GeimDýragarðurinn / Steinunn Eldflaug Harðardóttir & Jon Arthur Marrable
SpaceSafari / Steinunn Eldflaug Harðardóttir & Jon Arthur Marrable
Föstudagur 30. janúar 2026
20:00-23:00
Kaldalón
Ókeypis aðgangur
GeimDýragarðurinn er tölvuleikur þeirra Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Jon Arthur Marrable, tölvuleikjahönnuðar og byggir á hljóð- og myndheimi Steinunnar sem mætti lýsa sem litríkum og fullum af gáska og leikgleði. Iðkendur leiksins ferðast þar um GeimDýragarðinn og safna hljóðbútum úr lögum Steinunnar sem finna má vítt og breitt um heim leiksins. Útgáfa leiksins ber vott um nýstárlega leið tónlistarútgáfu í samtímanum, jafnframt því að vera fullkominn samruni þess mynd- og tónheims og leikgleði sem einkennir list Steinunnar.
Gestum Myrkra músíkdaga býðst að spila leik Steinunnar og Jon Arthur á stórum skjá í Kaldalóni, Hörpu.
//
SpaceSafari is a computer game, developed by composer and developer Steinunn Eldflaug Harðardóttir and developer Jon Arthur Marrable. The game is founded on Steinunn Eldflaug’s, colorful, fun and playful audio and visual world. Players of the game travel through the Space Zoo and collect audio clips from Steinunn's songs that can be found far and wide throughout the game's world. The game's release is a testament to the innovative way of music publishing in the contemporary era, while also being a perfect fusion of the visual and musical world and the joy of play that characterizes Steinunn's art.
Dark Music Days’ guests have the unique opportunity to play the game on a big screen in Harpa’s Kaldalón Hall.
Efnisskrá / Programme
Steinunn Eldflaug Harðardóttir & Jon Arthur Marrable - Geimdýragaðurinn (e. SpaceSafari)
Steinunn Eldflaug Harðardóttir hefur vakið athygli fyrir óvenjulega nálgun á myndlist þar sem hún blandar saman tölvuleikjagerð, raftónlist, gjörningum og gagnvirkri vídeóvörpun. Hún leitar nýrra leiða við listsköpun á mörkum þessara heima og skoðar hvernig tölvuleikir koma sterkir inn í nútímann sem listform. Hún hefur spilað furðu-raftónlist sína víða um lönd undir listamannsnafninu dj. flugvél og geimskip og hlotið góðar viðtökur, einnig hefur hún tekið þátt í listasýningum, kennt börnum forritun, vídeógerð, raftónlist og sviðsframkomu um allt land og búið til fjölmarga ofurskrautlega og sækadelíska lista-tölvuleiki.
https://djflugveloggeimskip.com/
Jon Arthur Marrable er hljóðhönnuður, skapari stafrænna listaverka og frumkvöðull í stafrænni og líkamlegri tónlistarupplifun og er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur ArthursAudioBPs. Arthur hefur komið að þróun fjölmargra nýstárlegra tónlistartölvuleikja og þróar sérsniðin stafræn hljóðfæri og hljóðgervla þar sem líkamlega hreyfingu notenda hefur áhrif á útkomu hljóðheimsins. Þessi líkamlega gagnvirkni hljóðfæranna býður notendum færi á að nálgast flókin stafrænan hljóðheiminn á forsendum leiks og innsæis.
//
Steinunn Eldflaug Harðardóttir has attracted attention for her unusual approach to art, where she mixes video game making, electronic music, performance and interactive video projection. She seeks new ways of creating art on the borders of these worlds and examines how video games are strongly entering the modern era as an art form. She has played her strange electronic music around the world under the artist name DJ Airplane & spaceship and has been well received, she has also participated in art exhibitions, taught children programming, video making, electronic music and stage performance all over the country and created numerous super-decorative and psychedelic art video games.
https://djflugveloggeimskip.com/
Digital & Physical Music Innovator Jon Arthur Marrable is an interactive audio designer and technical artist best known as the creator of ArthursAudioBPs. With a background in developing innovative music games, Arthur specializes in blurring the lines between digital sound design and physical interaction. They develop custom digital instruments and synthesizers, alongside creating unique physical musical gameplay experiences. Their work focuses on turning complex sound creation into intuitive, engaging play.