Skýin eru skuggar - Píanókvartettinn Negla
The Clouds are Shadows - Negla Piano Quartet
Laugardagur 31. janúar 2026
17:00-18:00
Norðurljós
Píanókvartettinn Negla flytur þrjá nýja píanókvartetta eftir tónskáldin Arngerði Maríu Árnadóttur, Huga Guðmundsson og Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Efnisskráin endurspeglar fjölbreyttan blæ- og áferðaríkan hljóðheim píanókvartettsformsins. Í verkunum hafa tónskáldin sótt innblástur víða að, þar á meðal í íslenskan þjóðlagaarf og úr þeim skapað ólíka hljóðheima, þar sem oft á tíðum leynast djúpar tilfinningar undir friðsælu yfirborði tónlistarinnar.
//
The piano quartet Negla performs three new piano quartets by composers Arngerður María Árnadóttir, Hugi Guðmundsson and Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. The repertoire reflects the diverse, nuanced and textured soundscape of the piano quartet form. In their works, the composers have drawn inspiration from many places, including Icelandic folk music, and from them they have created different soundscapes, where deep emotions often lurk beneath the peaceful surface of the music.
Flytjendur / Performers
Píanókvartettinn Negla / Negla Piano Quartet:
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla / violin
Anna Elísabeta Sigurðardóttir, víóla / viola
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló / cello
Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanó
Efnisskrá / Programme
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir (1992*): Nýtt verk / New work
Arngerður María Árnadóttir (1975*): Skýin eru skuggar (2025)
Hugi Guðmundsson (1977*): Nýtt verk / New work
Píanókvartettinn Negla tók til starfa árið 2023 og samanstendur af fjórum ungum tónlistarkonum, þeim Sólveigu Steinþórsdóttur fiðluleikara, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur víóluleikara, Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur sellóleikara og Þóru Kristínu Gunnarsdóttur píanóleikara. Kvartettinn hefur komið fram á ýmsum tónleikum, m.a. á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Hörpu, í Tíbrá í Salnum i Kópavogi og í Hofi á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Kvartettinn hefur fengið mjög góðar viðtökur tónleikagesta og gagnrýnenda en m.a. hefur Michael Jón Clarke skrifað um flutning Neglu: „á fyrstu tónum var ljóst að hér væri ekki um venjulegan flutning að ræða. Þar var einhver blanda af mýkt og styrk, tónarnir flæddu milli hljóðfæra eins og fljót af kvikasilfri. Stuttu stefin sem Mahler fléttar svo meistaralega milli hljóðfæra köstuðust mjúklega milli bakka þessa silfurfljóts svo kröftuglega en í senn áreynslulaust að verkið var næstum eins og eilífður straumur. Samspilið milli flytjenda var eins og um væri að ræða eitt stórt hljóðfæri.“ Þrátt fyrir mikla blómatíð nýrrar íslenskrar tónlistar hafa aðeins örfáir íslenskir píanókvartettar verið samdir. Píanókvartettinn Negla hefur pantað þrjá píanókvartetta frá íslenskum tónskáldum, Huga Guðmundssyni, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur og Arngerði Maríu Árnadóttur. Meðlimir Neglu hlakka mikið til að kynna þessi nýju verk fyrir áheyrendum hérlendis og erlendis á næstu misserum.
Píanókvartettinn Negla hefur starfað saman í tæp tvö ár og á þeim tíma vakið athygli fyrir metnaðarfulla tónleika og flutning í hæsta gæðaflokki. Eitt af markmiðum kvartettsins er að stefna saman sjaldheyrðum kammerverkum við þekkt stórvirki klassískrar tónlistar líkt og raunin er hér. Hér fléttast saman mögnuð kammerverk frá ólíkum heimum í flutningi píanókvartettsins Neglu en hann skipa fjórar ungar tónlistarkonur í fremstu röð; Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla, Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló og Þóra Kristín Gunnarsdóttir á píanó.
//
Negla Piano Quartet was founded in 2023 and consists of four young musicians: violinist Sólveig Steinþórsdóttir, violist Anna Elísabet Sigurðardóttir, cellist Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, and pianist Þóra Kristín Gunnarsdóttir.
The quartet has performed at various concerts and festivals, including the Reykjavík Chamber Music Society’s concert series in Harpa, the Tíbrá concert series in Salurinn in Kópavogur, and at Hof, hosted by the Akureyri Music Society. The group has received high praise from audiences and critics alike. Music critic Michael Jón Clarke wrote about Negla’s performance: "From the very first notes, it was clear that this was no ordinary interpretation. There was a unique blend of softness and strength, with the tones flowing between the instruments like a river of mercury. The short motifs that Mahler so masterfully weaves between the instruments drifted effortlessly between the banks of this silver stream— powerfully yet seamlessly—making the piece feel almost like an eternal current. The interplay between the musicians was as if they were playing a single large instrument."
Despite the current flourishing of new Icelandic music, only a handful of Icelandic piano quartets have been composed. Negla has commissioned three new piano quartets from Icelandic composers: Hugi Guðmundsson, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, and Arngerður María Árnadóttir. The members of Negla are excited to introduce these new works to audiences both in Iceland and abroad in the coming months.