Grófarhús>Austurstræti>Hallgrímskirkja
Sound installations visits
Sunnudagur 1. febrúar 2026
Kl. 14:00 – 15:40
Grófarhús
Ókeypis aðgangur
Viðburðurinn fer fram ýmist á íslensku eða ensku. Komið verður til móts við þau sem tala eingöngu annað málið. / The talks in this event will be in Icelandic and English.
Á Myrkum músíkdögum í ár má finna einar þrjár hljóðinnsetningar sem staðsettar eru á tveimur stöðum í miðborg Reykjavíkur; Grófarhúsi (Borgarbókasafn Reykjavíkur – Grófinni) og Hallgrímskirkju.
Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 býðst gestum að slást í för með skipuleggjendum hátíðarinnar að heimsækja allar þrjár hljóðinnsetningarnar og hitta, um leið, á allt listafólkið að baki innsetningunum.
Viðburðurinn hefst á heimsókn í Grófarhúsi og þaðan verður gengið upp að Hallgrímskirkju. Mitt á milli staða, nánar tiltekið á Ingólfstorgi, verður greint frá uppkasti Atla Heimis Sveinssonar að stórhuga listgjörningi sínum Austurstræti, frá árinu 1970.
Tímaáætlun:
Kl. 14:00 – Grófarhús: Lilja María Ásmundsdóttur tekur á móti gestum við innsetningu sína Hidden Trails.
Kl. 14:20 – Grófarhús: Jesper Pedersen virkjar innsetningu sína Lóðrétt hljómekra.
Kl. 14:45 – Ingólfstorg: sagt frá uppkasti að listgjörningi Atla Heimis Sveinssonar, Austurstræti.
Kl. 15:20 – Hallgrímskirkja: Julie Zhu og Victor Shepardson taka á móti gestum við innsetningu sína Bell-Body-Organ.
Vakin er athygli á að til þess að njóta hljóðgöngu Julie Yu og Victor Shepardson þurfa þátttakendur að nálgast verkið í gegnum eigin snjallsíma og heyrnartól.
Að göngu lokinni fara fram lokaviðburðir hátíðarinnar í Hallgrímskirkju; tónskáldaspjall við Hildigunni Rúnarsdóttur sem hefst kl. 16 og tónleikar Cantoque Ensemble sem tileinkaðir eru tónlist Hildigunnar. Tónleikarnir hefjast kl. 17.
//
At this year’s Dark Music Days, there are three sound installations located at two sites in downtown Reykjavík: Grófarhús (Reykjavík City Library – Grófin) and Hallgrímskirkja.
On Sunday, February 1 at 2:00 PM, guests are invited to join the festival organizers on a guided visit to all three sound installations and, at the same time, meet all of the artists behind the works.
The event begins with a visit to Grófarhús, from where the group will walk up to Hallgrímskirkja. Midway between the two locations, specifically at Ingólfstorg, there will be an introduction to Atli Heimir Sveinsson’s proposal for his ambitious performance piece Austurstræti from 1970.
Schedule:
2:00 PM – Grófarhús: Lilja María Ásmundsdóttir welcomes guests at her installation Hidden Trails.
2:20 PM – Grófarhús: Jesper Pedersen activates his installation Vertical Sound Columns.
2:45 PM – Ingólfstorg: Presentation of the proposal for Atli Heimir Sveinsson’s performance piece Austurstræti.
3:20 PM – Hallgrímskirkja: Julie Zhu and Victor Shepardson welcome guests at their installation Bell-Body-Organ.
Please note that to experience the soundwalk by Julie Yu and Victor Shepardson, participants must access the work via their own smartphones and headphones.
After the walk, the festival’s closing events will take place in Hallgrímskirkja: first, a composer talk with Hildigunnur Rúnarsdóttir (in Icelandic), followed by a concert by Cantoque Ensemble dedicated to music by Hildigunnur.