Strokkvartettinn Siggi leikur 15. strengjakvartett Dmitri Shostakovich á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga, en verkið var leikið fyrir nákvæmlega 40 árum á fyrstu tónleikum hátíðarinnar. Atli Heimir Sveinsson lék þar lykilhlutverk en hann laumaði nótunum til landsins eftir heimsókn sína til Rússlands. Fimmti strengjakvartett Atla Heimis verður frumfluttur á tónleikunum og nýr kvartett Hauks Tómassonar. Einnig verður leikinn kvartett Gunnars Andreasar Kristinssonar Moonbow.
Strokkvartettinn Siggi var stofnaður árið 2012 í undirbúningi UNM, Ung Nordisk Musik hátíðarinnar sem það ár var haldin í Reykjavík, og voru fyrstu tónleikarnir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Strokkvartettinn hefur síðan þá verið áberandi í tónleikahaldi og leikið Beethoven og Shostakovich auk fjölda nýrra verka sem samin hafa verið sérstaklega fyrir Sigga. Listamenn Sigga eru virkir sem einleikarar og kammerspilarar og leika í Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Debut-diskur kvartettsins South of the Circle kom út árið 2019 hjá Sono Luminus útgáfunni bandarísku, og hefur hlotið frábærar viðtökur, meðal annars í Gramophone, San Francisco Chronicle og A Closer Listen. Strokkvartettinn hefur leikið 5 tíma langan kvartett Mortons Feldman í Mengi og vakti athygli á Listahátíð 2018 fyrir frumleg efnistök á ný íslensk strengjahljóðfæri. Strokkvartettinn hefur á þessu starfsári frumflutt fimm ný verk og hlakkar til Myrkra, enda hefur kvartettinn frumflutt tvo af kvartettum Atla Heimis og tvo kvartetta eftir Hauk á ferli sínum, og Dmitri Shostakovich er leikinn reglulega á tónleikum Sigga. Strokkvartettinn skipa: Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson selló.
Siggi hlaut verðlaunin Flytjandi ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum á síðasta ári.
Siggistringquartet.com
-----
Siggi String Quartet opens Dark Music Days Festival with Shostakovich String Quartet nr. 15, the one played opening the very first Festival Jan. 25th 1980. Composer Atli Heimir Sveinsson brought the score from Russia at the time. His fifth String Quartet will be heard here for the first time. Another pieces are the premiere of Haukur Tómasson new Quartet and Moonbow of Gunnar Andreas Kristinsson.
Dmitri Shostakovich: String Quartet no. 15 op. 144, Atli Heimir Sveinsson: String Quartet no. 5, Haukur Tómasson: New piece - WP, Gunnar Andreas Kristinsson: Moonbow
Siggi String Quartet was founded in 2012 around UNM, Ung Nordisk Musik held in Reykjavík that year. Since then the Quartet has played several of Beethovens String Quartets and premiered a large number of new compositions written for the ensemble. Members of Siggi are all active soloists in the Icelandic scene and play in ISO and Reykjavík Chamber Orchestra. The debut album South of the Circle was out in Spring 2019 on label Sono Luminus and has received great reviews in Gramophone, San Francisco Chronicle and A Closer Listen to name a few. Siggi String Quartet has played Morton Feldman's 5 hour long Quartet at Mengi Reykjavík and played Jón Leifs and more on new instruments by luthier Jón Marinó Jónsson in Reykjavík Arts Festival. Recent performances include Kaija Saariaho, Sofia Gubaidulina, Bach and Webern as well as pieces by Daníel Bjarnason, Mamiko Dís Ragnarsdóttir and Una Sveinbjarnardóttir, violinist of Siggi. The ensemble has given premiere of two Atli Heimir Sveinsson Quartets and two Quartets of Haukur Tómasson in the past and performs Shostakovich regularly. The quartet is Una Sveinbjarnardóttir and Helga Þóra Björgvinsdóttir violins, Þórunn Ósk Marinósdóttir viola and Sigurður Bjarki Gunnarsson cello.
Siggi was awarded Performer of the Year 2018 in the Iceland Music Awards.
Siggistringquartet.com
Back to All Events
Earlier Event: January 25
Opnunarathöfn Myrkra músíkdaga / Opening Ceremony
Later Event: January 26
Listamannspjall/Artist talk