Kammersveit Reykjavíkur frumflytur tvö ný verk á tónleikum sínum á Myrkum músíkdögum að þessu sinni. Á efnisskrá er nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, Jarðljós sem hann samdi sérstaklega fyrir Kammersveitina. Einsöngvari er Herdís Anna Jónasdóttir og er textinn fenginn úr samnefndri ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Einnig frumflytur Kammersveit Reykjavíkur nýtt verk eftir Hauk Þór Harðarson sem hann skrifaði fyrir sveitina. Að endingu flytur Kammersveitin verk Þuríðar Jónsdóttur, Incerti frammenti sem hún samdi árið 1999
//
Reykjavik Chamber Orchestra premieres two new works at it’s annual Dark Music Days concert. Tryggvi M. Baldvinsson’s work, Jarðljós (eng. Earthlight) uses text from icelandic poet, Gerður Kristný. Soloist is Herdís Anna Jónasdóttir. The orchestra also premieres a new piece by Haukur Þór Harðarson. An older composition by Þuríður Jónsdóttir, Incerti frammenti from 1999 concludes the programme.
Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 í því augnamiði að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist og um leið hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Óhætt er að fullyrða að Kammersveit Reykjavíkur hafi tekist ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar æ síðan. Sveitin hefur frumflutt fjölda íslenskra og erlendra verka sem samin hafa verið fyrir hana og ennfremur staðið fyrir íslenskum frumflutningi þekktra erlendra verka. Kammersveit Reykjavíkur hefur í gegnum tíðina einnig lagt áherslu á hljóðritun og útgáfu íslenskra tónverka. Ennfremur hefur sveitin gefið út geisladiska með klassískum verkum m.a. Brandenborgarkonserta Bachs, en fyrir þá útgáfu hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin 2003. Kammersveit Reykjavíkur hefur tvívegis verið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs; árin 2005 og 2015. Platan Windbells kom út á vegum Sono Luminus árið 2022, en þar leikur Kammersveitin verk eftir Huga Guðmundsson. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og sveitin sem flytjandi ársins.
//
Founded in 1974 under Rut Ingólfsdóttir, the Reykjavík Chamber Orchestra initially comprised a dozen young musicians who had returned to Iceland after advanced music studies abroad to perform with the Iceland Symphony Orchestra and teach at the Reykjavík College of Music. The ensemble was founded with the dual objectives of giving regular public performances of chamber music from the Baroque era to the 20th century, and providing musicians with varied and challenging opportunities to perform live.
The orchestra is renowned for the range of its repertoire and the excellence of its live performances, including the highly popular Christmas Baroque concerts. It has commissioned and premièred many of the most significant works by contemporary Icelandic composers, many of which were composed especially for the ensemble. The Reykjavík Chamber Orchestra has released numerous CDs, and its concerts combine unrivalled masterpieces from centuries past with premières of contemporary Icelandic music.