(English below)
Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum
30. jan. 2020 »19:30
Eldborg | Harpa
2.600 - 4.600 kr.
FLYTJENDUR
Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri
Andreas Borregaard, einleikari
EFNISSKRÁ
Atli Heimir Sveinsson: Hjakk
Bára Gísladóttir: ÓS
Hugi Guðmundsson: Harmóníkukonsert, frumflutningur
Missy Mazzoli: Sinfonia (for Orbiting Spheres)
Snorri Sigfús Birgisson: Konsert fyrir hljómsveit, frumflutningur
Í ár eru liðin 40 ár frá því að tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar var haldin í fyrsta sinn. Þá lék Sinfóníuhljómsveit Íslands á upphafstónleikum hátíðarinnar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafa tónleikar hljómsveitarinnar verið meðal stórviðburða hátíðarinnar allar götur síðan.
Meðal forsprakka hátíðarinnar fyrstu árin var Atli Heimir Sveinsson. Hjakk var lykilverk á ferli hans, samið árið 1979 og vakti mikla athygli og umtal á sinni tíð. „Þar er hjakkað af bráðskemmtilegri hugkvæmni í ætt við sverðdansa og svoleiðis, eða verksmiðju- og virkjanamúsík frá dögum Leníns & co.“, ritaði Leifur Þórarinsson í blaðadómi. Ákafur og knýjandi taktur gengur gegnum verkið allt, og 40 árum síðar er verkið er enn hressandi, ferskt og ögrandi.
Á Myrkum músíkdögum 1980 var Snorri Sigfús Birgisson í hópi allra yngstu tónskáldanna og vakti tónlist hans mikla hrifningu. Á þessum tónleikum verður frumfluttur Konsert fyrir hljómsveit sem Snorri samdi á árunum 2013–15 og tileinkar minningu tveggja góðvina sinna, hjónanna Noru Kornblueh og Óskars Ingólfssonar.
Hugi Guðmundsson hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína og nýjasta verk hans er konsert saminn fyrir danska harmóníkusnillinginn Andreas Borregaard. Hann varð fyrsti harmóníkuleikarinn til að nema við hinn fræga Guildhall-skóla í Lundúnum, og ferðast nú um heiminn til að leika á tónleikum auk þess sem hann kennir við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Nýverið kom út hljóðritun hans á Goldberg-tilbrigðum Bachs og hefur hún fengið glimrandi dóma í heimspressunni.
Bára Gísladóttir hlaut nýverið hin virtu Léonie Sonning-verðlaun í Danmörku. Hún samdi ÓS í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands og var það frumflutt í Eldborg 1. desember 2018. Einnig hljómar fjörugt verk frá árinu 2013 eftir bandaríska tónskáldið Missy Mazzoli, sem hún samdi fyrir Fílharmóníusveit Los Angeles og hefur hljómað víða um heim við frábærar undirtektir. Hún gegnir nú stöðu staðartónskálds hjá Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago og New York Times hafði um hana þau orð að hún væri eitt hugmyndaríkasta tónskáld New York-borgar um þessar mundir.
Daníel Bjarnason er hljómsveitarstjóri á tónleikunum en hann hefur hlotið mikla athygli undanfarin ár bæði fyrir tónlist sína og hljómsveitarstjórn. Daníel var á árunum 2015–2018 staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gegnir nú stöðu aðalgestastjórnanda.
//
Iceland Symphony Orchestra
Hjakk on Dark Music Day
30 Jan 2020 »19:30
Eldborg | Harpa
2.600 - 4.600 ISK
PERFORMERS
Iceland Symphony Orchestra
Daníel Bjarnason, conductor
Andreas Borregaard, soloist
PROGRAM
Atli Heimir Sveinsson: Hjakk
Bára Gísladóttir: ÓS
Hugi Guðmundsson: Accordion Concerto, premiere
Missy Mazzoli: Sinfonia (for Orbiting Spheres)
Snorri Sigfús Birgisson: Concerto for Orchestra, premiere
This year marks the 40th anniversary of the first Dark Music Days festival. Ever since the inaugural festival was opened by the Iceland Symphony Orchestra, the orchestra's contribution to Dark Music Days has been one of the festival's core events.
One of the architects of the festival in its infancy was composer Atli Heimir Sveinsson. Hjakk, written in 1979, was an important work in his career, drawing considerable attention and sparking much discussion at the time. In a newspaper review, Atli Heimir's colleague Leifur Þórarinsson said, “The work hammers on in a delightfully resourceful way, reminiscent of sword dances and the like, or the music of factories and machinery from the days of Lenin & company.” A tense, relentless pulse permeates the work from beginning to end, and 40 years later is it still fresh, invigorating, and challenging.
Snorri Sigfús Birgisson was one of the youngest composers on the roster at the 1980 Dark Music Days festival, and his music was enthusiastically received. This concert includes the premiere of his Concerto for Orchestra, written in 2013-2015 and dedicated to the memory of his two dear friends, husband and wife Nora Kornblueh and Óskar Ingólfsson.
Composer Hugi Guðmundsson is well known for his music, both in Iceland and abroad. His most recent work is a concerto written for Danish accordion virtuoso Andreas Borregaard. Borregaard broke new ground as the first accordion student at London's acclaimed Guildhall School of Music, and now performs all over the world, as well as teaching at the Royal Danish Academy of Music in Copenhagen. His newly released recording of Bach's Goldberg Variations received brilliant reviews in the international media.
Bára Gísladóttir, a recent winner of Denmark's coveted Léonie Sonning Talent Prize, wrote ÓS to commemorate the centenary of Iceland's sovereignty. The work was premiered in Eldborg hall on 1 December 2018. Also on the programme is Sinfonia (for Orbiting Spheres), a vibrant work from 2013, written by American composer Missy Mazzoli for the Los Angeles Philharmonic. Since then, it has been enthusiastically received at performances around the world. Currently composer-in-residence with the Chicago Symphony, Mazzoli has been described by The New York Times as “one of the more consistently inventive and surprising composers now working in New York.”
Conductor and composer Daníel Bjarnason has drawn international notice in recent years for his compositions and his conducting. Daníel was Iceland Symphony's Artist-in-Residence in the years 2015-18 and is currently the orchestra's Principal Guest Conductor.