Cantoque syngur Hildigunni
Cantoque Ensemble & Hildigunnur Rúnarsdóttir
Sunnudagur 1. Febrúar 2026
17:00-18:00
Hallgrímskirkja
Tónleikarnir eru um klukkustundar langir, án hlés
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Cantoque Ensemble og Hallgrímskirkju
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2026 eru helgaðir kórtónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur. Á undan tónleikunum ræðir Hildigunnur um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum. Tónskáldaspjallið hefst kl. 16.
//
Cantoque Ensemble’s concert at the 2025 Dark Music Days festival is dedicated to the choral music of Hildigunnur Rúnarsdóttir. Ahead of the performance, Hildigunnur will discuss the works featured in the program and her career in general.
The concert is held in collaboration with Hallgrímskirkja and lasts about an hour, with no intermission.
Flytjendur / Performers
CANTOQUE ENSEMBLE:
Sópran:
Hallveig Rúnarsdóttir
Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Þórunn Vala Valdimarsdóttir
Alt:
Hildigunnur Einarsdóttir
Jóhanna Ósk Valsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Tenór:
Bragi Bergþórsson
Þorbjörn Rúnarsson
Þorkell Helgi Sigfússon
Bassi:
Fjölnir Ólafsson
Kristján Karl Bragason
Örn Ýmir Arason
Stjórnandi / Conductor:
Steinar Logi Helgason
Efnisskrá / Programme
TBA
Cantoque Ensemble er átta til tólf radda atvinnusönghópur sem inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu. Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir söng sinn.
Cantoque Ensemble var stofnað 2017 út frá samstarfi við barokk-hljómsveitirnar Höör Barock og Camerata Öresund þegar þær voru með tónleika á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð. Tónleikarnir hlutu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarviðburður ársins 2017. Árið eftir hélt Cantoque Ensemble ferna tónleika með útsetningum á íslenskum þjóðlögum. Einnig flutti hópurinn kantötur eftir J. S. Bach á Sumartónleikum í Skálholti, með Bachsveitinni í Skálholti undir stjórn hins rómaða barokkstjórnanda Andreas Spering.
Árið 2019 hófst samstarf Cantoque Ensemble við Steinar Loga Helgason. Fyrsta verkefnið með honum var að flytja Jóhannesarpassíu J. S. Bach ásamt barokkbandinu Brák. Árið eftir hélt hópurinn tvenna tónleika með nýrri íslenskri söngtónlist á Sumartónleikum í Skálholti og einnig á Sönghátíð í Hafnarborg undir stjórn Steinars Loga.
Hópurinn hélt samstarfi sínu við Camerata Öresund áfram árið 2021, en einnig starfaði með þeim barokkhópurinn Ensemble Nylandia frá Svíþjóð í tónlistarverkefni sem fram fór á Íslandi og í Danmörku og var tónleikum hópsins sjónvarpað á barokkhátíðinni BarokkiKuopio í Finnlandi. Þeir tónleikar hlutu tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Cantoque hélt jafnframt tónleika á Myrkum músíkdögum 2022 þar sem kórtónlist Jóns Nordal var í öndvegi. Tónleikarnir voru undir stjórn Steinars Loga Helgasonar og lofaðir í hástert, jafnt af gagnrýnendum sem tónleikagestum. Í framhaldi tók Cantoque þátt í PODIUM, kynningardagskrá Íslenskrar tónverkamiðstöðvar á Myrkum músíkdögum 2023.
Árið 2023 hóf Cantoque samstarf við Ensemble Choeur3 og listræna stjórnandann Abéliu Nordmann sem er með aðsetur í Sviss en starfar yfir landamæri til Frakklands og Þýskalands. Saman fluttu hóparnir hina þekktu messu Frank Martin í nýjum búningi ásamt íslenskum verkum og endurfluttu síðan efnisskrána á lokatónleikum Sönghátíðar í Hafnarborg. Í Sviss flutti Cantoque einnig alíslenska efnisskrá til kynningar á þekktum íslenskum kórverkum ásamt því að halda masterklass fyrir stjórnendur og kórsöngvara á Basel-svæðinu.
Steinar Logi Helgason lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og tók þar kirkjuorganistapróf en lauk síðar bakkalárgráðu af kirkjutónlistarbraut Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Steinar Logi stundaði stjórnandanám til meistaraprófs við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í lok árs 2020. Hann hefur stjórnað fjölda kóra og starfað víða sem organisti, píanóleikari og stjórnandi. Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2021 ásamt Cantoque Ensemble sem tónlistarhópur ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Steinar Logi tók við stöðu kórstjóra Hallgrímskirkju haustið 2021.
