HARALDUR KJÚKLINGUR OG FLEIRI FURÐUVERUR
Haraldur kjúklingur og fleiri furðuverur er dagskrá fyrir börn þar sem Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari bregða á leik til að færa börnum á öllum aldri nýja íslenska söngtónlist sem er samin með börn í huga. M.a. verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Gunnsteinn Ólafsson.
Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni í Hörpu kl. 16:00 þann 1. febrúar og eru tæplega klukkutími að lengd. Þeir eru hluti af Myrkrabörnum, samtímatónlistarhátíð fyrir börn. Hátíðin er haldin samhliða Myrkum músíkdögum og er ætluð börnum á öllum aldri.
Aðgangur er ókeypis.
Kaldalón er staðsett á fyrstu hæð í Hörpu og er stæði fyrir hjólastóla á aftasta bekk í salnum.
Um flytjendur:
Tríóið Tríópa var stofnað árið 2013 með það að markmiði að halda tónleika fyrir börn. Tríóið, sem í þetta sinn er skipað Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Jóni Svavari Jósefssyni barítón og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara hefur flutt heilmarga tónleika á höfuðborgarsvæðinu og einnig víða um landið, á vegum Listar fyrir alla.