
Kammersveit Reykjavíkur / The Reykjavík Chamber Orchestra
Kammersveit Reykjavíkur kemur fram í Hörpu á lokatónleikum Myrkra músíkdaga 2020.
The Reykjavík Chamber Orchestra will be performing in Harpa the final concert of Dark Music Days 2020.
Kammersveit Reykjavíkur kemur fram í Hörpu á lokatónleikum Myrkra músíkdaga 2020.
The Reykjavík Chamber Orchestra will be performing in Harpa the final concert of Dark Music Days 2020.
Hlökk mun frumflytja tónleika-innsetningu þar sem frumraun þeirra í plötuútgáfu verður flutt í heild sinni. Platan er spiluð þrisvar sinnum í gegn en meðlimir Hlakkar spinna í kringum tónlistina á diskinum ásamt því að fara með ljóð og texta. //
A performative installation by the art ensemble Hlökk will be premiered at Dark Music Days 2020. Their debut album, Hulduhljóð, will be played from speakers spread out across the space and simultaneously members of Hlökk are improvising along with the music and reciting poems and texts.
Tónleikarnir Haraldur kjúklingur og fleiri furðuverur fara fram í Kaldalóni í Hörpu kl. 16:00 þann 1. febrúar og eru tæplega klukkutími að lengd. Þeir eru hluti af Myrkrabörnum, samtímatónlistarhátíð fyrir börn. Hátíðin er haldin samhliða Myrkum músíkdögum og er ætluð börnum á öllum aldri. Aðgangur er ókeypis.
Tónleikarnir Dótapíanósagan fara fram í Kaldalóni í Hörpu kl. 15:00 þann 1. febrúar og eru tæplega klukkutími að lengd. Þeir eru hluti af Myrkrabörnum, samtímatónlistarhátíð fyrir börn. Hátíðin er haldin samhliða Myrkum músíkdögum og er ætluð börnum á öllum aldri. Aðgangur er ókeypis.
Heimsfrumflutningur á dúettum fyrir fiðlu og víólu eftir sex íslenskar konur. Dúó Freyju skipa þær Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Á tónleikunum frumflytja þær dúetta eftir Misti Þorkelsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. //
Duo Freyja consists of violinist Rannveig Marta Sarc and violist Svava Bernharðsdóttir. In this concert they premiere duos by Mist Þorkelsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir and María Huld Markan Sigfúsdóttir.
Tónleikarnir Klárt og kvitt fara fram í Kaldalóni í Hörpu kl. 14:00 þann 1. febrúar. Þeir eru hluti af Myrkrabörnum, samtímatónlistarhátíð fyrir börn. Hátíðin er haldin samhliða Myrkum músíkdögum og er ætluð börnum á öllum aldri. Aðgangur er ókeypis.
Unga fólkið rafmagnað á Myrkum eru raftónleikar, þar sem heyra má afraksturs samstarfsverkefnis tónsmíðanema Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs og tónsmíðadeildar Luleå Tekniska Universitet í Piteå, Svíþjóð undir stjórn Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar, Jespers Petersen, Ríkharðar H. Friðrikssonar og Fredrik Högberg.//
The Young Dark‘s electronic ensemble is a group of Icelandic and Swedish music students who have participated in a collaborative project of the Electronic Studio of Kópavogur Music School and the composition department of Luleå Tekniska Universitet in Piteå, Sweden, under the tuition of Haraldur Vignir Sveinsbjörnsson, Jesper Petersen, Ríkharður Friðriksson and Fredrik Högberg.
Ókeypis aðgangur!
Separate Boys eru þeir Kjartan Holm, Sindri Már Sigfússon og Francesco Fabris. Tónlist þeirra einkennist af spuna í kringum módúlar hljóðgervla, fundnar hljóðupptökur og meðhöndlun á hljóði frá hvor öðrum í rauntíma. Tónlistin er oft á köflum óreiðukennd en falleg og dáleiðandi á sama tíma. //
Free entrance!
Separate Boys comprises of Kjartan Holm, Sindri Már Sigfússon and Francesco Fabris. Their music is an improvisation with modular synthesizers, acoustic and electronically processed instruments, laptop feeds and field recordings. A chaotic but dreamy performance is to be expected.
EKKI MINNA Duo er harmóníku+selló dúó búsett í Kaupmannahöfn sem einsetur sér að flytja nýja norræna tónlist. Á tónleikum þeirra á Myrkum músíkdögum munu Andrew (UK) og Jónas (IS) flytja ný verk eftir dönsk tónskáld samin fyrir dúóið, sem og frumflytja nýtt gagnvirkt gjörningstónverk eftir Áslaugu Rún Magnúsdóttur. //
EKKI MINNA Duo is a Copenhagen based accordion+cello duo who perform new Nordic music. For their concert at Dark Music Days, Jónas (IS) and Andrew (UK) will share new works by Danish composers for the duo, as well as premiering an interactive performance piece by Áslaug Rún Magnúsdóttir.
