DÓTAPÍANÓSAGAN
Á þessum tónleikum stiklar Tinna á stóru og smáu í dótapíanótónlistarsögunni á tónleikum fyrir krakka og fjölskyldur þeirrra. Verk eftir íslensk og erlend tónskáld verða skoðuð í sögulegu samhengi og brugðið á leik! Rafmagn og hreyfimyndanótnaskrift koma við sögu og sérstakur gestur er Frank Aarnink slagverksleikari.
Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni í Hörpu kl. 15:00 þann 1. febrúar og eru tæplega klukkutími að lengd. Þeir eru hluti af Myrkrabörnum, samtímatónlistarhátíð fyrir börn. Hátíðin er haldin samhliða Myrkum músíkdögum og er ætluð börnum á öllum aldri.
Aðgangur er ókeypis.
Kaldalón er staðsett á fyrstu hæð í Hörpu og er stæði fyrir hjólastóla á aftasta bekk í salnum.
Um Tinnu Þorsteinsdóttur
Tinna hefur komið að og staðið fyrir nokkrum barnatónleikum ásamt Guðrúnu Hrund, víóluleikara og vinkonu sinni, m.a. með Kammersveit Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð 2013 og 2018 komu þær fram á fjölskyldutónleikum í Salnum í Kópavogi þar sem þátttökuverkið "Haglhlífin hans Bachs" og tónverk eftir krakka úr hópi áheyrenda hljómuðu. Þær stóðu fyrir vinnustofu með nemendum í Vesturbæjarskóla, þar sem afrakstur vinnunnar heyrðist á Myrkum Músíkdögum á tónleikum 2019. Svo hefur Tinna hefur kynnt nýja tónlist fyrir nemendum á TUF, tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi og í Krakkamengi á tónleikastaðnum Mengi. Hún er lærður konsertpíanisti og hefur einstaklega gaman að nýrri tónlist og hefur frumflutt aragrúa píanóverka.
Back to All Events
Earlier Event: February 1
AUKATÓNLEIKAR -> Dúó Freyja: Svava & Rannveig
Later Event: February 1
Tríóið Tríópa // Myrkrabörn