Back to All Events

Samleið Strokkvartettinn Siggi

Samleið - Strokkvartettinn Siggi / Siggi String Quartet
Siggi String Quartet

Laugardagur 31. janúar 2026
15:00-16:00
Norðurljós

Strokkvartettinn Siggi leikur tvö verk á tónleikunum, Strengjakvartett nr. 2 eftir Arngerði Maríu Árnadóttur í tveimur þáttum – Undir kvöldhimni og Síðasti litur sumars. Verkið er tæpar 10 mínútur að lengd, lágstemmt og fagurt – náttúra, stilla og ljóðræna.

Strengjakvartettinn Samleið eftir Pétur Eggertsson er liður í áframhaldandi rannsókn skáldsins á aðferðafræði í nótnaskrift sem gefur flytjandanum ákvarðanavald og inngripstækifæri innan tónefniviðsins. Nótnaskriftin er innblásnin af borðspilum og slembiaðferðum bandarísku tilraunahefðarinnar, og er byggð upp af “tónefnareitum” sem flytjendur leiða sig í gegnum á þann hátt sem þau kjósa, en þó eftir settum reglum verksins. Kvartettinn dregur innblástur úr samvinnuspilum á borð við Pandemic og The Mind, spil þar sem samstarf allra aðila og hálfgerður hugsanalestur hefur áhrif á gang leiksins. Kvartettinn er í þremur hlutum, en hver kafli einblínir á eina ákveðna nálgun á strengjahljóðfærið: laglínu, stillingu og samhljóm og svo ótónbundin hljóð. Hver kafli samanstendur af 49 mismunandi tónefnareitum, sem flytjendur geta farið á milli í allar áttir. Allir flytjendur hafa sama nótnablað en byrja á mismunandi stað. Þau fara svo sína leið og reyna eftir bestu getu að lenda á sama reit og aðrir flytjendur. Þau þurfa svo að fara samtaka á milli reitana til þess að mega halda áfram í næsta kafla. Þegar öll eru samtaka á einum reit má halda áfram á næstu síðu og byrja þau þá aftur hvert í sínu horni. Verkið reynir á samstigni og hlustun hjá öllum, sem er eitt af helstu einkennum góðra strengjakvartetta, og verður flóknara eftir því sem líður á verkið. Á sama tíma vinnur verkið á móti flytjendunum en það eru ýmsar gildrur á leið þeirra sem gæti komið þeim í klandur. Að lokum stendur annað hvort kvartettinn eða tónverkið uppi sem sigurvegari, en ef kvartettinum tekst ekki að ljúka öllum þremur hlutum innan ákveðins tímaramma þá sigrar verkið.

//

Siggi String Quartet plays two pieces in the concert, Arngerður María Árnadóttir’s String Quartet no. 2 in two movements; Under the Evening sky and Last colour of summer. About 10 minutes long, it is rich of lyrical nature elements and quietness. 

Pétur Eggertsson's piece is a part of his ongoing research in musical notation giving the performer an opportunity to make decisions on where the piece is heading. It is inspired by board games such as Pandemic and The Mind where collaboration and mind reading affect the results of the game. It is in three parts, and each movement embraces one element, melody, tuning and harmony. Each movement has 49 parts of musical material for the performers to thread. They all start in a different place but try their best to meet the other players in order to be able to continue to the next movement. The piece is challenging and requires common harmony and listening, and gets gradually more complicated with various tasks. In the end either the quartet or the piece is the winner, if the ensemble does not finish the three movements in time, the piece is the winner.


