(English below)
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Yrkja V – uppskerutónleikar
31. jan. 2020 » 12:00
Norðurljós | Harpa
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
FLYTJENDUR
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri
Elísabet Indra Ragnarsdóttir, kynnir
EFNISSKRÁ
Eygló Höskuldsdóttir Viborg: Lo and Behold
Sigurður Árni Jónsson: Illusion of Explanatory Depth
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur fjögur undanfarin starfsár tekið þátt í Yrkju sem er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa, og þannig gefið ungum tónskáldum tækifæri til að kynnast hljómsveitinni í návígi. Fimm manna dómnefnd, skipuð tónskáldum og meðlimum Sinfóníunnar, valdi þau Eygló Höskuldsdóttur Viborg og Sigurð Árna Jónsson til þátttöku í ár. Þau hafa starfað með hljómsveitinni í níu mánuði og hafa þannig fengið tækifæri til að þróa færni sína í að semja fyrir hljómsveit. Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld Sinfóníunnar, leiðir tónskáldastofuna en auk hennar vinnur Bjarni Frímann Bjarnason, aðstoðarstjórnandi hljómsveitarinnar, náið með höfundum.
Eygló Höskuldsdóttur Viborg lauk bachelor gráðu í tónsmíðum með hæstu einkunn frá Berklee College of Music sumarið 2017 og stundar nú meistaranám í New York University undir handleiðslu Juliu Wolfe. Tónlist Eyglóar hefur verið flutt bæði í Boston og New York en þetta er með fyrstu verkum hennar sem heyrast á Íslandi.
Draumar eru einstakir, spretta upp af engu, flytja dreymandann úr einu rými í annað án nokkurrar minningar um ferðalag, enda jafn harðan.
Fyrir um tveimur árum síðan varð á vegi mínum heimildamynd sem veltir upp þeirri spurningu um það hvort að internetið dreymi og ef svo er hvort það dreymi um sjálft sig. Þessi hugmynd um þetta mannegrða, óáþreyfanlega tauganet, lífskraft sem hugsanlega geti dreymt er forvitnilegt viðfangsefni til frekari listrænnar rannsóknar.
Gervigreind Google, DeepDream, hefur nú þegar sett saman þónokkrar draumkenndar ljósmyndir og þetta verk eru bjartsýnir draumórar mínir á samskonar hljóðrænum samsetningum.
(draumórar hins tengda heims)
- Werner Herzog
Sigurður Árni Jónsson er tónskáld og stjórnandi búsett í Svíþjóð. Hann lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Tónlistarháskólann í Gautaborg og hljómsveitar- og kórstjórn við Tónlistarháskólann í Piteå. Verk hans hafa verið flutt meðal annars af Sinfóníuhljómsveitinni í Norrköping, Sinfóníuhljómsveit Norrlands-Óperunnar í Umeå, Norrbotten Neo, Esbjerg-tónlistarhópnum í Danmörku og Caput og verið á dagskrá hátíða á borð við Myrka Músíkdaga, UNM og New Directions Festival. Sigurður er stjórnandi Ensemble Dasein, sjálfstæðrar kammersveitar sem sérhæfir sig í frumflutningi verka eftir upprennandi norræn tónskáld.
Engin bein tenging er milli titils og verks, en sem hugleiðing um ranghugmynd okkar um eigin útskýringargetu þykir mér verkið líkara tölum en sögu. Tölum sem þröngva þarf í frásögn svo við getum talið okkur skilja þær. En hinn hljómandi afrakstur, sjálf tónlistin, er ekki hugleiðing heldur, heldur frekar einhver niðurstaða hugleiðinga minna á meðan smíði stóð, um frásagnir, um sögur sem við segjum okkur sjálfum. Niðurstaða sem er þröngvuð fram því ný saga þarf að fá að byrja. Þjösnuð saman eru tengslin svo augljós eftir á að ég get ekki tekið þau alvarlega; hvernig syngjandi upphafslínan brotnar niður í hvassari, styttri kafla og ólíkar endurtekningar - tilraunir til útskýringa - en þráist svo við eins og minni í kaosinu - frásögn sem þráir merkingu.
//
Iceland Symphony Orchestra
Yrkja V: Young Composers
31 Jan. 2020 » 12:00
Norðurljós | Harpa
The event is free and open to the public.
PERFORMERS
Iceland Symphony Orchestra
Bjarni Frímann Bjarnason, conductor
Elísabet Indra Ragnarsdóttir, presenter
PROGRAM
Eygló Höskuldsdóttir Viborg: Lo and Behold
Sigurður Árni Jónsson: Illusion of Explanatory Depth
For the past four years, the Iceland Symphony Orchestra has participated in Yrkja, a collaborative project sponsored by the Iceland Symphony, the Icelandic Music Information Centre, and various musical groups and institutions, with the aim of giving budding composers the opportunity to get to know the symphony orchestra from close up. Participants are selected by a five-member adjudication panel comprising composers and orchestra members. This year Eygló Höskuldsdóttir Viborg and Sigurður Árni Jónsson were chosen. Iceland Symphony's Composer-in-Residence Anna Thorvaldsdottir leads the workshop, and assistant conductor Bjarni Frímann Bjarnason also works closely with the young composers.
Eygló Höskuldsdóttir Viborg finished a Bachelor’s degree in composition from Berklee College of Music in the summer of 2017. She now attends New York University for her masters, studying with the Pulitzer Prize winner Julia Wolfe. Eygló’s music has been performed in Boston and New York but Lo and Behold is one of the first pieces of hers that are performed in Iceland.
Dreams are unique, starting from nothing, transporting the dreamer from one scene to the next without the memory of traveling, to a sudden stop, just as quickly as it began.
Two years ago a documentary crossed my path, questioning the dreams of the internet, and whether it dreams of itself. The idea of a virtual nervous system, an intangible and man-made lifeforce capable of dreaming is an exciting exploration. Just as Google’s Artificial Intelligence, DeepDream, has composed several dreamlike images, this piece is my musical reverie of such a composition.
(reveries of the connected world)
-Werner Herzog
Sigurður Árni Jónsson is a composer and conductor based in Sweden. Jónsson studied composition at the Iceland Academy of the Arts in Reykjavík and the Academy of Music and Drama and Gothenburg and conducting at the Piteå School of Music. His works have been performed by ensembles including Norrköping Symphony Orchestra, NorrlandsOperan’s Symphony Orchestra, Esbjerg Ensemble, Norrbotten NEO and Caput and been featured at events including Dark Music Days in Reykjavík, Ung Nordisk Musik and New Directions Festival. Sigurður Árni Jónsson is the conductor of Ensemble Dasein, an independent new music ensemble based in Gothenburg, and as such has premiered numerous pieces by young eminent Nordic composers.
There’s no linear connection between the title and the work, but as a kind of reflection on our illusion of explanatory depth, intuitively I sense the work is derived from numbers rather than narrative. Numbers forced into a narrative so we can convince us of our understanding of the data. But the sounding result, the actual music, isn’t really a reflection, but perhaps rather a conclusion of my own thinking during the composition work, about narrative, internal stories we tell ourselves. A forced conclusion facilitating the beginning of a new story. Fused together the connections become so clear that they cannot be taken seriously; how the opening melody crumbles into more rigid but irregular segments and varied repetitions - an attempt at an explanation - but persists like a memory in chaos - a narrative craving meaning.