Rafheimar / Music Tapestry
Föstudagur 30. Janúar 2026, kl. 18:00-23:00
Laugardagur 31. Janúar 2026, kl. 15:00-21:00
K2, Harpa
Ókeypis aðgangur
Í kjallara Hörpu (K2), opnar hlustunarrýmið Rafheimar. Rafheimar er opið hlustunarrými sem býður gestum sínum upp á að hlýða á samfellda dagskrá af úrvali fjögurra rása rafverka eftir eigin hentugleika. Verkin verða flutt nokkrum sinnum yfir opnunartíma hlustunarrýmisins.
Listafólk Rafheima eru þau Guðmundur Arnalds, Ida Juhl, Kaðlín Sara Ólafsdóttir, Magnús Blöndal Jóhannsson, Ríkharður H. Friðriksson, Þorkell Atlason, Þóranna Dögg Björnsdóttir og Þuríður Jónsdóttir.
//
The listening space Rafheimar opens in K2 at Harpa. Rafheimar is an open listening environment where visitors are invited to experience a continuous programme of selected four-channel electronic works, entering and listening at their own pace.
The works will be presented multiple times throughout the opening hours of the listening space.
Artists featured in Rafheimar are Guðmundur Arnalds, Ida Juhl, Kaðlín Sara Ólafsdóttir, Magnús Blöndal Jóhannsson, Ríkharður H. Friðriksson, Þorkell Atlason, Þóranna Dögg Björnsdóttir, and Þuríður Jónsdóttir.
Efnisskrá / Programme
Guðmundur Arnalds - Quiesce (2025)
ida schuften juhl - Study of Movement - Gravity (2025/2026)
Kaðlín Sara Ólafsdóttir - Aftur kem ég heim til þín (2023)
Magnús Blöndal Jóhannsson - Constellation (ísl. Samstirni) (1961)
– arranged for 4 channels by Ríkharður Friðriks
Ríkharður Friðriks - Líðan V - Redux (2024/2026)
Þorkell Atlason - unnamed electronic piece 2 /UEP 2/ (2026)
Þóranna Dögg Björnsdóttir - FINGUR, EYRU OG HJARTA #1 (2021)
Þuríður Jónsdóttir - Lusus Naturae (2014)
Guðmundur Arnalds er raftónlistarmaður, tónskáld, gítarleikari og plötusnúður úr Mosfellsbæ. Hann er ef til vill oftast kenndur við störf sín í Mengi þar sem hann hefur starfað um árabil, en hann hefur komið að ótal tónleikum og hljómplötum sem tengjast stofnuninni á einn eða annan hátt. Auk þess hefur hann getið sér gott orðspor innan jaðarsenu Reykjavíkur þar sem hann hefur verið áberandi í margskonar verkefnum af ólíkum toga en Guðmundur hlaut m.a. Kraumsverðlaunin fyrir störf sín með hljómsveitinni Final Boss Type Zero (2022) og ex.girls (2023).
Quiesce er flauta. Hugtakið vísar til breytinga á biðminni innan tölvuferla, en um er að ræða millibilsástand þar sem ákveðin kerfi eru hvorki virk né óvirk. Það eru slíkar breytingar sem sjá um eiginlegan blástur í þessa furðulegu flautu. Litlar gagna-agnir úr hörðu drifi spýtast í gegnum stafrænt munnstykki með ófyrirsjáanlegum niðurstöðum sem hljóma eins og að verkið sé flutt af djasshljómsveit sem samanstendur af maurum með pínulítil slagverk og einum stórum hval. Verkið var unnið í Max/MSP og útfært fyrir 4 hátalara.
///
Ida Juhl (f. 1994) er raftónlistarframleiðandi, flytjandi og tónskáld sem hefur verið hluti af neðanjarðarsenu Íslands frá árinu 2015. Hún lauk BA-prófi í nýmiðlatónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2022 og hefur samið tónlist fyrir samtímadans, innsetningarlist og stuttmyndir. Ida framleiðir og flytur jafnframt raftónlist undir listamannsnafninu Knackered.
