BUY TICKETS
Dark Music Days
 

Í FARALDURSMYRKRI Caput Ensemble

Harpa Norðurljós

kl. 20:00

3. mars

 

Upplýsingar um tónleikana

Caput flytur verk eftir nokkur íslensk tónskáld á tónleikum í Kaldalóni, Hörpu.

Efnisskrá tónleikanna

  • Flux 173 eftir Hauk Tómasson ‘8

  • Music to accompany your sweet splatter dreams eftir Báru Gísladóttur ‘6

  • Þan eftir Kristján Guðjónsson ‘17

  • Hlé

  • Coda eftir Hauk Þór Harðarson ‘17

  • adoS eftir Halldór Smárason ‘10

  • Hlé

  • Ecognosis eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur ‘25

Um verkin

Flux 173 (2021)
Hægt er að líta á Flux sem eitt verk eða hóp af tengdum verkum. Verkið er samið fyrir 1-8 hljóðfæri og má flytjast af hvaða samsetningu sem er, einnig sem einleiksverk. Hljóðfærin í pottinum eru flauta, óbó, klarinett, slagverk, harpa, píanó, fiðla og selló. Mögulegar útgáfur eru 255 og hér verður flutt útgáfa fyrir kvintett, Flux 173. Nafnið Flux (flæði, fljótandi ástand) vísar til þess hvernig efni verksins seytlar milli hljóðfæra og meðspils og þeirrar staðreyndar að verkið gefur hljóðfæraleikurum nokkuð frjálsar hendur.

Þan er samið fyrir Caput hópinn árið 2019 og var ætlað til flutnings á vordögum 2020. Ekki varð af þeim flutningi vegna faraldursins sem um það leyti var að hneppa þjóðlífið í bönd. Verkinu má skipta uppí sex samhangandi hluta eða hugmyndir sem allar byggja á skyldu tónefni. Grunnefniviðurinn er 6 tóna mengi sem myndar eins konar DNA verksins og tónvefurinn sprettur af. Tónmiðjur mynda þráð í gegnum verkið. Í sumum tilfellum eru þær ekki heyranlegar en mynda eins konar hulinn hverfil sem knýr framvinduna áfram.

 

Um flytjendur

CAPUT hefur talsverða sérstöðu í íslensku tónlistarlífi; var formlega stofnað árið 1988 og hefur frá upphafi sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar. Fjölmörg íslensk tónskáld hafa skrifað verk fyrir Caput og hópurinn flutt og hljóðritað mörg meistarastykki eldri tónskálda en einnig frumsmíðar yngstu tónhöfunda.

CAPUT hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi Norðurlandanna og Evrópu, farið í margar tónleikaferðir og hljóðritað verk norrænna og evrópskra tónskálda.  Einnig hefur hópurinn farið í tónleikaferðir til Japan, Kína, Bandaríkjanna og Kanada og ávallt flutt verk íslenskra tónskálda í bland við verk alþjóðlegra samtímatónskálda. CAPUT er gjarnan talið meðal helstu flytjenda samtímatónlistar í Evrópu og hefur sem íslenskur hópur haft það að leiðarljósi að kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölda norrænna og alþjóðlegra samstarfsverkefna og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Holland Festival, Gulbenkian Festival, Warsjárhaustinu ásamt öðrum. Caput hefur hljóðritað tónlist fyrir mörg alþjóðleg útgáfufyrirtæki og má þar á meðal nefna; BIS, Naxos, Deutsche Grammophon og Sono Luminus.

Stjórnandi: Guðni Franzson

Að loknu einleikara- og tónfræðaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hélt Guðni til framhaldsnáms í Hollandi og hlaut til þess meðal annars Léonie Sonnings verðlaunin. Guðni hefur víða komið fram sem einleikari og hljóðritað fjölda geisladiska með nýrri og klassískri tónlist ásamt því að leika og hljóðrita þjóðlega tónlist með Rússíbönum. Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1988 og stýrir gjarnan hópnum á tónleikum og við hljóðritun en vinnur líka á stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og evrópskum hljómsveitum og kammerhópum.

Samhliða hljóðfæraleiknum vinnur Guðni sem tónsmiður, að mestu fyrir leikhús og dans. Tóney er skapandi vettvangur fyrir tónlist og hreyfingu sem Guðni stofnaði árið 2007 og starfrækir með hópi valinkunnra listamanna.

