Back to All Events

Edgelands / Steinalda & Stelkur

Edgelands / Millirými - Steinalda og Stelkur

Laugardagur 31. janúar 2026
19:00-20:00
Norðurljós

Millirými er rýmið milli manns og náttúru, þar sem byggt land og umhverfi mætast. Á byggðarmörkum má gjarnan finna nýbyggingar og hálfkláraða grunna, en jafnframt stundum hús í niðurníðslu og yfirgefin iðnaðarrými.

Tónlistarhóparnir Stelkur og Steinalda eiga það sameiginlegt að vera tónskáldaleiddir flytjendahópar sem sérhæfa sig í flutningi tónlistar forsprakka hópanna. Guðmundur Steinn Gunnarsson leiðir hópinn Steinöldu sem mun koma til með að flytja verk hans Hugleiðingar um nýtingu afganga sem er hljómhviða tengd Esso bensín- og smurstöðinni sem var eitt sinn á Hörpureitnum. Charles Ross leiðir tónlistarhópinn Stelk sem mun flytja 2 ný verk eftir hann, New Forest og Ditch Grmphn. Að endingu munu sveitirnar leiða saman hesta sína og flytja verk þar sem Charles Ross hefur samið tónlist ofan á einn kafla úr Landvættunum fjórum eftir Guðmund Stein.
//

Edgelands is the space between the man made and its environment. It is where you find half built houses, abandoned houses and ditches that might one day become something.

The music groups Stelkur and Steinalda are both composer-led groups of performers who specialize in performing the music of the group's leaders. Guðmundur Steinn Gunnarsson leads the group Steinalda which will perform his work, Contemplations on the utilization of leftovers, which is a memorial of sorts for a gas station that used to be right around where Harpa is. Charles Ross leads the ensemble Stelkur and they will premiere two new pieces his, namely New Forest og Ditch Grmphn. Also he has written music on top of a movement from Guðmundur Steinn's Landvættirnar fjórar and in this both ensembles and both composers will join forces.


Flytjendur / Performers

Steinalda:
Guðmundur Steinn Gunnarsson
Ásthildur Ákadóttir
Steinunn Vala Pálsdóttir
Þórunn Björnsdóttir
Óskar Magnússon
Andrés Þór Þorvarðarson
Páll Ivan frá Eiðum.

Allir flytjendur hópsins leika á mörg hljóðfæri / All performers play multiple instruments


Stelkur: 
Katherine Wren, víóla / viola
Frank Aarnink, slagverk / percussion
Charles Ross, ýmis hljóðfæri / various instruments
Suncana Slamnig, píanó og fleiri hljóðfæri / keyboards and various instruments
Krzysiek Romanowski, flugelhorn og fleiri hljóðfæri / flugelhorn and various instruments
Héctor Nicolás Gómez, dempað píanó og fleiri hljóðfæri / damped piano and various instruments
Hildur Þórðardóttir, flautur og fleiri hljóðfæri / flutes and various intstruments


Efnisskrá / Programme

New forest by Charles Ross - Stelkur performs
Hugleiðingar um nýtingu afganga by Guðmundur Steinn Gunnarsson - Steinalda performs
Ditch gramphn by Charles Ross - Stelkur performs
Gammur 1 - Skrið with benefits - Guðmundur Steinn & Charles Ross, Steinalda & Stelkur

Steinalda er tónlistarhópur sem stofnaður var árið 2021 til þess að flytja verkið Landvættirnar fjórar eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Síðan þá hefur hún haldið tónleikareglulega og gaf út tvöfalda hljómplötu með áðurnefndu verki árið 2022 við mikið lof gagnrýnenda, meðal annars í The Quietus, Bandcamp Daily, Positionen, Percorsi Musicali, Salt Peanuts og Lost in the Sea of Sound en upplagið hefur selst upp. Brot af plötunni voru leikin á BBC, SRF, KGNU, ResonanceFM, SVP, CHMU og þýska ríkisútvarpinu.

Stelkur er samtímatónlistarhópur með aðsetur á Austurlandi. Hljómsveitin hefur verið virk síðan 2001 og spilar aðallega verk eftir Charles Ross og tónskáld tengd bandarískum og japönskum tilraunahefðum. Stelkur hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Myrkum músíkdögum og einnig komið fram á Austurlandi og í ráðhúsi Glasgow-borgar.

//
Steinalda is an ensemble founded in 2021 in order to perform Guðmundur Steinn Gunnarsson’s Landvættirnar fjórar. Since then the group has had regular concerts and in 2022 the double LP Landvættirnar fjórar was released which is since sold out. It received favorable reviews in The Quietus, Bandcamp Daily, Positionen, Percorsi Musicali, Salt Peanuts, Lost in the Sea of Sound and other places. Excerpts from the album were heard on BBC, SRF, KGNU, ResonanceFM, SVP, CHMU and Deutschlandfunk. The members are along with Guðmundur Steinn, Ásthildur Ákadóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Óskar Magnússon, Andrés Þór Þorvarðarson and Páll Ivan frá Eiðum.

Stelkur is a contemporary music ensemble based in the east of Iceland. The ensemble has been active since 2001, principally playing works by Charles Ross and composers associated with the American and Japanese experimental traditions. Stelkur have participated in several Myrkir músík dagur festivals and have also performed in the East of Iceland and in the City Halls in Glasgow.

//

Guðmundur Steinn Gunnarsson's musical thinking is based on a rhythmical system that transcends the boundaries of pulse and traditional notation. This is often represented in his works through having musical symbols move on a computer screen, that is, animated notation.His music has also been performed by the BBC Scottish Symphony Orchestra, the Iceland Symphony Orchestra, Ensemble Adapter, Apartment House, Riot, Crush, Caput, l'Arsenale, Mimitabu, Defun, Aksiom, ensemble.notabu, Elja, Nordic Affect, Ligeti Quartet, String Quartet Siggi, Reykjavík Chamber Orchestra, Duo Harpverk, Tøyen Fil og Klafferi as well as soloists such as Timo Kinnunen, Matthias Ziegler, Roberto Durante, Shayna Dunkelmann, Markus Hohti and Georgia Browne.