Verkið er áhorfendamiðuð rannsókn á hreyfingu og líkamleika fyrir fjóra hátalara og tvo bassahátalara. Þegar hlustandi er staðsettur inni í hring hátalaranna má skynja hreyfingu hljóðsins sem eins konar þyngdarkraft sem gefur til kynna stefnu og feril hreyfingar. Þar sem hrynjandi hefur þann mátt að fá okkur til að hrista höfuðið eða tappa með fótunum, getur það að kóreógrafa hljóð í rými sem hluta af tónsmíðaferlinu opinberað umhverfi til frekari könnunar á líkamleika tónlistar og þess rýmis sem við upplifum hana í. Í þessu tilfelli er áhorfandinn akkerið, en hreyfanlegt hljóðið segull sem breytir stefnu, hliðrar jafnvægi og hvetur til hreyfingar.
Hluti af hljóðefninu var upphaflega saminn fyrir margrása flutningsverkið Látið blómin tala (Song of a Rebel Flower), sem var skapað, kóreógraferað og samið í samstarfi við Felix Urbina Alejandre, Cameron Anderton, Bergþóru Ægisdóttur og Maurizio Vuolo. Verkið var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2025.
//
Kaðlín Sara Ólafsdóttir er hljóðlistakona búsett í Haag, Hollandi. Í verkum sínum einbeitir hún sér að úreltum miðlum svo sem kassettum og kassettuspilurum. Hún hefur gert hljóðinnsetningar og tónverk sem leggja áherslu á nostalgíu og rýrnun miðilsins með því að draga fram ófullkomleika kassettutækisins og tengja það við ófullkomleika minnisins. Undanfarið hefur Kaðlín einbeitt sér að þemum eins og heimþrá og að tilheyra með því að umbreyta rödd, vettvangsupptökum og hljóðfæraleik bæði fyrir hljóðverk og lifandi flutning. Kaðlín hefur komið fram á hátíðum svo sem Rewire í Haag, NEXT í Bratislava, Raflost í Reykjavík og Ekko í Bergen. Verk eftir hana hafa tvívegis verið valin fyrir hönd Íslands á hátíðinni Ung Nordisk Musik, árið 2022 í Reykjavík og 2024 í Örebro, Svíþjóð.
Aftur kem ég heim til þín (2023)
Portrett af landslagi Eyrarbakka, þaðan sem fjölskylda móður minnar er og þar sem ég bjó fyrstu mánuði ævi minnar. Verkið er búið til með vettvangsupptökum í þorpinu og fangar kyrrlátt og einangrað andrými þess. Þannig verður til hljóðmynd af náttúrulega umhverfinu, svo sem öldugangi, fuglasöng og fótataki í snjónum. Það endurspeglar landfræðilegt, menningarlegt og sögulegt andrúmsloft þorpsins og leggur áherslu á flatt landslag, samheldið samfélag og dvínandi iðnað. Þessar upptökur eru unnar í gegnum kassettutæki, sem er í eðli sínu nostalgískur hlutur, til að tákna minningar mínar og persónuleg tengsl við þorpið. Aftur kem ég heim til þín var upphaflega samið fyrir 8 rásir sem hluti af útskriftarverkefni mínu úr meistaranámi í Sonology við Konunglega tónlistarskólann í Haag.
///
Magnús Blöndal Jóhannsson (1925–2005) hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan nám við Juilliard-tónlistarskólann í New York frá 1947 til 1953. Hann var fyrsta tónskáldið á Íslandi sem nýtti raðtækni við tónsmíðar og heyra má í píanóverkinu, Fjórar abstraksjónir, sem samið var á námsárunum í New York. Magnús var einn af stofnendum Musica Nova-hópsins á Íslandi árið 1959 og hóf tilraunir með raftónlist um það leyti. Fyrsta raftónlistarverk hans, Elektrónísk stúdía fyrir blásturskvintett og píanó, var frumflutt árið 1960, og á eftir fylgdu verkin
Constellation (ísl. Samstirni) (1961) og Punktar (1962), fyrir hljómsveit og rafhljóð. Í kjölfarið kom lítið af verkum frá Magnúsi, sem sneri þó við í kringum 1980 með röð merkilegra verka, þar á meðal Solitude fyrir einleiksflautu og Adagio fyrir strengi, slagverk og seleste.
