Back to All Events

Tríóið Tríópa // Myrkrabörn

  • Harpa Austurbakka 2 101 Reykjavík Iceland (map)

HARALDUR KJÚKLINGUR OG FLEIRI FURÐUVERUR

Haraldur kjúklingur og fleiri furðuverur er dagskrá fyrir börn þar sem Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari bregða á leik til að færa börnum á öllum aldri nýja íslenska söngtónlist sem er samin með börn í huga. M.a. verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Gunnsteinn Ólafsson.

Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni í Hörpu kl. 16:00 þann 1. febrúar og eru tæplega klukkutími að lengd. Þeir eru hluti af Myrkrabörnum, samtímatónlistarhátíð fyrir börn. Hátíðin er haldin samhliða Myrkum músíkdögum og er ætluð börnum á öllum aldri.

Aðgangur er ókeypis.
Kaldalón er staðsett á fyrstu hæð í Hörpu og er stæði fyrir hjólastóla á aftasta bekk í salnum.

Um flytjendur:
Tríóið Tríópa var stofnað árið 2013 með það að markmiði að halda tónleika fyrir börn. Tríóið, sem í þetta sinn er skipað Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Jóni Svavari Jósefssyni barítón og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara hefur flutt heilmarga tónleika á höfuðborgarsvæðinu og einnig víða um landið, á vegum Listar fyrir alla.

Earlier Event: February 1
Tinna Þorsteinsdóttir // Myrkrabörn
Later Event: February 1
Hlökk & friends