Back to All Events

Hlökk & friends

  • Iðnó Vonarstræti 3 101 Reykjavík Iceland (map)

Miðasala/Buy tickets!

Tónleikar kl. 19:00 / 19:45 / 20:30

Hlökk mun frumflytja tónleika-innsetningu þar sem frumraun þeirra í plötuútgáfu verður flutt í heild sinni. Platan er spiluð þrisvar sinnum í gegn en meðlimir Hlakkar spinna í kringum tónlistina á diskinum ásamt því að fara með ljóð og texta. Á sama tíma er myndböndum, sem voru sérstaklega unnin út frá tónlist plötunnar, varpað á vegg ásamt lifandi ljósum hljóð- og ljósskúlptúrsins Huldu. Hlökk hefur fengið til liðs við sig listamenn úr mismunandi áttum: Hekla Magnúsdóttir þeramínleikari, Mikael Máni Ásmundsson jazzgítarleikari, Frank Aarnink slagverksleikari og dansararnir Sóley Frostadóttir og Erla Rut Mathiesen munu dreifa sér um svæðið og taka þátt í spunanum. Áhorfendum er frjálst að ganga um rýmið, skoða sig vel um, líta inn í píanóið, nálgast flytjendur og koma og fara eins og þeim hentar.

Tónlistin er samin af Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur, ljóð eru eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur og myndböndin eru unnin af Lilju Maríu Ásmundsdóttur í samstarfi við Ingibjörgu Ýri.

------

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir kynntust er þær stunduðu nám við Listaháskóla Íslands. Þær stofnuðu hljómsveitina Hlökk árið 2015 þar sem þær notuðust helst við íslensk þjóðlög, spuna og eigin tónsmíðar við gömul ljóð. Nú hefur hljómsveitin þróast yfir í listhópinn Hlökk þar sem þær nýta eiginleika mismunandi listgreina, þá helst tónlistar, myndlistar og ritlistar, til að skapa ný verk. Hlökk gaf út sína fyrstu plötu í september 2019. Platan ber heitið Hulduhljóð og hefur nýlega hlotið Kraumsverðlaunin.

______

Concerts at 19:00 / 19:45 / 20:30

A performative installation by the art ensemble Hlökk will be premiered at Dark Music Days 2020. Their debut album, Hulduhljóð, will be played from speakers spread out across the space and simultaneously members of Hlökk are improvising along with the music and reciting poems and texts. 

The album will be played three times during the event. Assisting them are thereminist Hekla Magnúsdóttir, jazz guitarist Mikael Máni Ásmundsson, percussionist Frank Aarnink and the dancers Sóley Frostadóttir and Erla Rut Mathiesen. Videos along with the live lights of the light and sound sculpture Hulda will be projected into the space. All performers are spread across the space and the audience is free to walk among them and come and go as they like.

The composition was written by Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, the poems are by Ragnheiður Erla Björnsdóttir and the videos were made by Lilja María Ásmundsdóttir in collaboration with Ingibjörg Ýr.

Hlökk is a Reykjavík based art ensemble consisting of three composers, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir and Ragnheiður Erla Björnsdóttir. They formed the ensemble in 2015 as an experimental folk band performing Icelandic folk songs and improvisations as well as their own compositions along with old poetry. Today the ensemble's material has developed into a platform where they use different types of art forms, mainly music, visual arts and creative writing to create new compositions for other performers as well as themselves. Their debut album, Hulduhljóð, was released in 2019 and recently won the Kraumur awards.