Um tónskáldin

Kristján Guðjónsson stundaði nám við tónfræðabraut Tónlistarskóla Reykjavíkur, þaðan sem hann útskrifaðist með próf í tónsmíðum árið 2004. Árið 2011 lauk hann MA prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Verk Kristjáns hafa m.a. verið flutt á Ung nordisk musik (UNM) tónlistarhátíðinni, í tónskáldastofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og víðar. Kristján hefur einnig samið tónlist fyrir leikhús og útsett og samið tónlist fyrir kvikmynd og tölvuleik. Meðfram tónsmíðum starfar Kristján sem tónlistarkennari í Reykjavík.

Halldór Smárason

Bára Gísladóttir

Haukur Þór Harðarson

Haukur Tómasson

Bergrún Snæbjörnsdóttir

 
 

Caput Ensemble

Harpa Norðurljós

8:00 PM


March 3rd

 
 

Caput Ensemble will perform compositions by a number of Icelandic composers.

PROGRAMME:

  • Flux 173 by Haukur Tómasson ‘8

  • Music to accompany your sweet splatter dreams by Bára Gísladóttir ‘6

  • Þan by Kristján Guðjónsson ‘17

  • Intermission

  • Coda by Haukur Þór Harðarson ‘17 

  • adoS by Halldór Smárason ‘10

  • Intermission

  • Ecognosis by Bergrún Snæbjörnsdóttir ‘25

About the pieces

Flux can be viewed either as one piece or a selection of relates works. The instrumentation is flexible, from 1 to 8 players, with possible instruments being flute, oboe, clarinet, harp, percussion, piano, violin and cello. Possible combinations are 255, from version for solo instrument up to an octet.

The piece is quite open in form, not only because of different instrumentation but also because there is an element of improvisation in each part.

Accompanying the instruments is a playback file which is the only constant layer in the piece.

The title Flux (flow) refers to how the material of the work seeps between the instruments and the playback material, the lack of exact synchronization and to the fluid state of the whole work, which will never be performed twice in the exact same way. Flux has a duration of 8 minutes.

Þan was composed for Caput ensemble in 2019 for a concert set in early spring 2020. The concert was never held for reasons all too well known. The piece can be divided into six consecutive parts or ideas that all share the same construction unit. The basic building block is a set of six tones that can be seen as the DNA of the piece, from which all other tone material springs. There are certain tone centers throughout the piece. In some cases they are inaudible but serve as a kind of turbine that drives the process.

About the performers

Naxos, Deutsche Grammophon og Sono Luminus.CAPUT Ensemble founded in 1988 by young Icelandic musicians has established itself as a force in Icelandic cultural life, and is one of the leading new music ensembles in Nordic countries. The artistic direction of CAPUT is the performance and recordings of new music. They have premiered countless works by Icelandic and international composers showing the immense diversity of musical creation in the late 20th century and early 21st century. CAPUT has performed in 15 European countries, America, Japan and China. On the list are among others: Warsaw Autumn, The Gulbenkian Festival - Lisbon, Holland Festival, Prague Marathon, The International New Music Week - Bucharest, New Concert Series - Toronto, Santa Cecilia - Rome, Wigmore hall - London, Bejing Modern Music Festival. CAPUT has published over 20 CDs for labels in Iceland, Denmark, Sweden, Italy, England and the United States, with publishers like BIS, Naxos, CClassico, GM Recordings, Touch, Bad Taste and Deutsche Grammophon, to name a few. Recent recordings will be published by Sono Luminus, USA.

Conductor - Guðni Franzson

Guðni Franzson is active in Icelandic musical life, co-founding CAPUT in 1988 and conducting them on international tours and recordings. As a conductor he has worked with orchestras and ensembles in Northern Europe, including Icelandic Symphony Orchestra, Vaasa and Pori Orchestras in Finland, and Esbjerg Ensemble in Denmark. Guðni has worked closely with most Icelandic composers, among them Golden Globe winner the late Johann Johannsson. 

Educated as a clarinetist in The Netherlands where he was the recipient of the Léonie Sonnings prize during his studies, Guðni pursued a career as a soloist on an international scale, especially in the field of contemporary music. As a composer, his focus is on music for theatre and dance. Guðni is active as a music educator running Tôney (www.toney.is), a centre for creative music education.

About the composers
Kristján Guðjónsson
studied composition in Reykjavík College of Music from where he graduated in 2004. In 2011 he finished his Masters degree in composition from Iceland University of the Arts. Kristján's music has f.ex. been played at the UNM festival and at the Icelandic Symphony Composer Lab.  Kristján has also written music for theater, arranged and composed music for film and video game. Along with composing, Kristján works as a music teacher in Reykjavík.

Halldór Smárason

Bára Gísladóttir

Haukur Þór Harðarson

Haukur Tómasson

Bergrún Snæbjörnsdóttir