Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson hófu samstarf sitt árið 2017 og hafa síðan skapað aragrúa tónsmíða sem gefnar verða út á fjórföldum vínyl síðar á þessu ári. Á Myrkum músíkdögum munu þau frumflytja brot af spunatónsmíðum sínum fyrir raf- og kontrabassa.
Skúli Sverrisson er tónskáld og bassaleikari. Hann nam bassaleik í Berklee í Boston en flutti síðar til New York þar sem hann vann um árabil áður en hann sneri aftur til Íslands og stofnaði ásamt fleirum Mengi, sem hefur síðan þá gilt lykilhlutverki í íslensku menningarlífi. Skúli hefur komið að útgáfu ótal hljómplatna ásamt því að semja tónlist fyrir kvikmyndir, sviðslistir og innsetningar. Þá hefur hann komið víða að sem flytjandi en er þá kannski þekktastur fyrir samstarf sitt með Laurie Anderson, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhanni Jóhannssyni, Blonde Redhead, Bill Frisell og Anthony Burr, svo fáeinir séu nefndir.
Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari, búsett í Kaupmannahöfn. Tónlist hennar hefur verið leikin víða af sveitum á borð við Ensemble Adapter, Ensemble InterContemporain, Ensemble recherche, hr-Sinfonieorchester, Nordic Affect, Riot Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Danmerkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Útvarpssinfóníuhljómsveit Póllands.
_____
Bára Gísladóttir and Skúli Sverrisson initiated their collaboration in 2017 and have since created hours of music together, to be released on quadruple vinyl this year. For their performance at Dark Music Days, they will premiere some of their improvisational compositions for bass guitar and double bass.
Skúli Sverrisson is an Icelandic composer and bass guitarist. He has worked with musicians Wadada Leo Smith, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsay, and composers Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, and Hildur Guðnadóttir. He is known for his work as artistic director for Ólöf Arnalds, recordings with Blonde Redhead, and as musical director for Laurie Anderson.
Bára Gísladóttir is an Icelandic composer and double bassist based in Copenhagen. Her work has been performed by ensembles and orchestras such as The Danish National Symphony Orchestra, Ensemble InterContemporain, Ensemble New Babylon, Ensemble recherche, Frankfurt Radio Symphony, Iceland Symphony Orchestra, Marco Fusi, Mimitabu, Nordic Affect, Polish National Radio Symphony Orchestra and Riot Ensemble.
"Their set was completely improvisational, creating their cacophonous sounds right before our eyes. The two hardly ever connected their eyes while they played, but never did they feel out of sync. What's even more astounding is how the two blended so well while taking drastically different approaches with their instruments." -KEXP