How to Ruin someone's Career as a Violist - S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir
Föstudagur 30. janúar 2026
18:15-18:45
Almannarými Hörpu - Hörpuhorn / Harpa’s open spaces
Ókeypis aðgangur / Free Admission
Verkið How to Ruin Someone’s Career as a Violist (ísl. Hvernig skal skemma feril víóluleikara) eftir danska tónskáldið S. Gerup er afrakstur samstarfs þeirra S. Gerup og Þórhildar Magnúsdóttur, víóluleikara. Um verkið segir S. Gerup: „Sem tónskáld hef ég lagt upp með að vinna með þjáningu sem getur almennt verið lamandi fyrir hvern sem er — svo sem sambandsslit, fósturlát og alvarleg veikindi. Í „How to Ruin Someone’s Career as a Violist“ viljum við varpa ljósi á þá vanhæfni til að framkvæma sem þessar aðstæður geta valdið. Verkið snýst um mismunandi birtingarmyndir innri sársauka. Innblástur verksins fenginn úr orðum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt: „[t]il að vera til þarf að fela suma veruleika, á meðan aðrir veruleikar, þvert á móti, verður að opinbera.“
Verkið var pantað af Myrkum músíkdögum og Klang Festival í Danmörku og er hluti af samstarfsverkefni á milli Norðurlandanna og Skotlands, Northern Connection.
//
The work How to Ruin Someone’s Career as a Violist by Danish composer S. Gerup is the result of a collaboration between S. Gerup and violist Þórhildur Magnúsdóttir. S. Gerup writes about the piece: “As a composer, I have set out to work with suffering that can generally be disabling for anyone — such as break up, miscarriage, and severe illness. In "How to Ruin Someone's Career as a Violist" we want to expose the lack of ability to perform, that these conditions bring, through a classically trained violist. The work revolves around those various forms of internalized pain. It’s inspiration comes from the German philosopher Hannah Arendt who writes that in order to exist, some realities must be kept hidden, while others, on the contrary, must be made public.”
The work was commissioned by Dark Music Days and Klang Festival in Denmark and is part of the Nordic–Scottish collaborative project Northern Connection.
Flytjendur / Performers
Þórhildur Magnúsdóttir, víóla og rödd
Efnisskrá / Programme
S. Gerup & Þórhildur Magnúsdóttir: How to Ruin someone's Career as a Violist
Þórhildur Magnúsdóttir er víóluleikari búsett í Kaupmannahöfn. Hún hefur mikinn áhuga á nýrri tilraunakenndri tónlist og samtímatónlist og sækir stöðugt í samsköpun við listamenn þvert á greinar. Undanfarið hefur hún einnig rannsakað möguleika víólunnar og raftónlistar í spuna og hyggst þróa það verkefni áfram á næsta ári. Þórhildur er meðlimur í óhefðbundna strengjatríóinu Tríó Sól og kammersveitinni Elju. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og spilar reglulega sem aukamaður í sömu hljómsveit. Þórhildur stundaði nám við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn undir handleiðslu Asbjørn Nørgaard, Tim Frederiksen og Lars Anders Tomter. Hún stundaði einnig skiptinám hjá Diederik Suys í KASK & Conservatorium í Gent, Belgíu.
S. Gerup (f. 1994) ólst upp í nágrenni Kaupmannahafnar og stundaði nám í klassískri tónsmíði við Konunglega tónlistarháskólann í Danmörku hjá Simon Løffler og Bent Sørensen, auk framhaldsnáms við KCB í Brussel, Belgíu, hjá Annelies Van Parys.
//
Þórhildur Magnúsdóttir is an Icelandic violist and performer currently based in Copenhagen. She takes great interest in new experimental music and free improvisation and actively seeks interdisciplinary collaboration with artists from various fields. Lately, she has also been exploring the possibilities of the viola and electronics in improvisation and intends to develop that project next year. Þórhildur is a member of Tríó Sól ensemble and Elja chamber orchestra. She has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra and regularly plays as an assistant with the same orchestra. Þórhildur studied at the Royal Danish Academy of Music with Asbjørn Nørgaard, Tim Frederiksen and Lars Anders Tomter and at KASK & Conservatorium in Ghent, Belgium with Diederik Suys.
S. Gerup (b. 1994) grew up around Copenhagen and studied Classical Composition at the Royal Danish Academy of Music with Simon Løffler, Bent Sørensen and at KCB in Bruxelles, Belgium with Annelies Van Parys.