Back to All Events

Intraloper / In Sea Apparat & Bergrún Snæbjörnsdóttir

Intraloper / In Sea – APPARAT & Bergrún Snæbjörnsdóttir

Föstudagur 30. janúar 2026
19:00-20:00
Norðurljós

Þýski málmblásarakvartettinn APPARAT frumflytur nýtt verk Bergrúnar Snæbjörnsdóttur. Verkið er afrakstur samstarfs Bergrúnar og hópsins og samið sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. 

Tónlist Bergrúnar er oft á tíðum samofin myndlist og innsetningum en kveikjur og áhrif sækir Bergrún gjarnan í heimspeki og náttúrufyrirbæri. Bergrún vinnur á spennandi mærum ólíkra listgreina, tónlist hennar oft samofin myndlist og innsetningum en kveikjur og áhrif eru gjarnan sótt í heimspeki og náttúrufyrirbæri. Í verkum hennar er hinn sjónræni þáttur iðulega virkjaður og hlutverk tónlistarflytjandans opið og spunakennt þar sem Bergrún nýtir sér óhefðbundna nótnaskrift. 

Tónleikarnir eru um 40’ að lengd án hlés.

//

The German brass quartet APPARAT will premiere a new work by Bergrún Snæbjörnsdóttir, the result of a collaboration between the composer and the ensemble, written especially for the occasion of the festival.

Bergrún’s music is often intertwined with visual art, drawing inspiration from philosophy and natural phenomena. She frequently works at the exciting intersections of different art forms, where her music merges with visual expression and spatial elements. In her works, the visual aspect is often activated, and the role of the performer is open and improvisatory, as Bergrún employs unconventional notation.

The concert lasts about 40 minutes and will be performed without an intermission.


Flytjendur / Performers

APPARAT:

Mathilde Conley, trompet / trumpet

Samuel Stoll, horn

Weston Olencki, básúna / trombone

Max Murray, túba


Efnisskrá / Programme

Bergrún Snæbjörnsdóttir: Intraloper / In Sea (2025)

Tónlist Bergrúnar Snæbjörnsdóttur (f. 1987) hefur vakið sívaxandi athygli á undanförnum árum en á meðal tónlistarhópa sem hafa flutt verk hennar má nefna sveitir svo sem Fílharmóníusveitina í Osló og International Contemporary Ensemble. Bergrún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og síðar við Mills College í Kaliforníu þar sem hún naut leiðsagnar brautryðjenda á sviði framsækinnar tilraunatónlistar; má þar nefna Pauline Oliveros, Fred Frith og Zeena Parkins.

Bergrún vinnur á spennandi mærum ólíkra listgreina, tónlist hennar oft samofin myndlist og innsetningum en kveikjur og áhrif eru gjarnan sótt í heimspeki og náttúrufyrirbæri. Í verkum hennar er hinn sjónræni þáttur iðulega virkjaður og hlutverk tónlistarflytjandans opið og spunakennt þar sem Bergrún nýtir sér óhefðbundna nótnaskrift. Á meðal nýlegra verka má nefna Agape, sem sýnt var á myndlistarhátíðinni Sequences árið 2021; Ecognosis, pantað af International Contemporary Ensemble árið 2021 og ROFÖLDUR með John McCowen, pantað af INA GRM og flutt í Radio France 2025. 

Þýski málmblásarahópurinn Apparat hefur aðsetur sitt í Berlín en starfar jafnt alþjóðlega í heimi samtímatónlistar. Hópurinn er í kjarnann kvartett sem starfar náið með tónskáldum, hljóðlistafólki, spunaflytjendum og öðrum málmblástursleikurum búsettum í Berlín og flytur fjölbreytta tónlist af mismunandi stærðargráðum og í ólíkum formum. Hópurinn hefur haldið viðburði á tónleikastöðum á borð við Philharmonie Luxembourg og Akademie der Künste í Berlín og kom árið 2024 fram á fjölda evrópskra tónlistarhátíða, þar á meðal Ultraschall Festival Berlin, Eclat Festival Stuttgart og Klang Festival Copenhagen ásamt tónleikaröðinni KM28 í Berlín. APPARAT hefur komið fram ásamt EnsembleKollektiv Berlin á hátíðum líkt og Musikfest og MaerzMusik á vegum Berliner Festspiele.

//

Hailing from the peripheries of Iceland, Bergrún Snæbjörnsdóttir “elemental style” (Steve Smith, The New Yorker) follows inner logics when approaching composition, often integrating sound and other phenomena into an indivisible whole - creating mutable, breathing, living structures through experimental performance practices and notation. Her works have been commissioned by some of the world’s leading ensembles and festivals/venues, including Ina GRM, Iceland Symphony Orchestra, International Contemporary Ensemble, National Sawdust, Prototype Festival, Sequences Art Biennal, Tectonics Festival, SPOR Festival, Nordic Music Days and Klang Festival among others. Other ensembles that have presented Bergrún’s music include the Oslo Philharmonic, Ensemble Musikfabrik, Esbjerg Ensemble, Norrbotten NEO, Avanti Chamber Ensemble, Distractfold, Cikada, KNM Berlin, Decibel and more. Her works have also been featured at prestigious festivals and venues such as Lincoln Center’s Mostly Mozart, ISCM’s World New Music Days, Ultima Festival, Only Connect, Heroines of Sound, Arctic Arts Festival, Sound of Stockholm and many other events.

Bergrún holds a master’s degree in composition from Mills College, California, and currently resides in Reykjavík, Iceland, where she has been appointed assistant professor of composition at the Iceland University of the Arts since 2022.

Apparat is a Berlin-based brass ensemble dedicated to contemporary music. Rooted in a core quartet, the ensemble collaborates with composers, sound-artists, improvisers, and a cohort of unique Berlin-based brass instrumentalists in the presentation of work ranging widely in scale and format. Having presented programs in venues such as the Philharmonie Luxembourg and Berlin’s Akademie der Künste, in 2024 the ensemble appeared at a series of festivals including the Ultraschall Festival Berlin, Eclat Festival Stuttgart, and the Klang Festival Copenhagen, alongside concluding an eight-concert series at Berlin’s KM28. In the context of EnsembleKollektiv Berlin, the ensemble has appeared in Musikfest and Maerzmusik of the Berliner Festspiele.