Heiða Árnadóttir flytur verk sem sérstaklega voru samin fyrir hana eftir tónskáldin Þórönnu Dögg Björnsdóttur, Birgit Djupedal, Guðmund Stein Gunnarsson og Þórunni Björnsdóttur. Verkin hverfast um efa og óvissu, einfaldleika og ferðalag, í leit að sjálfinu. //
Heiða Árnadóttir performs works especially written for her by composers Þóranna Dögg Björnsdóttir, Birgit Djupedal, Guðmundur Steinn Gunnarsson and Þórunn Björnsdóttir. These compositions travel to the self, through doubt, uncertainty, complications, simplicity and negotiations.
Unga fólkið á Myrkum eru tónleikar sem sýna framtíð tónsköpunar á Norðurlöndum. Frumflutt verða ný verk eftir Fredrik Ekenvi, Oskar Lidström og Robin Lilja, en þeir eru allir meistaranemar í tónsmíðum við Luleå Tekniska Universitet í Svíþjóð, auk nýrrar útgáfu á verkinu Árnar renna eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. //
The Young People at Dark Music Days are concerts that show the future of compositions in the Nordic countries, performed by young European musicians. Premieres of new works by Fredrik Ekenvi, Oskar Lidström and Robin Lilja, who all are Master students at Luleå Tekniska Universitet in Piteå, Sweden, followed by premiere of a new version of “Árnar renna” by Elín Gunnlaugsdóttir.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur fjögur undanfarin starfsár tekið þátt í Yrkju sem er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa, og þannig gefið ungum tónskáldum tækifæri til að kynnast hljómsveitinni í návígi. //
For the past four years, the Iceland Symphony Orchestra has participated in Yrkja, a collaborative project sponsored by the Iceland Symphony, the Icelandic Music Information Centre, and various musical groups and institutions, with the aim of giving budding composers the opportunity to get to know the symphony orchestra from close up.
Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson hófu samstarf sitt árið 2017 og hafa síðan skapað aragrúa tónsmíða sem gefnar verða út á fjórföldum vínyl síðar á þessu ári. Á Myrkum músíkdögum munu þau frumflytja brot af spunatónsmíðum sínum fyrir raf- og kontrabassa. //
Bára Gísladóttir and Skúli Sverrisson initiated their collaboration in 2017 and have since created hours of music together, to be released on quadruple vinyl this year. For their performance at Dark Music Days, they will premiere some of their improvisational compositions for bass guitar and double bass.
Árið 2020 verða 40 ár liðin frá því að tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar var haldin í fyrsta sinn. Þá lék Sinfóníuhljómsveit Íslands á upphafstónleikum hátíðarinnar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafa tónleikar Sinfóníunnar verið meðal stórviðburða hátíðarinnar allar götur síðan.//
The year 2020 marks the 40th anniversary of the first Dark Music Days festival. Ever since the inaugural festival was opened by the Iceland Symphony Orchestra performing at Hamrahlíð College, the orchestra's contribution to Dark Music Days has been one of the festival's core events.
Heimsfrumflutningur á dúettum fyrir fiðlu og víólu eftir sex íslenskar konur. Dúó Freyju skipa þær Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Á tónleikunum frumflytja þær dúetta eftir Misti Þorkelsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. //
Duo Freyja consists of violinist Rannveig Marta Sarc and violist Svava Bernharðsdóttir. In this concert they premiere duos by Mist Þorkelsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir and María Huld Markan Sigfúsdóttir.
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á opið hlustunarrými á Myrkum músíkdögum í Stemmu í Hörpu þar sem hægt er að hlusta á upptökur hljómsveitarinnar af íslenskum hljómsveitarverkum. Upptökurnar komu nýlega út á diskunum Concurrence og Recurrence hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Sono Luminus. Plöturnar eru teknar upp í hringómi (e. surround sound) og í upptökunum var ný uppstilling á hljómsveitinni sérstaklega valin fyrir hvert einasta verk sem best hentaði hljóðheimi hvers verks. Upplifunin verður því sérlega áhrifarík þar sem tónlistin er tekin upp í einskonar þrívídd svo að hlustandinn heyrir tónlistina allt um kring. Hljómsveitarstjóri í upptökunum var Daníel Bjarnason, upptökustjóri var Grammy-verðlaunahafinn Daniel Shores og hljóðmeistari var Dan Merceruio. //
The Iceland Symphony Orchestra invites guests to listen to their latest albums in surround sound at Harpa Concert Hall. The listening chamber will be open to the public from 10 AM to 10 PM from Thursday 30 January to Saturday 1 February.
