Samleið - Strokkvartettinn Siggi / Siggi String Quartet
Siggi String Quartet
Laugardagur 31. janúar 2026
15:00-16:00
Norðurljós
Allt frá stofnun hópsins árið 2012 hefur Strokkvartettinn Siggi lagt ríka áherslu á náið samstarf við tónskáld og listafólk við sköpun nýrra verka og hefur kvartettinn frumflutt fjölda nýrra verka sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn.
Á tónleikum Strokkvartettsins Sigga á Myrkum músíkdögum frumflytur hópurinn tvö ný verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hópinn að þessu tilefni. Verk Arngerðar Maríu Árnadóttur, Strengjakvartett nr. 2, er verk í tveimur þáttum sem bera nöfnin Undir kvöldhimni og Síðasti litur sumarsins. Í nýju verki Péturs Eggertssonar, Samleið, stíga flytjendur inn í leikjaheim Péturs þar sem leikreglur stýra útkomu verksins. Ákvarðanatökur flytjenda í augnabliki flutningsins hafa þar áhrif á útkomu verksins og getur meðal annars leitt til þess að verkið sjálft reynist sigurvegari síns eigins leiks.
//
Siggi String Quartet was founded in 2012 and has, since then, placed great emphasis on collaborating closely with composers and artists in the creation of new works, resulting in numerous premieres of works composed specifically for the group. For this year’s Dark Music Days, Siggi String Quartet premieres two new works, composed specifically for the group for this occasion. Arngerður María Árnadóttir's String Quartet No. 2 features two distinct movements with evocative titles. The first movement is called Under the Evening Sky, and the second is named The Last Color of Summer, suggesting a poetic and atmospheric approach to the composition. In Pétur Eggertsson's innovative work Samleið, performers enter a game-like world where the rules dynamically shape the outcome. The performers’ spontaneous decisions can transform the work, potentially allowing the piece itself to become the victor of its own intricate musical game.
Flytjendur / Performers
Strokkkvartettin Siggi / Siggi String Quartet
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla / violin
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla / violin
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla /viola
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló / cello
Efnisskrá / Programme
Arngerður María Árnadóttir:
String Quartet no. 2 (2025)
Under the Evening sky
Last colour of summer
Pétur Eggertsson:
Samleið (2025)
Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 í tengslum við UNM hátíðina, Ung Nordisk Musik. Meðlimir hans eru fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og sellóleikarinn Sigurður Bjarki Gunnarsson. Kvartettinn hefur einbeitt sér að flutningi á nýrri tónlist auk hefðbundinna efnisskráa og unnið að nýsköpun tónlistar í nánu samstarfi við samtímatónskáld og listamenn. Verkefni Strokkvartettsins Sigga hafa meðal annars verið fimm klukkustunda langur kvartett Morton Feldman, kvartettar Jóns Leifs, verk Atla Heimis Sveinssonar auk fjölmargra kvartetta Beethovens.
Strokkvartettinn Siggi hefur frumflutt verk eftir fjölmörg tónskáld. Þeirra á meðal eru Atli Heimir Sveinsson, Veronique Vaka, Daníel Bjarnason, María Huld Markan, Haukur Tómasson, Una Sveinbjarnardóttir, Halldór Smárason, Gunnar Andreas Kristinsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Gunnar Karel Másson, Arngerður María Árnadóttir, Finnur Karlsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Haukur Þór Harðarsson, Mamíkó Dís Ragnarsdóttir, Páll Ragnar Pálsson, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Kjartan Hólm, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Pétur Jónasson, Hilmar Örn Hilmarsson, Tinna Þorsteinsdóttir, Oliver Kentish, Hugi Guðmundsson, Bára Gísladóttir og Viktor Orri Árnason.
Fyrsta plata Strokkvartettsins Sigga, South of the Circle kom út hjá Sono Luminus útgáfunni 2019 og hlaut lofsamlega dóma. Platan inniheldur kvartetta eftir Daníel Bjarnason, Mamiko Dís Ragnarsdóttur, Valgeir Sigurðsson, Unu Sveinbjarnardóttur og Hauk Tómasson. Fleiri upptökur sem má nefna eru plötur tónskáldanna Halldórs Smárasonar og Gunnars Andreasar Kristinssonar fyrir Sono Luminus og upptökur fyrir Deutsche Grammophon á verkum Philip Glass með Víkingi Ólafssyni auk verka Dustin O ́Halloran fyrir sama útgáfufyrirtæki. Strokkvartettinn lék einnig stórt hlutverk á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Fossora. Árið 2023 gaf Strokkvartettinn út plötuna Atli Heimir Sveinsson - The Complete String Quartets sem inniheldur alla fimm strengjakvartetta tónskáldsins. Platan hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins 2023 en Strokkvartettinn Siggi hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2018 sem flytjandi ársins.
//
SIGGI STRING QUARTET was founded in 2012 around the UNM Festival, Ung Nordisk Musik. The ensemble members Una Sveinbjarnardóttir and Helga Þóra Björgvinsdóttir violinists, violist Þórunn Ósk Marínósdóttir and Siggi, cellist Sigurður Bjarki Gunnarsson have worked with Björk, Jóhann Jóhannsson, Ensemble Modern, Atli Heimir Sveinsson and Bedroom Community as well as being key members of Reykjavík Chamber Orchestra and Iceland Symphony Orchestra. Previous projects include the 5 hour long 2nd String Quartet of Morton Feldman, works of Joan Tower, Gubaidulina, Shostakovich, Jón Leifs, Beethoven and Jóhann Jóhannsson, recordings with Björk Guðmundsdóttir, (Homogenic, Vulnicura, Fossora), recordings of Philip Glass arrangements with pianist Víkingur Ólafsson for Deutsche Grammophon and the music of composer Halldór Smárason for Sono Luminus. The album South of the Circle with music of Daníel Bjarnason, Mamiko Dís Ragnarsdóttir, Valgeir Sigurðsson, Una Sveinbjarnardóttir and Haukur Tómasson was released in 2019 and an album featuring Atli Heimir Sveinsson’s complete string quartets in 2022. The Reykjavík based ensemble won the Icelandic Music Awards as Performer of the Year 2018 and same awards for album of the year in 2023. siggistringquartet.com