Flytjendur / Performers

Strokkkvartettin Siggi / Siggi String Quartet
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla / violin
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla / violin
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla /viola
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló / cello

Efnisskrá / Programme

Arngerður María Árnadóttir: 

String Quartet no. 2 (2025)
Under the Evening sky
Last colour of summer
 


Pétur Eggertsson:

Samleið (2025)

Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 í tengslum við UNM hátíðina, Ung Nordisk Musik. Meðlimir hans eru fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og sellóleikarinn Sigurður Bjarki Gunnarsson. Kvartettinn hefur einbeitt sér að flutningi á nýrri tónlist auk hefðbundinna efnisskráa og unnið að nýsköpun tónlistar í nánu samstarfi við sam­tíma­tónskáld og listamenn. Verkefni Strok­kvartettsins Sigga hafa meðal annars verið fimm klukkustunda langur kvartett Morton Feldman, kvartettar Jóns Leifs, verk Atla Heimis Sveinssonar auk fjölmargra kvartetta Beethovens.

Strokkvartettinn Siggi hefur frumflutt verk eftir fjölmörg tónskáld. Þeirra á meðal eru Atli Heimir Sveinsson, Veronique Vaka, Daníel Bjarnason, María Huld Markan, Haukur Tómasson, Una Sveinbjarnardóttir, Halldór Smárason, Gunnar Andreas Kristinsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Gunnar Karel Másson, Arngerður María Árnadóttir, Finnur Karlsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Haukur Þór Harðarsson, Mamíkó Dís Ragnarsdóttir, Páll Ragnar Pálsson, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Kjartan Hólm, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Pétur Jónasson, Hilmar Örn Hilmarsson, Tinna Þorsteinsdóttir, Oliver Kentish, Hugi Guðmundsson, Bára Gísladóttir og Viktor Orri Árnason.

Fyrsta plata Strokkvartettsins Sigga, South of the Circle kom út hjá Sono Luminus útgáfunni 2019 og hlaut lofsamlega dóma. Platan inniheldur kvartetta eftir Daníel Bjarnason, Mamiko Dís Ragnarsdóttur, Valgeir Sigurðsson, Unu Sveinbjarnardóttur og Hauk Tómasson. Fleiri upptökur sem má nefna eru plötur tónskáldanna Halldórs Smárasonar og Gunnars Andreasar Kristinssonar fyrir Sono Luminus og upptökur fyrir Deutsche Grammophon á verkum Philip Glass með Víkingi Ólafssyni auk verka Dustin O ́Halloran fyrir sama útgáfufyrirtæki. Strokkvartettinn lék einnig stórt hlutverk á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Fossora. Árið 2023 gaf Strokkvartettinn út plötuna Atli Heimir Sveinsson - The Complete String Quartets sem inniheldur alla fimm strengjakvartetta tónskáldsins. Platan hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins 2023 en Strokkvartettinn Siggi hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2018 sem flytjandi ársins.

//

SIGGI STRING QUARTET was founded in 2012 around the UNM Festival, Ung Nordisk Musik. The ensemble members Una Sveinbjarnardóttir and Helga Þóra Björgvinsdóttir violinists, violist Þórunn Ósk Marínósdóttir and Siggi, cellist Sigurður Bjarki Gunnarsson have worked with Björk, Jóhann Jóhannsson, Ensemble Modern, Atli Heimir Sveinsson and Bedroom Community as well as being key members of Reykjavík Chamber Orchestra and Iceland Symphony Orchestra. Previous projects include the 5 hour long 2nd String Quartet of Morton Feldman, works of Joan Tower, Gubaidulina, Shostakovich, Jón Leifs, Beethoven and Jóhann Jóhannsson, recordings with Björk Guðmundsdóttir, (Homogenic, Vulnicura, Fossora), recordings of Philip Glass arrangements with pianist Víkingur Ólafsson for Deutsche Grammophon and the music of composer Halldór Smárason for Sono Luminus. The album South of the Circle with music of Daníel Bjarnason, Mamiko Dís Ragnarsdóttir, Valgeir Sigurðsson, Una Sveinbjarnardóttir and Haukur Tómasson was released in 2019 and an album featuring Atli Heimir Sveinsson’s complete string quartets in 2022. The Reykjavík based ensemble won the Icelandic Music Awards as Performer of the Year 2018 and same awards for album of the year in 2023. siggistringquartet.com