Verkið Constellation (ísl. Samstirni) var frumflutt á tónleikum Musica Nova-tónleikaraðarinnar í desember 1961. Verkið samanstendur af tilfallandi hljóðbútum úr ólíkum áttum. Þar má nefna hljóðritanir af röddum Kristínar Önnu Þórarinsdóttur, leikkonu og Þuríðar Pálsdóttur, sóprans, cymbalahljóðum, hljóðritunum af orgelverki Magnúsar Ionization frá 1957, hljóðritunum af taktmæli í bland við hrein rafhljóð. Verkið er upprunalega á einni hljóðrás en fær hér að hljóma í útfærslu Ríkharðs H. Friðrikssonar fyrir fjögurra rása uppsetningu. Nánar má lesa til um sögu verksins og ítarlega greiningu á verkinu í doktorsritgerð Dr. Bjarka Sveinbjörnssonar frá árinu 1997, Tónlist á Íslandi á 20. öld. Ritgerð Bjarka er aðgengileg á vefslóðinni: https://www.musik.is/BjarkiSve/Phd/phd.html
///
Ríkharður H. Friðriksson fer tvær áttir í raftónlist; annars vegar gerir hann hreina "elektró-akústíska" tónlist þar sem hann vinnur með náttúrhljóð og hreyfingu þeirra í rými, en hins vegar spinnur hann á rafgítar sem er síðan sendur í gegnum eftirmeðferð í tölvu. Á því sviði kemur hann annað hvort fram einn eða með sveitinni Icelandic Sound Company.
Hann hefur kennt tónsmíðar og raftónlist við Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Kópavogs. Þess á milli sést til hans að spila pönk með hljómsveiti9:15nni Fræbbblunum.
Líðan V - Redux (2024/2026)
Verkið er unnið upp úr 32ja rása hljóðverkinu Líðan V sem var frumflutt í hljóðbrunnum Kaupmannahafnar fyrir nokkru síðan. Það verk var svo unnið upp úr upptökum sem urðu afgangs frá verkunum Líðan I, II og III frá 2001, 2002 og 2005. Hljóðin eiga öll sameiginlegt að stafa af einhvers konar vanlíðan, sem var reyndar mjög raunveruleg þegar upptökurnar voru gerðar. Síðan eru þau unnin áfram á algerlega tónlistarlegum forsendum. Nær öll hljóðvinnslan fór frá á Kyma kerfi, eins og var notað í fyrstu Líðan verkunum og er nú komið aftur í notkun eftir langt hlé.
Upphaflega verkið var hannað fyrir 32 hátalara kerfi í jörðinni og með tímaskyn og framvindu sem var meira í áttina við innsetningu heldur en tónverk. Hér hefur verkið verið endurskipulagt og tímaframvindan þétt til að aðlaga það að færri hátölurum og til að virka betur sem tónverk með línulegri framvindu.
///
Þorkell Atlason er íslenskt tónskáld og gítarleikari. Hann stundaði nám í klassískum gítarleik í Reykjavík og tónsmíðum í Reykjavík og Rotterdam. Verk hans hafa verið flutt víða bæði erlendis og á Íslandi.
UEP2 byggir á FOF-hljóðgervingu í Csound, en úrvinnsla og rýmisuppsetning var unnin í Max.
///
Þóranna Dögg Björnsdóttir, tónskáld og myndlistarmaður - https://thorannabjornsdottir.com/
Viðfangsefni Þórönnu eru mörg og fjölbreytt en snúast gjarnan um heimssýn einstaklingsins, hvernig hún mótast og þróast. Verkefnin fela í sér þverfagleg vinnubrögð og þreifingar þvert á miðla og eru verk hennar gjarnan sambland af mynd og hljóði; taka form í gegnum lifandi gjörninga, innsetningar, skúlptúra og hljóðverk. Verk Þórönnu hafa verið flutt víða og hefur hún komið fram á fjölmörgum tónleikum og listahátíðum á Íslandi og erlendis. Þóranna starfar einnig með listamannahópnum Wunderland http://wunderland.dk/. Undanfarin ár hefur hún tekið að sér hlutverk sem sýningarstjóri einstakra sýninga og árið 2020 var hún annar sýningarstjóra listatvíæringsins Sequences X sem bar titilinn „Kominn tími til“.