Hildigunnur Rúnarsdóttir er fædd árið 1964 í Reykjavík. Hún stundaði nám við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík með tónsmíðar sem aðalgrein og lauk þaðan prófi vorið 1989. Kennarar hennar voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Í framhaldinu stundaði hún nám í tónsmíðum í Hamborg hjá prófessor Günter Friedrichs og í Kaupmannahöfn hjá Svend Hvidtfelt Nielsen. Hildigunnur hefur starfað mikið með ýmsum kórum, þ.á.m. sönghópnum Hljómeyki. Verkskrá hennar er umfangsmikil og kórverk og kammertónlist eru í fyrirrúmi. Hún hefur samið fjölda kórverka og sönglaga og er Vorlauf eitt þekktasta verk hennar. Önnur verk eru m.a. barnaóperurnar Hnetu-Jón og gullgæsin og Gilitrutt, Blandaðir dansar fyrir hljómsveit, Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit, Guðbrandsmessa, fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003 og tónlist í heimildamyndir Ásdísar Thoroddsen. Verk Hildigunnar, Syngur sumarregn, fyrir sópran og kór og Andvökunótt fyrir baritón og kór hafa verið valin á geisladiska kórahátíðarinnar Europa Cantat. Verk Hildigunnar eru flutt reglulega víða um heim og hefur hún tvívegis verið valin tónskáld mánaðarins hjá hinu virta kórsamfélagi Choralnet.org og fékk einnig Silver Platter Award frá Composers’ Society, einnig hjá Choralnet. Hildigunnur starfar við tónsmíðar, kennslu og söng í Reykjavík.
//
Cantoque Ensemble was founded from a Nordic collaboration with the baroque orchestras Höör Barock and Camerata Öresund with their concert being nominated for the Icelandic Music Awards as Musical Event of the Year 2017. The Cantoque Ensemble performed JS Bach's cantatas at the Summer Concert in Skálholt with the Bach Orchestra in Skálholt under the baton of the renowned conductor Andreas Spering. The choir has held numerous concerts with Icelandic folk songs and prides itself in performing new Icelandic music. Cantoque Ensemble collaborates with conductor Steinar Logi Helgason and recently performed JS Bach's Passion with the Baroque band Brák under his direction, as well as performing new Icelandic vocal music at the Summer Concert in Skálholt and at the Song Festival in Hafnarborg.
Cantoque Ensemble's recent projects include the continued collaboration with Camerata Öresund in 2021, but also the baroque ensemble Ensemble Nylandia from Sweden. The project took place in Iceland and Denmark, with the concert being televised to the baroque festival BarokkiKuopio in Finland. That concert was nominated as Musical Event of the Year at the Icelandic Music Awards. Cantoque also held a concert at Dark Music Days 2022, under Helgason's direction, where Icelandic composer Jón Nordal's choral music was at the forefront. The concert was highly praised by critics and concertgoers alike. In 2023, Cantoque began a collaboration with Ensemble Choeur3 and the artistic director Abélia Nordmann, who is based in Switzerland but works across borders to France and Germany. Together, the groups performed Frank Martin's well-known Mass for Double Choir along with Icelandic works. The programme was also performed at the final concert of the Song Festival in Hafnarborg in July 2023. In Switzerland, Cantoque also performed an all-Icelandic repertoire to introduce Icelandic choral works as well as holding a masterclass for conductors and choral singers in the Basel area.
Steinar Logi Helgason was born in 1990 and is educated as an organist, pianist and conductor. After studying piano in the Reykjavík College of music Steinar started studying the organ at the Music school of the National church of Iceland and later in the Iceland University of the Arts where he studied under organist Björn Steinar Sólbergsson and finished a Bachelor’s degree in Church music. Steinar furthered his studies in The Royal Danish Academy of music where he started a master’s degree in Church music under Hans Davidsson and later finishing a master’s degree in ensemble conducting. Steinar has performed widely as an organist, pianist and a conductor. Steinar took over the post of choir director in Hallgrímskirkja in August 2021 and is the founder and conductor of The Choir of Hallgrímskirkja.
Hildigunnur Rúnarsdóttir was born in 1964 in Reykjavík. She studied at the Department of Music Theory at the Reykjavík College of Music, majoring in composition. Her teachers were Thorkell Sigurbjörnsson and Atli Heimir Sveinsson. She then studied composition in Hamburg with Professor Günter Friedrichs and in Copenhagen with Svend Hvidtfelt Nielsen. Hildigunnur has worked extensively with various choirs, including the chamber choir Hljómeyki. Her repertoire is extensive, with choral works and chamber music at the forefront. She has written a vast number of choral works and songs, with Vorlauf being one of her best known works. Other works include the children operas Peanut-Jon and the Golden Goose and Gilitrutt, Mixed Dances for Orchestra, Concerto for Violin and Orchestra, Mass of Guðbrandur, for choir, soloist and orchestra (nominated for the Icelandic Music Awards in 2003) and music for the documentary films of Ásdís Thoroddsen. Hildigunnur's works have been selected for the CDs of the renowned choir festival Europa Cantat. Hildigunnur's works are regularly performed around the world. She has twice been chosen as composer of the month by the respected choral society Choralnet.org and also received the Silver Platter Award from the Composers' Society, also from Choralnet. Hildigunnur works as a composer, teacher and singer in Reykjavík.