Tónskáldaspjall - Hildigunnur Rúnarsdóttir
Artist Talk - Hildigunnur Rúnarsdóttir, composer
Sunnudagur 1. febrúar 2026
16:00-16:30
Hallgrímskirkja
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hallgrímskirkju / Held in collaboration with Hallgrímskirkja
Spjallið fer fram á íslensku / The conversation will be in Icelandic
Ókeypis aðgangur / Free Admission
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2026 eru helgaðir kórtónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur. Á undan tónleikunum ræðir tónskáldið um tónskáldaferilinn og tilurð þeirra verka sem flutt verða á tónleikunum.
//
Cantoque Ensemble’s concert at Dark Music Days 2026 is dedicated to the choral works by Hildigunnur Rúnarsdóttir. Prior to the performance, the composer gives insight into her career and the creation of the works featured in the concert.
Hildigunnur Rúnarsdóttir er fædd árið 1964 í Reykjavík. Hún stundaði nám við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík með tónsmíðar sem aðalgrein og lauk þaðan prófi vorið 1989. Kennarar hennar voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Í framhaldinu stundaði hún nám í tónsmíðum í Hamborg hjá prófessor Günter Friedrichs og í Kaupmannahöfn hjá Svend Hvidtfelt Nielsen. Hildigunnur hefur starfað mikið með ýmsum kórum, þ.á.m. sönghópnum Hljómeyki. Verkskrá hennar er umfangsmikil og kórverk og kammertónlist eru í fyrirrúmi. Hún hefur samið fjölda kórverka og sönglaga og er Vorlauf eitt þekktasta verk hennar. Önnur verk eru m.a. barnaóperurnar Hnetu-Jón og gullgæsin og Gilitrutt, Blandaðir dansar fyrir hljómsveit, Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit, Guðbrandsmessa, fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2003 og tónlist í heimildamyndir Ásdísar Thoroddsen. Verk Hildigunnar, Syngur sumarregn, fyrir sópran og kór og Andvökunótt fyrir baritón og kór hafa verið valin á geisladiska kórahátíðarinnar Europa Cantat. Verk Hildigunnar eru flutt reglulega víða um heim og hefur hún tvívegis verið valin tónskáld mánaðarins hjá hinu virta kórsamfélagi Choralnet.org og fékk einnig Silver Platter Award frá Composers’ Society, einnig hjá Choralnet. Hildigunnur starfar við tónsmíðar, kennslu og söng í Reykjavík.
//
Hildigunnur Rúnarsdóttir was born in 1964 in Reykjavík. She studied at the Department of Music Theory at the Reykjavík College of Music, majoring in composition. Her teachers were Thorkell Sigurbjörnsson and Atli Heimir Sveinsson. She then studied composition in Hamburg with Professor Günter Friedrichs and in Copenhagen with Svend Hvidtfelt Nielsen. Hildigunnur has worked extensively with various choirs, including the chamber choir Hljómeyki. Her repertoire is extensive, with choral works and chamber music at the forefront. She has written a vast number of choral works and songs, with Vorlauf being one of her best known works. Other works include the children operas Peanut-Jon and the Golden Goose and Gilitrutt, Mixed Dances for Orchestra, Concerto for Violin and Orchestra, Mass of Guðbrandur, for choir, soloist and orchestra (nominated for the Icelandic Music Awards in 2003) and music for the documentary films of Ásdís Thoroddsen. Hildigunnur's works have been selected for the CDs of the renowned choir festival Europa Cantat. Hildigunnur's works are regularly performed around the world. She has twice been chosen as composer of the month by the respected choral society Choralnet.org and also received the Silver Platter Award from the Composers' Society, also from Choralnet. Hildigunnur works as a composer, teacher and singer in Reykjavík.