Fingur, eyru og hjarta er röð verka sem eru að mestu byggð á efnivið sem er unnin og mótaður með Buchla modular hljóðgervli. Í mánaðarlangri vinnustofu EMS, Elektronmusikstudion, í Stokkhólmi fékk ég aðgang að hljóðfærinu, spilaði á það og hljóðritaði. Hljóðfærið hefur óendanlega möguleika til tónsköpunar og fór mikil vinna í að hlusta á hvernig smá snúningur takka hafði áhrif á blæbrigði tóns og hvernig hinar ýmsu snúrur og tengileiðir opnuðu á nýjar samsetningar. Vinnan með hljóðfærið fór fram í einhvers konar leiðslu og eftir að hafa varið öllum þessum tíma við takkasnúning og hlustun fór ég að velta fyrir mér hvað hefði átt sér stað í undirmeðvitund minni á meðan. Í Fingrum, eyrum og hjarta #1 tekst ég á við þessar hugleiðingar, þar sem syngjandi, urrandi og umvefjandi tónbylgjur kallast á við hversdagsleg hljóð, upprunaleg og breytt, og rödd mína.
///
Þuríður Jónsdóttir semur bæði sinfóníska tónlist og fölbryetta kammertónlist. Sum verka hennar nýta rafhljóð eða margmiðlunartækni, á meðan önnur kanna leikrænar hreyfingar, náttúruhljóð eða þátttöku áheyrenda. Hún lagði stund á flautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Conservatorio di Musica di Bologna á Ítalíu. Hún hefur einnig sótt fjölda framhaldsnámskeiða, þar á meðal nám hjá Franco Donatoni við Accademia Chigiana í Siena og hjá Alessandro Solbiati við Accademia di Novara. Verk hennar hafa verið pöntuð af hljómsveitum og samsetningum á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Los Angeles Philharmonic, Kammerhljómsveit Reykjavíkur og Caput Ensemble. Tónlist hennar hefur verið flutt á hátíðum á borð við Présences í París, Warsaw Autumn, November Music, KLANG í Kaupmannahöfn, Listahátíð í Reykjavík og Norræna músíkdaga í Ósló, Stokkhólmi, Reykjavík og Þórshöfn. Þuríður var tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árin 2006, 2010 og 2012.
Verkið Lusus Naturae var samstarfsverkefni Ólafar Nordal, Gunnars Karlssonar og Þuríðar Jónsdóttur. Það var framleitt af Hafnarborg og sýnt sem hluti af Listahátíð í Reykjavík árið 2014.
Lusus Naturae dregur upp draumkennda sýn á djúpsjávarheiminn. Verkið segir sögu hringrásar lífsins: fæðingu skáldaðra vera, tilveru þeirra, dauða og endurfæðingu. Lusus naturae er latneskt hugtak; lusus merkir „brandari“ eða „leikur“ og vísar hugtakið því til „leiks náttúrunnar“, augnabliks þegar náttúran afhjúpar leikandi hlið sína.
Hér er flutt hljóðfrálegt (acousmatic) hljóðbland af upprunalegri hljóðmynd verksins.
Þáttakendur:
Rödd: Gunnar Guðbjörnsson
Kontrafagott: Brjánn Ingason
Flauta: Þuríður Jónsdottir
ENGLISH:
///
Guðmundur Arnalds is a musician, composer, guitarist, and DJ from Mosfellsbær. He is perhaps most often associated with his work at Mengi, where he has been active for many years, but he has also been involved in countless concerts and recordings connected to the organization in one way or another. In addition, he has earned a strong reputation within Reykjavík’s experimental and underground scene, where he has been prominent in a wide range of diverse projects. Guðmundur has received the Kraumsverðlaunin (Kraum Awards) for his work with the bands Final Boss Type Zero (2022) and ex.girls (2023).
Quiesce is a flute. The term refers to changes in buffer memory within computer processes—an in-between state in which certain systems are neither active nor inactive. It is these changes that generate the actual airflow of this strange flute. Tiny data particles from a hard drive are expelled through a digital mouthpiece with unpredictable results, sounding as if the piece were being performed by a jazz ensemble made up of ants with miniature percussion instruments and one large whale. The work was created in Max/MSP and realized for four loudspeakers.
///
Ida Juhl (1994) is an electronic music producer, performer and composer who’s been part of Iceland’s underground scene since 2015. She graduated from LHI in 2022 with a BA in New Media Composition, and has composed for contemporary dance, installation art, and short films. Ida further produces and performs electronic music under the artist name Knackered.
