EKKI MINNA Duo er harmóníku+selló dúó búsett í Kaupmannahöfn sem einsetur sér að flytja nýja norræna tónlist. Á tónleikum þeirra á Myrkum músíkdögum munu Andrew (UK) og Jónas (IS) flytja ný verk eftir dönsk tónskáld samin fyrir dúóið, sem og frumflytja nýtt gagnvirkt gjörningstónverk eftir Áslaugu Rún Magnúsdóttur.
Sellistinn Andrew Power og harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson léku fyrst saman á Pulsar nútímatónlistarhátíðinni 2017, þar sem þeir frumfluttu verk eftir Matias Vestergård Hansen. Það var tilvalin byrjun á samstarfi þeirra, því báðir eiga þeir sameiginlega ástríðu að kynna fyrir áhorfendum spennandi nýja norræna tónlist á grípandi máta.
Drengirnir eiga sér báðir langan feril í samtímatónlist að baki. Andrew hefur m.a. spilað með Ulysses Ensemble, Ensemble Intercontemporarin og IEMA og er meðmæltur meðlimur Ulysses Network. Jónas vinnur nær eingöngu með samtímatónlist. Hann hefur unnið saman með og frumflutt verk eftir fjölmörg tónskáld og er fyrsti íslenski harmóníkuleikarinn til að leika einleikskonsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann vinnur nú að nýjum konsert eftir Finn Karlsson og að upptöku geisladisks með íslenskri samtímatónlist fyrir klassíska harmóníku.
EKKI MINNA Duo hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið með þónokkrum merkum tónskáldum, jafnt að sköpun nýrra verka og uppsetningu á eldri verkum. Þeir hafa unnið með og flutt verk eftir Christian Winther Christensen og Simon-Steen Andersen og jafnframt frumflutt verk eftir Mads Emil Dreyer og Loïc Destremau. Síðustu misseri hefur dúóið unnið með Áslaugu Rún Magnúsdóttur og mun frumflytja gjörningstónverk hennar á Myrkum músíkdögum.
jonasasgeirsson.com
andrewpowercello.com
____
EKKI MINNA Duo is a Copenhagen based accordion+cello duo who perform new Nordic music. For their concert at Dark Music Days, Jónas (IS) and Andrew (UK) will share new works by Danish composers for the duo, as well as premiering an interactive performance piece by Áslaug Rún Magnúsdóttir.
Cellist Andrew Power and accordionist Jónas Ásgeir Ásgeirsson first performed together at the Pulsar contemporary music festival in 2017, where they premiered a work of Danish composer Matias Vestergård Hansen. This was an ideal start to their collaboration, since they both share the passion of introducing audiences to exciting new music from Nordic composers and sound artists.
Andrew and Jónas both have an extensive background in new music. Andrew has played with Ulysses Ensemble, Ensemble Intercontemporain and IEMA, as well as being a recommended member of the Ulysses network. Jónas almost exclusively works with new music. He has collaborated with and premiered works by numerous composers and is the first Icelander to have performed an accordion concerto with the Iceland Symphony Orchestra. He is now working on a new accordion concerto by Finnur Karlsson and recording an album of contemporary Icelandic works for the classical accordion.
EKKI MINNA Duo has, despite a young age, collaborated with a number of established composers, working with and performing pieces by Simon Steen-Andersen and Christian Winther Christensen, and premiering works by Loïc Destremau and Mads Emil Dreyer. Recently, the duo has been collaborating with Áslaug Rún Magnúsdóttir and will premiere a performance piece of hers at Dark Music Days.
jonasasgeirsson.com
andrewpowercello.com