18–26, aims to encourage its own members to compose music. The choir serves both as a platform for its members’ creative work and as a way to introduce young people to current trends and directions in contemporary choral music.

The event is open to everyone.



Flytjendur / Performers

Kammerkórinn Huldur

Hreiðar Ingi Þorsteinsson, stjórnandi

Kammerkórinn Huldur var stofnaður af kórstjóranum og tónskáldinu Hreiðari Inga Þorsteinssyni haustið 2021. Samkvæmt íslenskum þjóðsögum og ljóðum er huldur náttúruvættur, sem býr í fossgljúfrum eða djúpt í hafi og knýr fram öldugang með söng og leik á langspil. Kórmeðlimir eru á aldrinum 18-26 ára. Markmið kórstarfsins er að kynna kórmeðlimum stefnur og strauma innan nýrrar kórtónlistar og síðan, með það veganesti, að virkja meðlimi til tónsköpunar, svo að úr verði vinnusmiðja í tónsmíðum fyrir ung og upprennandi tónskáld.

//

The chamber choir Huldur was founded by conductor and composer Hreiðar Ingi Þorsteinsson in the autumn of 2021. According to Icelandic folklore and poetry, a huldur is a nature spirit that dwells in waterfalls or deep in the sea and stirs the waves through song and by playing the traditional Icelandic instrument, the langspil.

The choir’s members are between 18 and 26 years old. The goal of the choir’s work is to introduce its singers to the currents and trends of contemporary choral music and, with that foundation, to encourage them to compose music themselves — turning the choir into a workshop for young and emerging composers.