The piece is an audience centric study of movement and physicality for four speakers and two subs. If the listener is submerged within the circle of speakers, the movement of sound can be perceived as an entity of gravity that suggests a trajectory of movement. Since rhythm has the ability to make us nod our heads and tap our feet, choreographing sound in space as part of a compositional process may reveal an environment to further explore the physicality of music, and of the space we experience it in. In this instance with the audience as an anchor and the moving sound as a magnet that shifts orientation and encourages movement.
Some of the audio material was originally created for the multi-channel performance piece Látið Blómin Tala (Song of a Rebel Flower) that was created, choreographed, and composed in collaboration with Felix Urbina Alejandre, Cameron Anderton, Bergþóra Ægisdóttir, and Maurizio Vuolo. The piece premiered at Reykjavík Dance Festival in 2025.
///
Kaðlín Sara Ólafsdóttir is a composer and performer based in The Hague. Working with cassettes and cassette players, she explores the possibilities of low-quality sound and obsolete materials. She has made compositions, live performances and sound installations focusing on nostalgia and deterioration by bringing to light the imperfections of the cassette player and connecting it to the imperfections of memory. Recently, Kaðlín’s focus has been on themes of homesickness and belonging through processing voice, field recordings, and live instrumentation in both live and fixed media settings. Kaðlín has performed live at festivals such as Rewire in The Hague, NEXT in Bratislava, Raflost in Reykjavík and Ekko in Bergen. Her work has been chosen twice to represent Iceland at the Ung Nordisk Musik festival, in Reykjavík 2022 and Örebro, Sweden in 2024.
Aftur kem ég heim til þín (2023)
A portrait of the landscape of Eyrarbakki, a village on the south coast of Iceland where my mother‘s family is from and where I lived for the first few months of my life. The piece is created using field recordings from Eyrarbakki, capturing its quiet and isolated ambiance. This makes for a sonic portrait of the natural environment, featuring sounds of the ocean, birdsong, and footsteps in the snow. It represents the village's geographical, cultural, and historical atmosphere, emphasising its flat terrain, close-knit community, and dwindling industry. These recordings are processed through a cassette player, an inherently nostalgic object, to reflect on my memories and my personal connection to the village. Aftur kem ég heim til þín was originally composed for 8 channels as a part of my graduation project from the masters program at the Institute of Sonology.
///
Magnús Blöndal Jóhannsson (1925–2005) began his music studies at the Reykjavík School of Music, then studied at the Juilliard School of Music in New York from 1947 to 1953. He was the first Icelandic composer to employ serialism; Four Abstractions for piano was composed while he was still studying in New York. Jóhannsson was one of the founders of the Musica Nova collective in Iceland in 1959 and began to experiment with electronic music at around that time. His first electronic work, Electronic Study for wind quintet and piano, was premiered in 1960, followed by Constellation (1961) and Points (1962). After a period of silence, Jóhannsson returned to composition with a series of remarkable works around 1980, including Solitude for solo flute and Adagio for strings, percussion and celeste.
The work Constellation (Icelandic: Samstirni) was premiered at a concert by Musica Nova collective in December 1961. The work consists of incidental sound fragments from various sources. These include recordings of the voices of Kristín Anna Þórarinsdóttir, actress, and Þuríður Pálsdóttir, soprano, cymbal sounds, recordings of Magnus's organ work Ionization from 1957, recordings of a rhythm meter mixed with pure electronic sounds. The work is originally in mono but is here arranged by Ríkharður H. Friðriksson's for fourchannels. Further details on the history of the work and analysis can be found in Dr. Bjarki Sveinbjörnsson's doctoral thesis from 1997, Music in Iceland in the 20th Century. Bjarki's thesis is available online at the following website: https://www.musik.is/BjarkiSve/Phd/phd.html
///
Ríkharður H. Friðriksson’s music falls into two general categories; he either makes pure electro-acoustic music, working with natural sounds and their movement in space, or he does live improvisations, playing electric guitar, processed with live electronics, either alone or with the Icelandic Sound Company. He has taught composition and electronic music at Iceland University of the Arts, Kópavogur Music School and Reykjavík College of Music. In his spare time he plays punk rock.