Caput flytur tónlist þriggja tónskálda 21. aldarinnar: Leikrænt tónverk eftir K.óla “Hlaupari ársins” (2019) fyrir hefðbundin hljóðfæri og haupabretti, nýjan fiðlukonsert “Sceadu” (1918-19) eftir Veroniqe Vöku með Unu Sveinbjarnardóttur fiðluleikara og “Úr Egils sögu” (2004) eftir Gavin Bryars með færeyska stórsöngvaranum Rúna Brattaberg. //
Caput performs music by three outstanding composers of the 21st century. K.óla, the young sputnik, brings an action piece, “The Runner of the Year” (2019). Veronique Vaka has a written a beautiful violin concerto “Sceadu” (2018-19) for Una Sveinbjarnardóttir and Caput. The worldwide acclaimed bass singer Rúni Brattaberg, from Faroe Islands, sings Gavin’s Bryars masterpiece “From Egils’s Saga” (2004).
Tónleikar fiðlu- og víóluleikarans Marco Fusi rannsaka möguleika 6-7 strengja barrokkhljóðfærisins viola d’amore. Með því að nota lifandi rafhljóð, eykst hljóðheimur hljóðfærisins og upp magnast óendanlegir möguleikar litadýrðar þess. //
In this program, violinist/violist Marco Fusi focuses on the exploration of the possibilities of the viola d’amore. Through the lens of live electronics, these works will be enhancing its resonances, magnifying its tactile sound world, displaying its endless harmonic richness.
Ljóðasveigurinn Kafka Fragments, meistaraverk ungverska tónskáldsins Györgys Kurtág, í flutningi Herdísar Önnu Jónasdóttur, sópransöngkonu og Elfu Rúnar Kristinsdóttur, fiðluleikara. //
The masterpiece and cycle of Kafka Fragments by György Kurtág is based on prose texts from Franz Kafka's diaries and from posthumously published letters and stories. The texts, which range from quick jottings to sketches for stories, permit a large variety of musical settings.
Blóðhófnir er kammerópera eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur með myndverki Tinnu Kristjánsdóttur, skapað við verðlaunaljóðverk Gerðar Kristnýjar, í flutningi Umbru ásamt gestaleikurum. Hér er forn saga Skírnismála sögð í nútíma söguljóði, sem varpar ljósi á ofbeldi og valdbeitingu jötunmeyjarinnar Gerðar Gymisdóttur, flutt af kvenröddum, strengjahljóðfærum og myndum í verki, sem ber með sér frumkraft og jarðneskju. //
Bloodhoof is a chamber opera by Kristín Þóra Haraldsdóttir with visuals by Tinna Kristjánsdóttir, created to the award winning poetic cycle of the same name by Icelandic poet Gerður Kristný, performed by Umbra ensemble and guest performers. This contemporary version of an Old Norse tale, Skírnismál, seen in the light of abduction and abuse of giantess Gerður Gymisdóttir, is here told by an ensemble of female voices, strings and visuals in a work of elemental earthiness.
Ókeypis aðgangur / Free entrance to the Artist talks!
26. jan í Norræna Húsinu / Nordic House
Atli Bollason og Hlökk
Spyrill/Moderator: Gunnar Karel Másson
27, jan á Jörgensen (Center Hotels)
Blóðhófnir
Spyrill/Moderator: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
28. Jan á Jörgensen (Center Hotels)
Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson
Spyrill/Moderator: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
29. jan á Jörgensen (Center Hotels)
Gavin Bryars
Spyrill/Moderator: Gunnar Karel Másson
Strokkvartettinn Siggi leikur 15. strengjakvartett Dmitri Shostakovich á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga, en verkið var leikið fyrir nákvæmlega 40 árum á fyrstu tónleikum hátíðarinnar. Atli Heimir Sveinsson lék þar lykilhlutverk en hann laumaði nótunum til landsins eftir heimsókn sína til Rússlands. Fimmti strengjakvartett Atla Heimis verður frumfluttur á tónleikunum og nýr kvartett Hauks Tómassonar. Einnig verður leikinn kvartett Gunnars Andreasar Kristinssonar Moonbow. //
Siggi String Quartet opens Dark Music Days Festival with Shostakovich String Quartet nr. 15, the one played opening the very first Festival Jan. 25th 1980. Composer Atli Heimir Sveinsson brought the score from Russia at the time. His fifth String Quartet will be heard here for the first time. Another pieces are the premiere of Haukur Tómasson new Quartet and Moonbow of Gunnar Andreas Kristinsson.
Opnunarathöfn Myrkra músíkdaga. Formaður TÍ, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tekur til máls og opnar hátíðina og útnefnir heiðursfélaga. Hamrahlíðarkórinn syngur eitt verk eftir hvorn heiðursfélaga. Stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir. Að auki verður innsetningin Sjónsmíð 1 eftir Atla Bollason opnuð formlega.
// Opening Ceremony at Dark Music Days.