Back to All Events

Ævintýri Bobba & Engin engin – Nemendur Hagaskóla


Ævintýri Bobba & Engin engin /  Nemendur við Hagaskóla
Bob’s adventure & No nobody  / Students of Hagaskóli

Fimmtudagur 29. janúar 2026, 18:00-20:00
Föstudagur 30. janúar 2026, 12:00-18:00
Laugardagur 31. janúar 2026, 12:00-18:00

Stemma

Ókeypis aðgangur

Frá síðastliðnu hausti hefur hópur nemenda við Hagaskóla, undir handleiðslu Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur, tónskálds og tölvuleikjahönnuðar og Gunnars Gunnsteinssonar, tónskálds, kafað ofan í tölvuleikjagerð út frá sjónarhorni tónlistarsköpunar. Útkoman eru tveir nýir tölvuleikir, Ævintýri Bobba og Engin engin, sem nemendur bjuggu til í sameiningu og hverfist um tónlistarlega upplifun í sýndarrými tölvuleiksins. Spilarar í leikjunum eru þar virkir þátttakendur í upplifun tónlistarinnar og myndheimi þeirra. Við sköpun leikjanna hafa nemendur tekist á við forvitnilegar og áhugaverðar spurningar um sameiginleg frásagnarform tónlistar og tölvuleikja, samband hljóð- og myndheims sem og samband spilarans við tónlistina sjálfa.

Leikirnir tveir verða til sýnis í Stemmu í Hörpu þar sem gestir fá tækifæri til þess að spila og upplifa leikina. Á opnunardegi verða höfundar leikjanna til staðar og segja frá sköpun og tilurð þeirra.

Verkefnið nýtur stuðnings Barnamenningarsjóðs og tölvuleikjafyrirtækisins CCP.


//

Since last autumn, students in 8th–9th grade at Hagaskóli, under the guidance of Steinunn Eldflaug Harðardóttir, composer and video game designer, and Gunnar Gunnsteinsson, composer, have been exploring video game creation from a musical perspective.
Together, the students have created two new video games centered on a musical experience, where players encounter music through the game’s virtual environment. In developing the games, the students have engaged with intriguing questions about the shared narrative forms of music and video games, the relationship between sound and visual worlds, and the connection between the player and the music itself — with the audience becoming active participants who largely control their own experience.

The games will be on display in Stemma at Harpa, where visitors can play it. The game’s creators will also be present during the opening day to discuss its creation and development.

The project is supported by the Children’s Cultural Fund and the video game company CCP.

Um aðstandendur verkefnisins:

Hagaskóli tók til starfa í október árið 1958 og er í dag unglingaskóli fyrir nemendur í 8., 9. og 10. Bekk. Skólahverfi Hagaskóla er allur Vesturbær Reykjavíkur, frá flugvelli og Lækjargötu út að Seltjarnarnesi. Alla jafnan koma nemendur úr þremur skólum innan skólahverfisins; Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla, en að aukir koma allmargir nemendur utan hverfis. Árgangar eru því nokkuð fjölmennir og skólaárið 2025-2026 eru um 640 nemendur við skólanum. Þessi fjöldi gerir skólanum kleift að bjóða upp á fölbreytt námsval, þar á meðal listtengt. 


Steinunn Eldflaug Harðardóttir
, tónskáld og tölvuleikjahönnuður, er betur þekkt undir nafninu DJ Flugvél og Geimskip og hefur undir því nafni gefið út fjölda platna sem hlotið hafa margvíslegar viðurkenningar á síðustu árum. Árið 2018 kom út tölvuleikur hennar „Our Atlantis“ þar sem flettast saman hljóð- og myndheimur Steinunnar í eina samrofa heild. Steinunn hefur starfað við töluvuleikjagerð en starfar nú að gerð fyrsta íslenska FM synthans hjá fyrirtækinu Love Synthesizers.


Gunnar Gunnsteinsson, tónskáld, býr í Reykjavík. Hann lærði tónsmíðar í Amsterdam á árunum 2011-2015. Að undanförnu hafa verk Gunnars snúist um samþættingu tónlistar og talaðs máls. Í gegnum frásögnina má finna ákveðið frelsi til þess að nýta tónlistaráhrif úr ólíkum áttum svo að úr verði einhvers konar heild. Nýjasta útgefna verk Gunnars er hljómplatan A Janitor's Manifesto sem kom út hjá útgáfunni Futura Resistenza í Brussel árið 2023. Verkið hlaut góðar viðtökur m.a. í tónlistartímaritinu The Wire Magazine. Í verkinu er unnið með talað mál og karakterstúdíu og í því leikur skuggasjálf Gunnars, „Janitorinn“, aðalhlutverkið. 


//
Hagaskóli was founded in 1958 and is a secondary school for students in 8th, 9th, and 10th grade. Its school district covers the entire West-area of Reykjavík, from the domestic airport and Lækjargata out to Seltjarnarnes. Students typically come from three primary schools within the district — Grandaskóli, Melaskóli, and Vesturbæjarskóli. As a result, each year’s class is quite large, and during the 2025–2026 school year, the school has around 640 students. The school offers a wide range of elective courses, including arts-based courses. 

Steinunn Eldflaug Harðardóttir, composer and video game designer, is better known under the name DJ Flugvél og Geimskip. Under this name, she has released numerous albums that have received various awards and recognition in recent years. In 2018, she released her video game Our Atlantis, in which her sound and visual worlds merge into a single, unified experience. Steinunn has worked in video game development and is currently creating Iceland’s first FM synthesizer with the company Love Synthesizers.


Gunnar Gunnsteinsson, composer, lives in Reykjavík. He studied composition in Amsterdam from 2011 to 2015. His recent works have explored the integration of music and spoken word, allowing for creative freedom to draw on diverse musical influences and merge them into a cohesive whole. His most recent release, the album A Janitor’s Manifesto, was issued by Futura Resistenza in Brussels in 2023. The work received positive reviews, including in The Wire Magazine. In the piece, Gunnar works with spoken text and character study — the protagonist being his shadow self, “the Janitor.”