Líðan V - Redux (2024/2026)
The piece is a re-working of the 32 channel work Líðan V, premiered at Copenhagen’s Sound Wells a while ago. That work, in turn, was made from unused recordings done for the pieces Líðan I, II and III in 2001, 2002 and 2005. The sounds have the common origin of resulting from some kind of feeling not so well, a situation that was very real at the time of the original recordings. Then they are taken further on pure musical terms.
Almost all of the sound generation was done on a Kyma system, like the one used for the first Líðan works, now back in service after a long break.
The original work was make for a 32 loudspeaker system in the ground and with timing and organisation being more in line with an installation than a piece of music. The work has been re-organised and the timing tightened up to adjust the piece to fewer loudspekers and to work better as a piece of music with a linear narrative.
///
Thorkell Atlason is an Icelandic composer and guitarist. He studied classical guitar in Reykjavik and composition in Reykjavik and Rotterdam. His works have been performed widely abroad as in Iceland.
/UEP2/ is based on the fof synthesis in Csound, processing and spatial arrangement was realised in Max.
///
Þóranna Dögg Björnsdóttir, composer and visual artist – https://thorannabjornsdottir.com/
Þóranna’s subject matter is wide-ranging and diverse, often revolving around an individual’s worldview—how it is formed and how it evolves. Her projects involve interdisciplinary working methods and explorations across media, and her works are often a fusion of image and sound, taking shape through live performances, installations, sculptures, and sound works. Þóranna’s works have been presented widely, and she has performed at numerous concerts and art festivals in Iceland and abroad. She also works with the artist collective Wunderland (http://wunderland.dk/). In recent years, she has taken on roles as a curator for individual exhibitions, and in 2020 she was one of the curators of the Sequences X art biennial, titled “Kominn tími til” (Time Has Come).
Fingers, Ears, and Heart is a series of works largely based on material created and shaped using a Buchla modular synthesizer. During a month-long residency at EMS, Elektronmusikstudion, in Stockholm, I was given access to the instrument, played it, and recorded sound. The instrument offers endless possibilities for sound creation, and much work went into listening closely to how slight turns of a knob affected tonal nuances, and how the various cables and signal paths opened up new configurations. Working with the instrument took place in a kind of meditative state, and after spending all this time turning knobs and listening, I began to reflect on what might have been happening in my subconscious during that process. In Fingers, Ears, and Heart #1, I engage with these reflections, where singing, growling, and enveloping sound waves interact with everyday sounds—both original and transformed—and with my voice.
///
Þuríður Jónsdóttir composes both symphonic and chamber music in a wide range of forms. Some of her works incorporate electronics or multimedia elements, while others explore theatrical gestures, natural sounds, or audience participation. She studied flute performance and composition at the Tónlistarskólinn í Reykjavík and later at the Conservatorio di Musica di Bologna in Italy. She has also attended numerous advanced courses, including studies with Franco Donatoni at the Accademia Chigiana in Siena, and with Alessandro Solbiati at the Accademia di Novara. Her works have been commissioned by ensembles such as the Iceland Symphony Orchestra, the Los Angeles Philharmonic, the Reykjavik Chamber Orchestra, and Caput Ensemble. Her music has been performed at festivals including Présences in Paris, Warsaw Autumn, November Music, KLANG in Copenhagen, the Reykjavik Arts Festival, and the Nordic Music Days in Oslo, Stockholm, Reykjavik, and Tórshavn. Þuríður Jónsdóttir was nominated for the Nordic Council Music Prize in 2006, 2010, and 2012.
The interdisciplinary work Lusus Naturae was a collaboration between Ólöf Nordal, Gunnar Karlsson, and Þuríður Jónsdóttir. It was produced by Hafnarborg and presented as part of the Reykjavik Arts Festival in 2014.
Lusus Naturae presents a dreamlike vision of the deep sea. It tells the story of the circle of life: the birth of fictional beings, their existence, death, and rebirth. Lusus naturae is a Latin term; lusus means “joke,” and thus lusus naturae refers to a “joke of nature,” a moment when nature reveals its playful side.
Presented here is an acousmatic mix of the original soundscape.
Credits:
Voice: Gunnar Guðbjörnsson
Contrabassoon: Brjánn Ingason
Flute: Þuríður Jónsdóttir